Fréttablaðið - 13.07.2007, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 13.07.2007, Blaðsíða 58
 Það er stór dagur í sögu bandarískrar knattspyrnu í dag þegar David Beckham verður formlega kynntur sem leikmaður Los Angeles Galaxy. Bandarískir fjölmiðlar hafa ekkert gefið þeim evrópsku eftir í umfjöllun um Beckham-hjónin síðustu vikur og verða þau mjög áberandi í öllum helstu fjölmiðlum Bandaríkjanna á næstunni þegar þau reyna að leggja Bandaríkin að fótum sér. Beckham-hjónin kunna betur en flestir aðrir að markaðssetja sig og er mikið lagt í að markaðssetn- ingin fyrstu vikurnar eftir komu þeirra til Bandaríkjanna sé rétt og sem mest áberandi. Til að mynda er mjög djörf myndasíða af þeim hjónum í ágústhefti tímaritsins W sem mun án efa vekja mikið umtal. Þar eru myndir af hjónunum í hinum ýmsu stellingum að kyssa hvort annað og láta vel að hvort öðru upp í rúmi. Á mánudag mun NBC-sjón- varpsstöðin síðan sýna þátt um Victoriu þar sem hún undirbýr komu fjölskyldunnar til Banda- ríkjanna. Það er til marks um að nýtt Beckham-æði sé að hefjast í Bandaríkjunum að nú þegar er búið að selja 250 þúsund LA Galaxy-treyjur með nafni Beck- hams. Um er að ræða pantanir frá aðdáendum sem höfðu ekki einu sinni hugmynd um útlit treyjunn- ar. Fólkið vill bara fá sína Galaxy- treyju með Beckham-nafninu. Þess má geta að Real Madrid seldi yfir eina milljón af Beckham- treyjum á fyrstu sex mánuðum leikmannsins hjá félaginu. Beckham sjálfur óttast að fólk muni gera of miklar væntingar til hans en hann er að ganga í raðir eins af lakari liðum deildarinnar. „Ég óttast væntingar fólks til mín. Eflaust halda sumir að við munum vinna leiki 10-0 með mig innanborðs. Ég er ekki leikmaður sem mun hlaupa framhjá tíu leikmönnum og skora,“ sagði Beckham. Koma Beckhams til Bandaríkj- anna hefur vakið álíka mikla athygli og þegar sjálfur Pelé ákvað að fara til Bandaríkjanna á sínum tíma. Pelé hefur þegar ráðlagt Englendingnum. „Ég ráðlegg David að vera á tánum því þetta verður erfitt fyrir hann því liðin í Bandaríkjunum eru mjög góð og dekka vel. Beck- ham verður að mæta tilbúinn til leiks og í góðu formi því það er ekki auðvelt að spila í Bandaríkjunum. Fótboltinn í Bandaríkjunum í dag er orðinn mjög góður,“ sagði Pelé, sem lék með New York Cosmos upp úr 1970. Þess má geta að fyrsti leikur Beckhams með Galaxy verður æfingaleikur gegn Chelsea 21. júlí. Bandarískir fjölmiðlar bíða í ofvæni eftir að Beckham-hjónin lendi í Bandaríkjunum í dag. Þau verða áberandi í fjölmiðlum næsta daga. Beckham- æði er nú þegar skollið á í Bandaríkjunum og búið að selja 250 þúsund treyjur. Margir áhorfendur á leik Þróttar og Keflavíkur á miðviku- dag biðu spenntir eftir einvígi Þróttarans Hjartar Hjartarsonar og Keflvíkingsins Guðmundar Mete. Þeir höfðu ekki mæst á knattspyrnuvellinum í eitt ár en allt varð vitlaust fyrir ári síðan er þeir mættust í leik ÍA og Keflavík- ur. Sá leikur dró dilk á eftir sér og báðir leikmenn fengu bann fyrir hegðun sína. Þeir sem ætluðu að fylgjast með einvígi þeirra félaga urðu fyrir vonbrigðum því ekkert varð af því þar sem Guðmundur er meiddur og var því ekki í leikmannahópi bikarmeistaranna. Þorsteinn Georgsson lék í vörninni í stað Guðmundar. „Hann er meiddur. Það er sama vesen og áður. Hann er slæmur í baki og það leiðir niður í lærið,“ sagði Kristján Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur, og þvertók fyrir að hafa ekki valið Guðmund til að koma í veg fyrir einhverja hugsanlega uppákomu. Það skipti Hjört engu máli þó Guðmundur spilaði ekki. „Mér er alveg sama. Ég var ekki að koma hingað til að spila við hann heldur við Keflavík,“ sagði Hjörtur. Guðmundur meiddur og gat ekki spilað Boðið verður upp á sannkallaðan draumaúrslitaleik í Copa America-keppninni á sunnudagskvöldið þegar Brasilía og Argentína mætast. Þessir fornu fjendur hafa sýnt frábær tilþrif í keppninni til þessa og má búast við rífandi stemningu í Venesúela. Argentínumenn geta unnið titilinn í fimmtánda skipti, sem yrði met, en þeim svíður enn tapið í úrslitaleiknum fyrir Brasilíu árið 2004. „Ég hef ekki gleymt hvernig þeir neru því framan í mig fram og aftur. Í dag hefur fótboltinn gefið mér tækifæri til að hefna mín. Þetta verður þó mjög erfiður leikur,“ sagði Argentínumaðurinn Carlos Tevez eftir 3-0 sigur á Mexíkó í undanúrslitunum. Argentínumenn hyggja á hefndir Ekki verður keppt á Indianapolis-brautinni í Bandaríkjunum á næsta tímabili í Formúlu eitt og þar með er ljóst að engin Formúla fer fram í Bandaríkjunum. Það slitnaði upp úr samninga- viðræðum um framtíð Indianapolis-brautarinnar á formúludagatalinu og þar með mun ein best sótta keppni tímabilsins heyra sögunni til. Um það bil 125 þúsund manns að meðaltali hafa komið á keppnina undanfarin sex ár en brautin mun halda áfram að hýsa aðrar stórar keppnir, þar á meðal hinn heimsfræga Indianapolis 500 kappakstur. Engin keppni í Indianapolis Bacary Sagna, 24 ára varnarmaður Auxerre, hefur samið við enska úrvalsdeildarlið- ið Arsenal. Hann hefur ekki spilað landsleik en var í franska landsliðshópnum á dögunum. „Sagna er mjög góður varnar- maður sem spilar aðallega sem bakvörður en getur einnig spilað í miðri vörninni sem og aftarlega á miðjunni. Hann er sterkur og fljótur,” sagði Arsene Wenger, stjóri Arsenal, á heimasíðu félagsins. Sagna semur við Arsenal Jerzy Dudek er búinn að yfirgefa varamannabekkinn hjá Liverpool fyrir þann hjá Real Madrid. Pólski markvörðurinn gerði eins árs samning við spænsku meistarana og verður vara- markvörður Iker Casillas á næsta tímabili. Real ætlaði að reyna að fá Francesco Toldo frá Inter en það tókst ekki. Dudek var hetja Liverpool þegar liðið vann Meistaradeildina 2005 en missti síðan sæti sitt til Spánverjans José Reina. Á bekknum hjá Real Madrid Robbie Fowler er nú staddur í Ástralíu þar sem hann er í viðræðum við forráðamenn Sydney FC. Fowler, sem er 32 ára gamall, er inni í myndinni hjá mörgum liðum í Englandi eftir að Liver- pool lét hann fara í vor. Það kemur hins vegar alveg eins til greina að klára ferilinn í Ástralíu og mun hann eyða helginni hinum megin á hnettinum og skoða aðstæður. Sydney FC vann ástralska titilinn 2006 en þá var Dwight Yorke í fremstu víglínu liðsins. Heimsækir lið í Ástralíu Breiðablik vann bikar- meistara Vals 2-1 og sló þá út úr 8 liða úrslitum VISA-bikars kvenna í gær. Þetta var fyrsta tap Valsstelpna í sumar. KR, Fjölnir og Keflavík komust einnig í undanúrslit. Skipulagður varnarleikur og stórhættulegar skyndisóknir voru lykilinn að sigri Blika auk þess sem Petra Lind Sigurðardóttir átti stórleik í markinu. Greta Mjöll Samúelsdóttir kom Blikum yfir með stórglæsilegu marki rétt eftir miðjan fyrri hálfleikinn þegar hún afgreiddi boltann upp í fjærhornið frá vítateigshorninu eftir hraða sókn. Sandra Sif Magnúsdóttir kom Blikum í 2-0 eftir aðra skyndisókn og sendingu frá Gretu Mjöll tólf mínútum síðar og þannig stóð í hálfleik. Valskonur voru meira með boltann og fengu mörg góð færi en það var ekki fyrr en Valsliðið fékk víti á 85. mínútu að Margrét Lára Viðarsdóttir náði loksins að skora en markið kom of seint og Blikar fögnuðu óvæntum sigri. Breiðablik sló Val út
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.