Fréttablaðið - 29.06.2007, Síða 34

Fréttablaðið - 29.06.2007, Síða 34
BLS. 6 | sirkus | 29. JÚNÍ 2007 É g er algjört kjólafrík miðað við það að ég er fótboltastelpa. Ef ég vil fara í eitthvað fínna fer ég alltaf í kjól,“ segir Greta Mjöll Samú- elsdóttir, landsliðskona í fótbolta. „Ætli ég noti ekki kjólana til að fela fótboltalærin. Kjólarnir eru líka þægi- legir, þá þarf ég ekki að sitja eins og einhver pía heldur get bara verið eins og ég vil.“ Greta Mjöll segist aðallega klæðast þægilegum fötum. Í vinnunni er hún oftast í íþróttagalla en hún stjórnar ævintýranámskeiði Breiðabliks. „Ég fer líka oft í minna fína kjóla og legg- ings við eða í boli og leggings við. Ég klæðist líka stundum gallabuxum eða taufötum, eða bara einhverjum þægi- legum heimabuxum,“ segir knatt- spyrnukonan. „Annars er ég mikið litafrík og mér finnst eitthvað vanta ef ég er bara í svörtu. Þess vegna lendi ég í vandræðum ef ég þarf að fara í jarð- arför.“ Greta Mjöll segist sjaldan kaupa föt á Íslandi og er að eigin sögn ekki merkjafrík. „Það skiptir ekki máli hvað flíkurnar heita, ég kaupi bara það sem mér finnst flott. Ég reyni að kaupa mikið í útlöndum og finnst það voða gaman og miklu ódýrara. Þá er líka ólíklegt að fleiri eigi sömu flík.“ Greta Mjöll segir að landsliðskon- urnar í knattspyrnu reyni að komast í búðir á keppnisferðalögum en dag- skráin sé oft þéttskipuð hjá þeim. „Við fáum oft að fara í búðir en það fer samt eftir þeim löndum sem við erum í. Stundum förum við frekar og skoð- um spennandi staði. En þótt dagskrá- in sé þéttskipuð er það voða vel þegið af stelpunum að fá að fara í búðir og eyða dagpeningunum,“ segir Greta Mjöll og hlær. GRETA MJÖLL SAMÚELSDÓTTIR VILL HELST KLÆÐAST EINHVERJU ÞÆGILEGU LITRÍKT KJÓLAFRÍK GLÆSILEGUR KJÓLL Fínasta kjólinn sinn keypti Greta Mjöll á 1.500 kall í Oasis. „Kjólinn er með hlýrum svo ég nota hann miklu sjaldnar en önnur föt – aðallega ef ég fer á árshátíðir eða þess háttar,“ segir Greta Mjöll. „Kjólinn gerir voða mikið fyrir mig. Hann býr til mitti sem ég hef ekki mikið af.“ ÍSLENSK HÖNNUN Bleika kjólinn keypti Greta Mjöll í Uniform fyrir útskrift sína frá MK. Kjólinn er í miklu uppáhaldi hjá henni. „Þetta er ekki hefðbundinn kjóll en ég er voða ánægð með hann. Hann er í miklu uppáhaldi hjá mér og ég held að það hafi bara verið gerðir fjórir svona kjólar.“ BLÁR OG VÍÐUR Bláa kjólinn keypti Greta Mjöll í Top Shop í Danmörku. Greta Mjöll segir kjólinn vera mjög þægilegan og að hann leggist ekki of mjög upp að líkamanum. „Blár er líka uppáhalds- liturinn minn,“ segir Greta Mjöll. LITADÝRÐ Greta Mjöll kaupir litrík föt. Hér er hún í Diesel- gallabuxum sem hún heldur mikið upp á og bol sem hún keypti í Mango. BLÓMARÓS Blómakjólinn fékk Greta Mjöll í útskriftargjöf frá systur sinni og kærastanum hennar. Blóma- kjóllinn er litríkur og flottur.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.