Fréttablaðið - 13.07.2007, Blaðsíða 62
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
„Ég hlusta töluvert á Útvarp
Sögu og Gullbylgjuna, og þá
helst á morgnana. Síðdegis
skipti ég svo oft yfir á Bylgjuna
og hlusta á Þorgeir og þá.“
Kristján Kristjánsson, upplýs-
ingafulltrúi FL Group og fyrrver-
andi sjónvarpsmaður, brá sér í
hlutverk vallarþular þegar
Þróttur og Keflavík mættust í
VISA-bikarnum á Valbjarnarvelli
í fyrradag og þótti standa sig með
afbrigðum vel. Kristján tók sig
afar vel út með þráðlausan
míkrófón og valsaði um
vallarsvæðið á meðan hann kynnti
liðin til leiks og gerði áhorfendum
grein fyrir markaskorurum og
skiptingum leikmanna.
„Þetta er ógurlega mikil græja
og það er náttúrlega alveg eðal að
vera með þetta þráðlaust,“ segir
Kristján, sem var þó ekki að
kynnast vallarþularhlutverkinu í
fyrsta sinn því hann var aðalþulur
Þróttar þegar liðið var síðast í
efstu deild, sumarið 2005. Þá lék
liðið heimaleikina á Laugardals-
vellinum og segir Kristján það
greinilegt að miklar tæknifram-
farir hafi orðið á tæknibúnaði
vallarþula. „Á Laugardalsvellin-
um var maður lokaður inn í ein-
hverri kompu með forláta hljóð-
nema. Nú er þetta allt annað,“
segir Kristján og bætir við að
hann sé vissulega tilbúinn að taka
að sér hlutverkið síðar í sumar, ef
þörf er á.
Ásmundur Helgason er
venjulega í hlutverki vallarþular
hjá Þrótti en vegna forfalla hans
hljóp Kristján í skarðið á mið-
vikudag. Kristján, sem hefur alla
tíð verið mikill fótboltaáhuga-
maður, varð Þróttari í gegnum
börnin sín og situr nú í stjórn
knattspyrnudeildar félagsins.
Kristján stóð sig vel sem vallarþulur
Einar Ágúst Víðisson er staddur í
Lundgaard-stúdíóinu á Jótlandi
þessa vikuna þar sem hann er við
upptökur á fyrstu sólóplötunni
sinni ásamt hljóðfæraleikurunum
úr X-factor. Einar reiknar með að
platan verði komin í verslanir í
október. Lítið sást til Einars um
nokkurra ára skeið þar til hann
steig á svið með gömlu félögum
sínum í Skítamóral í lok október á
Nasa. Frá áramótum hefur hann
spilað og sungið víða ásamt félaga
sínum, Júlíusi Jóhannssyni, sem er
með honum í Danmörku.
„Við byrjuðum upptökur á
mánudagsmorguninn og reynum
að spila þetta svolítið „live“,“ segir
Einar Ágúst, sem er með góðan
hóp tónlistarmanna með sér í
stúdíóinu. Hann segir plötuna
verða með ellefu lögum sem
nokkur eru eftir hann sjálfan. „Svo
eru þrjú erlend lög með íslenskum
textum og endurgerð af einu
Sálarlagi, auk þeirra tveggja sem
Vignir Snær lagði til,“ segir Einar
og bætir við: „Ég myndi segja að
þetta væri lífræn tónlist þar sem
kassagítarinn kemur mikið við
sögu og við reynum að hafa lifandi
hljóm á þessu. Ég er að byrja að
finna þá stefnu sem mig hefur
alltaf langað til að hafa tónlistina
mína í enda eru sum laganna minna
nokkurra ára gömul og hafa beðið
eftir því að þetta verkefni yrði að
veruleika.“
Einar Ágúst segir Júlíus, félaga
sinn, hafa lagt það til að farið yrði í
gerð plötunnar, sem fyrst var
hugsuð sem „coverplata“. „Síðan
þróaðist þetta þegar vinir mínir
buðust til að hjálpa mér að komast
á lappirnar aftur,“ segir Einar
Ágúst sem er á góðu róli í dag.
Einar Ágúst í stúdíói í Danmörku
„Ég hef það alveg
frábært. Og dafna
eins og blómi í
eggi,“ segir hin
44 ára gamla
fegurðar-
drottning Unnur
Steinsson, sem
er ólétt að sínu
fjórða barni.
Unnur, sem
er komin
rúmlega
fimm
mánuði á leið, segir að fyrstu
mánuðirnir hafi verið erfiðir en
síðan hafi þetta verið eintóm
sæla.
Unnur og maður hennar,
Ásgeir Ásgeirsson, eiga von á
barninu í lok október og ríkir
mikil spenna og gleði á heimil-
inu. „Það brosa allir út að eyrum
enda ekki annað hægt þegar
svona óvæntur gestur kemur í
heimsókn,“ segir Unnur, en
fimmtán ár eru síðan hún var í
þessum sporum síðast.
Hún veit kyn barnsins en segir
hlæjandi að óþarfi sé að upplýsa
það fyrir alþjóð að svo stöddu.
Þau hjónin eiga hvort um sig
þrjú börn fyrir. Unnur á alheims-
fegurðardrottninguna Unni
Birnu, sem er 23 ára, Steinar 21
árs og Vilhjálm 15 ára. Ásgeir á
þrjár stelpur; Brynju 14 ára,
Hörpu 17 ára og Rakel 23 ára.
Börnin verða því sjö í lok október
en Unnur kvíðir því ekki. „Er
ekki sjö happatala?“ spyr hún
hlæjandi að lokum.
Auglýsingasími
– Mest lesið