Fréttablaðið


Fréttablaðið - 29.06.2007, Qupperneq 34

Fréttablaðið - 29.06.2007, Qupperneq 34
BLS. 6 | sirkus | 29. JÚNÍ 2007 É g er algjört kjólafrík miðað við það að ég er fótboltastelpa. Ef ég vil fara í eitthvað fínna fer ég alltaf í kjól,“ segir Greta Mjöll Samú- elsdóttir, landsliðskona í fótbolta. „Ætli ég noti ekki kjólana til að fela fótboltalærin. Kjólarnir eru líka þægi- legir, þá þarf ég ekki að sitja eins og einhver pía heldur get bara verið eins og ég vil.“ Greta Mjöll segist aðallega klæðast þægilegum fötum. Í vinnunni er hún oftast í íþróttagalla en hún stjórnar ævintýranámskeiði Breiðabliks. „Ég fer líka oft í minna fína kjóla og legg- ings við eða í boli og leggings við. Ég klæðist líka stundum gallabuxum eða taufötum, eða bara einhverjum þægi- legum heimabuxum,“ segir knatt- spyrnukonan. „Annars er ég mikið litafrík og mér finnst eitthvað vanta ef ég er bara í svörtu. Þess vegna lendi ég í vandræðum ef ég þarf að fara í jarð- arför.“ Greta Mjöll segist sjaldan kaupa föt á Íslandi og er að eigin sögn ekki merkjafrík. „Það skiptir ekki máli hvað flíkurnar heita, ég kaupi bara það sem mér finnst flott. Ég reyni að kaupa mikið í útlöndum og finnst það voða gaman og miklu ódýrara. Þá er líka ólíklegt að fleiri eigi sömu flík.“ Greta Mjöll segir að landsliðskon- urnar í knattspyrnu reyni að komast í búðir á keppnisferðalögum en dag- skráin sé oft þéttskipuð hjá þeim. „Við fáum oft að fara í búðir en það fer samt eftir þeim löndum sem við erum í. Stundum förum við frekar og skoð- um spennandi staði. En þótt dagskrá- in sé þéttskipuð er það voða vel þegið af stelpunum að fá að fara í búðir og eyða dagpeningunum,“ segir Greta Mjöll og hlær. GRETA MJÖLL SAMÚELSDÓTTIR VILL HELST KLÆÐAST EINHVERJU ÞÆGILEGU LITRÍKT KJÓLAFRÍK GLÆSILEGUR KJÓLL Fínasta kjólinn sinn keypti Greta Mjöll á 1.500 kall í Oasis. „Kjólinn er með hlýrum svo ég nota hann miklu sjaldnar en önnur föt – aðallega ef ég fer á árshátíðir eða þess háttar,“ segir Greta Mjöll. „Kjólinn gerir voða mikið fyrir mig. Hann býr til mitti sem ég hef ekki mikið af.“ ÍSLENSK HÖNNUN Bleika kjólinn keypti Greta Mjöll í Uniform fyrir útskrift sína frá MK. Kjólinn er í miklu uppáhaldi hjá henni. „Þetta er ekki hefðbundinn kjóll en ég er voða ánægð með hann. Hann er í miklu uppáhaldi hjá mér og ég held að það hafi bara verið gerðir fjórir svona kjólar.“ BLÁR OG VÍÐUR Bláa kjólinn keypti Greta Mjöll í Top Shop í Danmörku. Greta Mjöll segir kjólinn vera mjög þægilegan og að hann leggist ekki of mjög upp að líkamanum. „Blár er líka uppáhalds- liturinn minn,“ segir Greta Mjöll. LITADÝRÐ Greta Mjöll kaupir litrík föt. Hér er hún í Diesel- gallabuxum sem hún heldur mikið upp á og bol sem hún keypti í Mango. BLÓMARÓS Blómakjólinn fékk Greta Mjöll í útskriftargjöf frá systur sinni og kærastanum hennar. Blóma- kjóllinn er litríkur og flottur.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.