Fréttablaðið - 13.07.2007, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 13.07.2007, Blaðsíða 46
Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 550 5000. Húnavaka verður haldin á Blöndu- ósi í annað sinn um helgina. Tónlistar- maðurinn Einar Örn Jónsson er einn þeirra sem stendur á bakvið hátíðina og segir engu verða til sparað svo hún fari sem best fram. „Ég veit nú ekki alveg hvar ég á að byrja en get þó lofað því að gest- ir geta átt von á því að upplifa ferska strauma úr skemmtanabransanum,“ segir Einar hress í bragði. „Við ætlum að tjalda öllu til, enda markmiðið að festa í sessi þessa hátíð, sem var hald- in í fyrsta skipti í fyrra og gera hana jafn fjölsótta og Humarhátíðina, Fiski- daginn mikla og Írska daga. Enda stát- ar hún þegar af sterkri og vandaðri dagskrá.“ Spurður um hátinda helgarinnar við- urkennir Einar að hann eigi erfitt með að gera upp á milli viðburða. „En ef ég ætti að telja upp nokkur atriði, mætti til dæmis nefna sundlaugarpartí fyrir krakkana á föstudagskvöldið, á meðan Örn Árnason leikari og Óskar Péturs- son skemmta í félagsheimilinu. Svo eru útitónleikar um kvöldið. Laugardagur hefst síðan með söng- keppninni Míkróhúninum, þar sem krakkarnir fá að spreyta sig en sigur- vegararnir úr yngri og eldri flokki fá að skemmta á stóra sviðinu. Samdæg- urs verður fjölskylduskemmtun á há- tíðarsviði og veðurspámaður bæjarins útnefndur. Hana hlýtur sá sem skilaði inn spá á fimmtudag og komst næst því að spá fyrir um veðrið á laugar- dag.“ Einar segir þó mesta eftirvæntingu vera fyrir knattspyrnuleik heima- manna, þar sem gullaldarlið bæjarins frá 1987 reimar á sig skóna að nýju og spilar á móti meistaraliðinu. „Þetta voru þekktar knattspyrnuhetjur á sínum tíma, svo verður gaman að sjá hvernig þeir spreyta sig í dag,“ bætir hann við. Fjöldi annarra listamanna kemur við sögu og vekur sérstaka athygli að hljómsveitin Í svörtum fötum er á meðal þeirra sem troða upp. Sú spurn- ing vaknar óneitanleg hvort þetta sé vísbending um að hljómsveitin sé tekin aftur til starfa, en sem kunn- ugt er lagði hún niður laupana á síð- asta ári. „Nei, ég læt það nú kyrrt liggja,“ svarar Einar, sem hefur starfað sem bassaleikari með bandinu frá upphafi og bætir hlæjandi við: „Ég náði samt að rífa bandið upp á afturlappirnar og fá strákana til að spila, þótt það sé erf- itt um þessar mundir. Við erum enn í góðri pásu, en spilum saman ef mikið liggur við.“ Einar bætir við að utan hátíðarhald- ana sé alltaf hægt að njóta einstakr- ar náttúrufegurðarinnar á Blöndu- ósi. Þar sé fallegt við ánna og ósinn, að ógleymdum holunum í Vatnsdal og Hvítserk að Vatnsnesi. Þarna sé líka sannkölluð paradís fyrir veiðimann- inn. Þannig að allir ættu að geta fund- ið eitthvað við sitt hæfi, ungir sem aldnir. Samkeppni um slagorð Reyk- hólahrepps stendur nú yfir. Á að nota slagorðið í auglýsing- um tengdum sveitarfélaginu og öðrum kynningarmálum. Tillögum skal skila á skrif- stofu hreppsins en skilafrest- ur er til 16. júlí. Tillagan sjálf skal vera í sér umslagi með dulnefni og í öðru umslagi skal vera rétt nafn og dul- nefni. Í verðlaun er sigling fyrir tvo út í Flatey og kvöld- verður á Hótel Flatey. Dómnefnd velur besta slagorðið en áskilur sér rétt að hafna öllum ef ekkert þykir hæfa. Sjá nánar á www.skessu- horn.is Keppt um slagorð Okkar ástkæra sambýliskona, dóttir, móðir, tengdamóðir og amma, Agnes M. Jónsdóttir Fífuhvammi 5, 200 Kópavogur, lést á heimili sínu 11. júlí. Útför auglýst síðar. Margrét A. Kristinsdóttir Bergþór Bergþórsson Ágústa Óskarsdóttir Jón Ólafur Bergþórsson Guðný Laxdal Helgadóttir Örnólfur Kr. Bergþórsson Kristín Birna Sævarsdóttir Agnes Björg Bergþórsdóttir Sveinjón Jóhannesson og barnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, Ingimundur Einarsson áður bóndi í Leyni, Laugardal, Fossvegi 4, Selfossi, verður jarðsunginn frá Selfosskirkju 14. júlí kl. 11 árdegis. Blóm vinsamlegast afþökkuð en þeim sem vilja minnast hins látna er bent á Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Lilja Guðmundsdóttir Guðrún Ingimundardóttir Þórir Snorrason Svanheiður Ingimundardóttir Magnús Guðjónsson Guðmundur Óli Ingimundarson Roswitha M. Hammermüller Fjóla Ingimundardóttir barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengda- faðir, afi og langafi, Guðmundur Árni Guðjónsson Sunnubraut 17, Akranesi, sem lést á Sjúkrahúsi Akraness þriðjudaginn 3. júlí, verður jarðsunginn frá Akraneskirkju mánudaginn 16. júlí kl. 14.00. Rafnhildur Katrín Árnadóttir Helga Guðmundsdóttir Kristinn Guðmundsson Guðjón Guðmundsson Jónína Guðmundsdóttir Þórir Guðmundsson tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. 90 ára afmæli Leópold J. Jóhannesson fv. veitingamaður verður 90 ára þann 16. júlí 2007. Hann og fjölskylda hans taka á móti gestum af því tilefni sunnudaginn 15. júlí, klukkan 14.00 til 17.00 á heimili hans á Hrafnistu í Reykjavík. Samferðafólk, vinir og frændfólk hjartanlega velkomið. Elskulegur eiginmaður minn og besti vinur, faðir okkar, tengdafaðir, sonur og bróðir, Óskar Stefán Óskarsson, slökkviliðsstjóri, Hvannahlíð 7, Sauðárkróki, sem lést þann 3. júlí, verður jarðsunginn frá Sauðárkrókskirkju laugardaginn 14. júlí og hefst athöfnin kl. 14.00. Olga Alexandersdóttir Guðbjörg Óskarsdóttir Gunnar Páll Ólafsson Júlíana Alda Óskarsdóttir Björn Ingi Björnsson Óskar Veturliði Grímsson Margrét Gestsdóttir Atli Már Óskarsson Steinunn Árnadóttir Gestur Pétursson Bjarney M. Hallmannsdóttir og aðrir aðstandendur. Kvikmyndin Ghost frumsýnd AFMÆLISBÖRN „Mér finnst þetta einn frum- legasti og sniðugasti sjón- varpsþáttur sem hefur sést á skjánum síðustu ár. Samtöl- in eru dásamleg. Ég sit allan tímann og hlæ og flissa til skiptis.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.