Fréttablaðið - 13.07.2007, Blaðsíða 4
Taktu þátt og safnaðu
stimplum hjá Olís.
Glæsilegir vinningar í boði!
Við höldum með þér!
Tveir menn, Rúnar Þór
Róbertsson og Jónas Árni Lúð-
víksson, voru í gær sýknaðir af
ákæru um að hafa staðið að inn-
flutningi á 3,8 kílóum af kókaíni
hingað til lands í nóvember í
fyrra. Það er mesta magn kókaíns
sem lagt hefur verið hald á í einu.
Rúnar var ákærður fyrir að
hafa skipulagt innflutning efnis-
ins og afgreiða úr tolli bílinn sem
það var falið í. Jónas var ákærður
fyrir að fjarlægja pakkningar
með gerviefni, sem lögreglan kom
fyrir í stað kókaínsins, úr bílnum.
Farið var fram á sjö til átta ára
fangelsi yfir Rúnari og þriggja til
fjögurra ára fangelsi yfir Jónasi.
Báðir neituðu sök.
Fram kemur í dómnum að fram-
burður Rúnars og Jónasar hafi
verið stöðugur og þeim hafi borið
saman um flest. „Við fyrstu sýn
kann framburður þeirra að virðast
ótrúverðugur og reyfarakenndur á
köflum. Það er mat dómsins að svo
sé ekki,“ segir í dómnum. Þá segir
að ekkert hafi komið fram við hús-
leitir, skoðun á hljóðupptökum eða
aðra hluta rannsóknar sem „leiða
til þess að við sönnunarmat eigi að
hafna framburði ákærðu. Við
blasir að ekki hefur tekist að
upplýsa málið [...]“
Til grundvallar sýknunni yfir
Jónasi er frétt sem birtist í DV
um fíkniefnafundinn á meðan bíll-
inn hafði enn ekki verið sóttur. Í
fréttinni kom fram að lögreglan
hefði skipt efnunum út fyrir
gerviefni. Jónas bar við að hann
hefði séð fréttina og því vitað að
ekki væru fíkniefni í bílnum.
Ónefndur maður, sem bæði Rúnar
og Jónas sögðust þekkja en þorðu
ekki að segja til vegna ótta um
hefndaraðgerðir, hefði beðið hann
að fjarlægja gerviefnin og henda
þeim, og vísað í fréttina til að full-
vissa Jónas um að einungis gervi-
efni væru í bílnum.
Þá gagnrýnir dómurinn rann-
sókn lögreglu fyrir það að efni
sem sett var á pakkann til að hægt
væri að greina hverjir handléku
hann hafi ekki verið sett á eins og
bar að gera, og því hafi ekki verið
útilokað að Rúnar hafi fengið það
á sig öðruvísi en með beinni snert-
ingu við pakkann. Hann sagðist
aldrei hafa snert hann en hafa
hins vegar snert verkfæri á
staðnum. Fram kemur í dómnum
að lögregla kannaði ekki hvort
slíkt efni fyndist á verkfærunum.
Þetta er þó ekki talið hafa áhrif á
niðurstöðuna.
Málskostnaður, um þrjár millj-
ónir, féll á ríkissjóð. Ragnheiður
Harðardóttir vararíkissaksóknari
segir að ekki hafi verið tekin
ákvörðun um hvort dómnum verði
áfrýjað.
Enginn dæmdur fyrir stærsta
kókaínsmygl Íslandssögunnar
Tveir sýknaðir af stærsta einstaka kókaínsmygli sem upp hefur komið á íslandi. Frétt úr DV hafði áhrif á dóm-
inn yfir öðrum þeirra. Gallar sagðir á rannsókn lögreglu. Lögmaður ósáttur við langa gæsluvarðhaldsvist.
Rekstur heimilis fyrir
átta heimilislausa karla á
Njálsgötu 74 var samþykktur
samhljóða í borgarráði í gær.
Starfsemin á að hefjast í síðasta
lagi 1. október. Áskorun íbúa í
nágrenni heimilisins til borgar-
stjóra um að falla frá rekstrin-
um á þessum stað var lögð fram
á fundinum.
Eins og komið hefur fram eru
margir íbúar og húseigendur í
nágrenninu afar andvígir
starfseminni og hafa boðað að
þeir kunni að krefjast lögbanns
á grunni álits lögmanns þeirra,
sem telur borgina ekki hafa
fylgt lögum í málinu. Lögmenn
borgarinnar segja á hinn bóginn
að borgin hafi borið sig rétt að.
Umdeilt heimili
á Njálsgötuna
Vinnustaðavöktun
er yfirleitt með vitund starfs-
manna íslenskra fyrirtækja. Sam-
þykki starfsmanna vantar þó oft
fyrir því að eftirlitsmyndavélar
séu settar upp innan fyrirtækis-
ins. Stéttarfélög í nágrannalönd-
unum taka mið af vöktun við gerð
kjarasamninga en sú leið hefur
ekki verið farin hér á landi.
„Mér finnst íslensk stéttarfélög
tala lítið um þessi mál en það
hlýtur að vera tímaspursmál hve-
nær sú umræða hefst. Það fylgir
því mikið álag að vinna undir
stöðugu eftirliti“, segir Sigrún
Jóhannesdóttir, forstjóri Persónu-
verndar.
Magnús Norðdahl, deildarstjóri
hjá ASÍ, segir mörg mál hafa
komið upp þar sem kvartað sé
undan eftirliti. Þau hafi verið leyst
farsællega. Ennþá hefur ekki
verið gert ráð fyrir því að taka til-
lit til vöktunar á vinnustað við
gerð kjarasamninga.
Mörg fyrirtæki hér á landi hafa
sett upp eftirlitsmyndavélar á síð-
ustu árum. Vefverslunin Direct.is
og Eico bjóða eftirlitsmyndavélar
til sölu. Sú ódýrasta hjá Eico kost-
ar tæpar þrettán þúsund krónur.
Sú vél er þráðlaus og tengist í
sjónvarp. Fullkomnar þráðlausar
vélar gera eigandanum kleift að
taka upp skýrar myndir í 300
metra fjarlægð. Fjölmargir ein-
staklingar hafa einnig sett upp
eftirlitsvélar. Persónuvernd telur
enga ástæðu til að slíkt sé tilkynnt
líkt og á við um fyrirtæki sam-
kvæmt lögum.
Oft kvartað yfir eftirlitsvélum
Fáfnisliðarnir tveir, sem
gengu í skrokk á félaga sínum með
skiptilykli, járnstöng og öðrum
bareflum í síðustu viku þegar
hann hugðist ganga úr vélhjóla-
klúbbnum, munu ganga lausir um
sinn. Hæstiréttur staðfesti í gær
úrskurð Héraðsdóms frá því á
mánudag um að hafna kröfu
lögreglunnar um gæsluvarðhalds-
vist mannanna fram í september.
Tíu manns voru handteknir í
fjölmennu áhlaupi lögreglunnar á
félagsheimili klúbbins við
Hverfisgötu. Mennirnir tveir
veittu mótspyrnu við handtöku,
og reyndust eftir yfirheyrslur
einu sökudólgarnir í málinu.
Fáfnisliðarnir
lausir að sinni