Fréttablaðið - 13.07.2007, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 13.07.2007, Blaðsíða 18
[Hlutabréf] Hagnaður fyrirtækja jókst milli áranna 2004 og 2005 samkvæmt nýjum tölum Hagstofu Íslands. Bætt afkoma er að nokkru rakin til styrkingar á gengi krónunnar. Þegar litið er til rekstrarhagn- aðar fyrirtækja sem voru í rekstri bæði árin, sýnir paraður saman- burður að hagnaður hafi numið 14,1 prósenti af tekjum árið 2005, en 10,9 prósentum árið áður. „Hagnaður af reglulegri starfsemi þessara fyrirtækja var 14,4 pró- sent af tekjum árið 2005 og 11,3 prósent árið 2004,“ segir í nýút- komnum Hagtíðindum. „Þegar litið er á afkomu allra fyrirtækja í gagnasafninu 27.629 árið 2005 og 29.352 árið 2004, er hún hlutfalls- lega mjög svipuð og afkoma þeirra sem voru í pöruðum samanburði,“ segir Hagstofan. Fram kemur í ritinu að á árinu 2005 hafi gengi krónunnar styrkst um 7,2 prósent, sem sé svipað og árið áður þegar gengið styrktist um 8,4 prósent. „Þrátt fyrir að gengi íslensku krónunnar gagn- vart erlendum myntum hafi hækk- að jukust fjármagnsgjöld að frá- dregnum fjáreignatekjum 22.720 fyrirtækja, annarra en orku-, fjár- mála- og tryggingafyrirtækja um 14,1 milljarð króna árið 2005. Rekstrarhagnaður sömu fyrir- tækja var 16,5 milljörðum króna meiri árið 2005 en árið 2004,“ segir Hagstofan. Í yfirliti Hagstofunnar eru fyr- irtæki í öllum atvinnurekstri, að meðtöldum flestum fyrirtækja- rekstri hins opinbera. Starfsemi lífeyrissjóða er hins vegar undan- skilin. Gengisþróun ýtti undir hagnað Rekstrarhagnaður fyrirtækja jókst milli áranna 2004 og 2005 samkvæmt nýút- kominni skýrslu Hagstofu Íslands. Í yfirlitinu eru fyrirtæki í öllum atvinnurekstri. Magnús Kristinsson og Kresten Krogsgard-Jensen skrifuðu í gær undir samning þess efnis að M. Kristinsson Danmark A/S, félag Magnúsar, keypti 80 prósenta hlut í danska fyrirtækinu Krogs- gaard-Jensen. Magnús er eigandi Toyota á Íslandi og Krogsgaard- Jensen stærsti söluaðili Toyota í Danmörku. Kaupverð fyrirtækisins er sagt trúnaðarmál, en Straumur Dan- mark hafði milligöngu um við- skiptin og Landsbanki Íslands sá um fjármögnun. Fram kemur í tilkynningu að Krogsgaard hafi í fyrra selt um 1.560 nýja bíla, eða átta prósent af nýskráðum Toyota-bifreiðum í Danmörku. Til samanburðar seldi Toyota á Íslandi 5.285 nýja bíla á síðasta ári. Hér er fjórði hver nýr bíll Toyota og segir Magnús hollt að setja markið hátt og stefna á viðlíka árangur ytra. Hann segir þó ólíku saman að jafna í samkeppni þar því 30 fyrirtæki selji Toyota-bíla á um 70 sölustððvum. Nokkuð er einnig í land í vin- sældum Toyota í Danmörku því þar er tíundi hver nýr bíll þeirrar tegundar. „En við sjáum hér mörg spennandi tækifæri til að nýta þekkingu og reynslu sem til hefur orðið hjá Toyota á Íslandi,“ segir Magnús. Krogsgaard-Jensen er rótgróið fjölskyldufyrirtæki sem hefur selt Dönum bíla í þrjár kynslóðir. Það státar af fimm útsölustöðum og þjónustustöðvum á Kaup- mannahafnarsvæðinu og er þar af leiðandi stærst og umsvifa- mest af þeim fyrirtækjum sem selja Toyota-bifreiðar í Dan- mörku. Velta Krogsgaard nam um 5 milljörðum íslenskra króna í fyrra og eru starfsmenn sagðir vera um 130 talsins. Magnús segir mikið gleðiefni að hafa lokið kaupunum, en samn- ingsferlið hafi verið bæði langt og strangt, enda töluverðar til- finningar í spilunum þegar gróin fjölskyldufyrirtæki eru seld. „Menn þurfa tíma til að átta sig á hlutunum við slíkar aðstæður,“ segir hann og kveðst til að mynda hafa frestað fundum með stjórn- endum þangað til í næstu viku. Með í kaupunum á 80 prósenta hlutnum í danska fyrirtækinu fylgja sýningarsalir, verkstæði og lagerar. Þá eignast fyrirtæki Magnúsar 100 prósent í fast- eignafélagi KKJ Ejendommen, og fasteignum sem eru í eigu Krogsgaard Holding. Helstu stjórnendur Krogsgaard eru sagðir munu starfa áfram hjá fyrirtækinu. Kaupir stærstu Toyotasölu Dana Magnús Kristinsson hefur keypt á fjölskyldufyrir- tækið Krogsgaard-Jensen, stærsta söluaðila Toyota í Danmörku. Gengið var frá sölunni í gær. Bakkavör hefur fest kaup á 51 pró- sents hlut í tékkneska matvælafyr- irtækinu Heli Food Fresh. Í kaup- samningnum felst jafnframt skuldbinding um að kaupa eftir- standandi hluti í fyrirtækinu í apríl árið 2010. Ágúst Guðmundsson, forstjóri Bakkavarar, segir kaupin á Heli Food Fresh lið í að styrkja stöðu fyrirtækisins á meginlandi Evrópu, „Markaðurinn fyrir tilbúna rétti hefur vaxið hratt í Austur-Evrópu og þessi kaup gefa okkur tækifæri til að styðja við útrás viðskiptavina okkar á þessu markaðssvæði.“ Heli Food Fresh framleiðir til- búna rétti, súpur og sósur fyrir austurevrópskan markað. Velta fyr- irtækisins nemur tæplega 300 millj- ónum íslenskra króna á ári. Kaupverð er trúnaðarmál að því er fram kemur í yfirlýsingu frá Bakkavör. Þó er tekið fram að kaupin muni hafa óveruleg áhrif á afkomu félagsins. Helstu viðskiptavinir Heli Food Fresh eru evrópskir stórmarkaðir. Höfuðstöðvar fyrirtækisins eru í nágrenni Prag og hjá því starfa 76 manns. Bakkavör til Tékklands Ársvelta Heli Food Fresh nemur tæpum 300 milljónum. Ástralska námufyrirtækið Rio Tinto hefur gert formlegt kauptilboð í kanadíska álfyrir- tækið Alcan, sem á álverið í Straumsvík, sem miðar við 101 Bandaríkjadal á hlut. Stjórn Alcan mælir með tilboðinu. Samkvæmt tilboðinu myndi Rio Tinto greiða fyrir Alcan sem nemur 38,1 milljarði Bandaríkja- dala, eða tæplega 2.300 milljörð- um króna. Tilboðið er yfir þriðjungi hærra en fjandsamlegt yfirtökutilboð sem álfyrirtækið Alcoa lagði fram fyrr á árinu. Tilboð Rio Tinto er því háð að náist stuðningur 67,7 prósenta hluthafa Alcan. Rio Tinto kaupir Alcan Peningaskápurinn...
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.