Fréttablaðið - 13.07.2007, Blaðsíða 45
Ekki er um það deilt að núverandi stjórn fiskveiða hefur alls ekki
gengið eins og til var ætlast. Þegar
kvótakerfinu var hleypt af stokkun-
um var ætlunin að byggja upp þorsk-
stofninn á örfáum árum til þess að fá
400 til 500 þúsund tonna jafnstöðuafla
en á næsta fiskveiðiári er boðað að aflinn verði
130 þúsund tonn eins og kunnugt er.
Ágreiningurinn snýst fyrst og fremst um
það hvers vegna ekki hefur gengið sem skyldi
þrátt fyrir að þjóðin hafi fært miklar fórnir í
formi minni afla, minni verðmæta og mikillar
byggðaröskunar. Sjávarútvegsráðherra Sjálf-
stæðisflokksins og þeir sérfræðingar sem ráða
för halda því fram að ástæðan fyrir árangurs-
leysinu sé að fyrirrennarar Einars
Kristins Guðfinnssonar og samflokks-
menn hafi ekki farið að ráðgjöf Hafró.
Þessar fullyrðingar eru endurteknar í
sífellu þótt enginn hafi mótmælt þeirri
staðreynd að stjórnvöld hafa á síðustu
10 árum farið 94,5% að ráðgjöfinni,
sem er innan skekkjumarka.
Það sem er átakanlegt við stöðu
mála er að veigamikil líffræðileg rök
styðja að grundvöllur núverandi stýr-
ingar sé veikur og standist ekki gagnrýna skoð-
un. Helsta haldreipi og rökstuðningur stjórn-
málamanna, s.s. líffræðingsins Össurar
Skarphéðinssonar, fyrir því að fylgja eigi ráð-
gjöf Hafró er ný skýrsla Hagfræðistofnunar
um aflareglu fyrir þorskinn.
Hvað yrði sagt ef helstu líffræðileg rök fyrir
nýtingu annarra villtra dýrastofna, s.s. rjúp-
unnar og gæsarinnar, væru skýrslur Hagfræði-
stofnunar? Íslensk stjórnvöld hafa ekki lagt
eina krónu í að ganga úr skugga um hvort gagn-
rýnin á núverandi stjórnun sé rétt og hvort
þær kenningar og aðferðir sem unnið hefur
verið með í tvo áratugi án árangurs séu ekki
vænlegar til árangurs.
Ef allt væri með felldu myndu bæði sjávar-
útvegsráðherra Einar Kristinn Guðfinnsson og
ráðherra byggðamála Össur Skarphéðinsson
reyna eftir öllum leiðum að komast hjá því að
ganga svo hart gegn sjómönnum og sjávar-
byggðum landsins. Þau rök sem heyrst hafa að
þjóðin sé núna í færum til að standa af sér erfið-
leikatímabil eru haldlaus gagnvart þeim
einstaklingum sem hafa lagt mikið undir til að
hafa lífsviðurværi sitt af sjósókn.
Það er engu líkara en að kerfið og stjórnvöld
séu í ákveðinni sjálfheldu og vilji alls ekki leit-
ast við að komast út úr þeim ógöngum sem
stjórn fiskveiða er komin í en með því væru
sérfræðingar og stjórnmálamenn að einhverju
marki að viðurkenna að fórnir liðinna ára hefðu
verið færðar til einskis. Sérfræðingar og
stjórnmálamenn þyrftu að kyngja því að hafa
haft rangt fyrir sér en gætu þá vonandi huggað
sig við að hafa unnið eftir bestu samvisku.
Ég geri þá siðferðilegu kröfu til sjávar-
útvegs- og byggðamálaráðherra að ganga úr
skugga um að mögulegt sé að fara vægari leið-
ir en að beita þeim harkalega niðurskurði sem
ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar
hafa boðað gegn sjávarbyggðum landsins.
Hingað til hefur veigamiklum rökum verið
svarað með þögn og þumbarahætti, og ekki
einni krónu hefur verið varið til rannsókna
sem gætu leitt í ljós að þær kenningar sem
unnið hefur verið með væru byggðar á sandi.
Höfundur er líffræðingur og fyrrverandi
alþingismaður.
Réttlæting á mistökum
Ögurhvarfi 2, Kópavogi
Sími 587 4430. Opið virka daga 8-18, laugardaga 10-15
Höfum opnað áttundu verslun Flügger lita á Íslandi.
Sérhæfðar verslanir með málningu og málningarvörur fyrir
fagmenn og neytendur.
www.flugger.is
108092
Opnunartilboð
1.990,-
3 lítra dós
Flügger 97 – rétta viðarvörnin
Opnunartilboð
1.990,-
3 lítra dós
Flügger tréolía – á sólpallinn
Við opnum nýja búð