Fréttablaðið - 16.06.2007, Blaðsíða 62
E
rtu búin að jafna þig eftir
hljómleikaferðina? Þetta
er allt að koma. Ég reyni
bara að komast í sund
einu sinni á dag. Það er
mjög gott, hreinsar sál og
líkama. Svo er gufan líka snilld. Eftir
nokkra heitapotts daga var ég meira
að segja búin að enduruppgvöta sund-
tökin.
Hvar var skemmtilegast að spila? Á
mig virkaði þetta allt bara sem ein
allsherjar skemmtun. Ítalía var ótrú-
lega skemmtileg. Fólkið var bara allt
svo rosa hrifið, vinalegt og ruglings-
legt, af því að það talaði ekki nokkur
maður stakt orð í ensku. En ég skildi
samt kannski eitthvað, ég er ekki alveg
viss. Eftir að við vorum búin að spila í
Mílanó komumst við til dæmis að því
að tónleikunum hafði verið útvarpað
beint. Við komumst að því fyrir rælni
bara af því að einn vinur okkar hafði
staðið við mixerinn og heyrt að það var
alltaf einhver kynnir að tala um okkur
á milli laga í útvarpið.
Vín var líka æði! Þar spiluðum við á
svona pönkbúllu. Allt starfsfólkið var
með hundaólar og gaddabelti. Og það
voru áletranir uppi um alla veggi um
að kynþáttahatarar og kvenhatarar
væru óvelkomnir. Pönkari í einhverri
svaka múnderingu kom og færði okkur
bestu grænmetissúpu sem ég hef
smakkað og sagði okkur að hann hefði
eldað hana heima og komið með hana í
potti á hjólinu sínu því eldunaraðstaða
væri ekki upp á marga fiska á staðn-
um. Kurteisari og vinalegri mann hef
ég ekki hitt. En staðurinn var þegar
opinn og austurríska ríkissjónvarpið
var mætt og við sátum þarna til sýnis
og allir horfðu á okkur borða og fara
síðan eitt af öðru og spila ein á svið-
inu fyrir framan allt þetta fólk og sjón-
varpið í beinni. Eins og ég segi þá var
allt fyndið á þessum túr og skemmti-
legt og óviðbúið.
Undarlegasta atvikið úti? Eins og
ég segi þá leið mér eins og þetta væri
allt ein allsherjar undarlegheit. En
það sem stendur upp úr er þegar við
vorum bókuð á eitthvað strandfestival
eftir að tónleikunum í Mílanó var af-
lýst vegna veðurs. Því þurfti að redda
giggi í skyndi sem myndi um leið
redda næstu gistingu. Við renndum
af stað daginn eftir að leita að þess-
um stað sem tónleikarnir voru bók-
aðir á. Við vorum komin í pínulítinn
fjallabæ fyrir utan Mílanó og eftir að
hafa keyrt í gegnum bæjarmaraþon-
ið að leita upplýsinga var okkur fylgt
rétt út fyrir litla bæinn á pizzastað.
Það var staðurinn! Eftir að hlæja eins
og vitleysingar sáum við að sviðið var
allt í lagi og þar sem við fengum gist-
ingu slógum við til og bárum draslið
inn. Ég og Henrik (söngvari og gítar-
leikari) vorum svo á sviðinu að koma
dótinu okkar í gang þegar maðurinn
sem stóð hjá mixernum og hafði hleypt
okkur inn fór að tala við okkur, á ít-
ölsku auðvitað. Okkur tókst að lokum
að skilja að hann var að spyrja hvort
við ætluðum að mixa. Við spurðum þá
hvort hann vildi ekki mixa. Þá sagði
hann að hann gæti það ómögulega því
hann þurfti að baka pizzur. Þetta var
náttúrlega mjög fyndið og við hugs-
uðum bara „Ókei, þetta er hvort eð
er pizzustaður, þetta verður fínt“. Og
svo gerðum við þetta bara. Það rætt-
ist hins vegar algjörlega úr kvöldinu
og staðurinn fylltist af fólki sem elsk-
aði tónlistina og þetta var æði. Það var
til dæmis maður fremst sem hrópaði
á Henrik „HENDRIXA HENDRIXA“
aftur og aftur til að líkja honum við
Jimi Hendrix og ég stórefast um að
hann hafi vitað að hann héti í raun og
veru Henrik. Góð reynsla allt saman!
Hvernig er að rúnta um með fimm
sveittum karlmönnum? Ég veit það
ekki. Ég var sveitt sjálf, ég veit ekki
hvort mér hafi tekist að vera eitthvað
öðruvísi sveitt en þeir.
Hvað óttastu mest? Ég er mjög loft-
hrædd. Og einhverra hluta vegna kom
það í minn hlut að keyra um Alpana,
endalausar háar brýr. Mjög ógnvekj-
andi.
Hvaða lifandi persónu dáist þú mest
að og af hverju? Ég dáist mest að börn-
unum mínum. Þau eru bara svo enda-
laust sæt.
Hvað er dýrasti hlutur sem þú hefur
nokkurn tímann keypt þér? Íbúðin
mín.
Hvar myndir þú helst vilja búa? Bara
þar sem ég bý eða einhvers staðar í
Evrópu. París, Berlín. Kannski New
York. Bara alls staðar sem ég gæti haft
efni á að lifa sómasamlegu lífi.
Ef þú hefðir ofurafl, hvert myndi
þitt vera? Gubba peningum. Þá gæti
ég gert allt.
Hvað gerir þig þunglynda? Að geta
ekki gert allt í heiminum sem ég vil,
þegar ég vil.
Hvað er ljótasti ávaninn sem þú
hefur? Að reykja.
Hvað er uppáhalds orðið þitt?
Þessi er erfið. Hmmm. Ég segi
„hérna“ svona 2000 sinnum á dag og
„mjög“ mjög oft.
Ef þú færir á grímuball, í hverju
myndir þú helst fara? Það veit ég ekk-
ert! Það einhver svona ákvörðun sem
kemur bara þegar grímuballið kemur
upp. Kannski bara með sólgleraugu.
Þegar ég var lítil var ég alltaf prins-
essa sem þurfti að neyða úr gallan-
um eftir svona þrjá daga þegar hann
var orðinn útataður í kakómalti og ég
svaf í fötunum af hræðslu við að þau
myndu lenda í þvottavélinni.
Köttur eða hundur? Sem ég myndi fá
mér ef ég gubbaði peningum? Þá fengi
ég mér hund en eins og stendur er kött-
ur algjör snilld. Þeir passa sig sjálfir
og taka ekkert pláss og eru skemmti-
legir líka. Kannski ég fái mér einhvern
tíma bara bæði kött og hund.
Hvað er neyðarlegasta tómstunda-
gamanið þitt? Ég skammast mín held
ég ekki fyrir eitthvað sem mér finnst
skemmtilegt. Ég spila til dæmis ekki
golf. En mér finnst gaman að hlusta
á texta í ömurlegum lögum. Ég er
sökker fyrir sumu ömurlegu sjón-
varpsefni eins og glötuðum raunveru-
leikaþáttum, En ég hef verið blessun-
arlega laus við sjónvarp síðustu mán-
uði svo kannski er mér borgið.
Hefurðu einhvern tímann sagt ein-
hverjum að þú elskir þá en ekki mein-
að það? Nei, en tilfinningar mínar hafa
breyst samt með tímanum. Einu sinni
elskaði ég til dæmis Wham. Þeir eiga
mjög góða texta.
Hverjum þremur myndir þú bjóða
í draumadinner? Ég myndi velja fólk
sem kynni að meta það svo ég myndi
segja Nico manninum mínum og Jöru
og Sigrúnu vinkonum mínum.
Hvert er ömurlegasta starf sem þú
hefur nokkurn tímann unnið við? Ég
held að snyrtivöruverslun eigi verst
við mig af öllu sem ég hef annars tekið
mér fyrir hendur.
Er einhver sem þú skuldar afsök-
unarbeiðni fyrir eitthvað? Já, eflaust.
Það er nú erfitt að komast í gegnum
lífið án þess, án þess að ég ætli að fara
að útlista einhverjum leiðindum hér.
En fyrirgefðu. Hver sem þú ert. Ég
hef svo lítið leiðindaþol að ég tek mjög
nærri mér ef einhver er leiður eða
reiður út í mig út af einhverju.
Ef þú ættir tímavel, hvert myndir þú
helst vilja fara? Fram í tímann bara að
kíkja og svo eftir það örugglega aftur í
tímann ef ég gæti troðið öllum sem ég
þekki og þykir vænt um inn líka.
Hvað er mesta afrek þitt? Að vera
þriggja barna móðir. Margt annað líka
en þetta stendur upp úr sem krafta-
verkið mitt.
Hvernig viltu að fólk minnist þín?
„Töff, yndisleg, góð, falleg, skemmti-
leg, fyndin“. Nei. Kannski bara eins og
ég er, með smá móðu yfir.
Hvað heldur fyrir þér vöku? Það er
fátt. Ef ég er þreytt þá sofna ég yfir-
leitt hvar sem ég er.
Hvaða lag finnst þér að ætti að spila
við jarðarförina þína? Það er ekki bara
eitt lag! Það verða að vera tónleikar!
Opnunarlagið yrði náttúrlega Bíbí og
Blaka. Svo bara allt það sorglegasta sem
ég get tínt til. Það má ekki vera þurrt
auga á svæðinu. Carpenters með eitt-
hvað, kannski „I Say Goodbye to Love“.
(með gítarsólóunum). Jimmy Rodgers
með eitthvert jóðlæði, „My Rough and
Rowdy Ways“. Og Jim Reeves með The
Blizzard. Alvarlegu „Farðu nú að gráta
lögunum“ verð ég að fá meiri tíma til að
pæla í. Ég vona ég fái hann nú. Eitthvað
gott með Bob Dylan. Og svo bara eitt-
hvað gott kvikmyndaskor yfir allt svo
allir gráti nú og þetta verði dramatískt
og fallegt.
Vildi að ég gæti gubbað peningum
Okkur
tókst að
lokum að
skilja að
Ítalinn var
að spyrja
hvort við
ætluðum
að mixa.
Við spurð-
um þá
hvort hann
vildi ekki
mixa. Þá
sagði hann
að hann
gæti það
ómögulega
því hann
þurfti
að baka
pizzur.
Bassaleikarinn og hljóð-
maðurinn Bíbí
Ásgeirsdóttir var að koma
úr hljómleikaferð um
Evrópu með rokksveitinni
Singapore Sling. Frétta-
blaðið tók hana í þriðju
gráðu yfirheyrslu.