Fréttablaðið - 13.07.2007, Blaðsíða 52
Eitt af því skemmtilegasta sem
hjónakornin David og Victoria
Beckham gera er að læsa hurðunum
á heimili sínu á kvöldin til að geta
valsað um í friði án fata. Þetta
kemur fram í viðtali við fótbolta-
manninn og kryddpíuna við tísku-
tímaritið W í Bandaríkjunum sem
ritstjórar tímaritsins segja að sé
„hið opinskáasta sem hjónin hafa
veitt til þessa“.
Ensku hjónin, sem eru óðum að
koma sér fyrir á sínu nýja heimili í
Los Angeles, eru sögð mjög opinská
í viðtalinu og lofa ritstjórarnir að
margt nýtt muni koma þar fram. Að
auki sátu hjónin fyrir í blaðinu í
stellingum sem sagðar eru „erótísk-
ar“ og munu myndir birtast af þeim
skötuhjúm hálfnöktum í faðmlög-
um.
„Ég held að í fyrsta sinn muni fólk
virkilega sjá hvernig manneskju ég
hef að geyma,“ segir Victoria sjálf,
en greinilegt er að hún er að leggja
sig alla fram við að fá athygli í
Bandaríkjunum, til að eiga meiri
möguleika á að skapa sér feril þar í
landi. „Ég held að margir telji mig
vera óánægða kú sem brosi aldrei.
En sannleikurinn gæti ekki verið
fjær þeirri ímynd. Ég er alltaf bros-
andi heima og ég ætla að reyna að
brosa sem mest fyrir Ameríku,“
sagði Victoria enn fremur.
Á djörfustu myndinni sem sjá má
í blaðinu situr David klofvega á
dýnu í dimmu hótelherbergi og fjar-
lægir belti af Victoriu, sem ku vera
allra síðasta flíkin sem hún ber.
Stephen Klein, einn þekktasti ljós-
myndari Bandaríkjanna, sá um
myndatökuna, en hann vakti á sínum
tíma mikla athygli fyrir erótískar
myndir af Madonnu.
Í viðtalinu kemur einnig fram að
David hefur látið sérsmíða fyrir sig
fullkomið heimabíó í villu þeirra
hjóna í Beverly Hills sem meðal
annars skartar stærsta flatsjónvarpi
sem framleitt hefur verið.
Flatskjárinn er 260 sentímetrar á
lengd, að sjálfsögðu sérsmíðaður og
kostaði rúmar sex milljónir króna.
Beckham-hjónin nakin
Afþreyingarrisinn Disney
í Bandaríkjunum er
áhugasamur um Nylon-
flokkinn. Á teikniborðinu
er sjónvarpsþáttur um
íslenska stelpnabandið.
„Þetta er náttúrlega ótrúlega
spennandi,“ segir Alma Guðmunds-
dóttir, söngkona úr Nylon, en
stúlknaflokkurinn, ásamt útgáfu-
fyrirtækinu Believer, heldur til
Bandaríkjanna á næstunni þar sem
afþreyingarrisinn Walt Disney
hefur óskað eftir fundahöldum við
þau. Á teikniborðinu er sjónvarps-
þáttur um íslenskt stúlknaband
sem kemur til Bandaríkjanna og
hyggst slá þar í gegn. Ef þetta
verður að veruleika kemur út plata
til að fylgja þáttunum eftir. „Þetta
er allt á frumstigi þannig að báðir
fæturnir verða að vera kirfilega
festir við jörðina en við erum að
sjálfsögðu í skýjunum yfir þessum
áhuga,“ bætir Alma við. „Það yrði
auðvitað toppurinn á tilverunni ef
þetta yrði að raunveruleika enda
er unglingasjónvarp Disneys alveg
gríðarlega vinsælt.“
Óhætt er að segja að lífið leiki
við Nylon-stelpurnar því við þessar
fréttir bætast að Nylon-stúlkan
Emilía Björk Óskarsdóttir gengur
í það heilaga á morgun og vinkonur
hennar ætla að sjálfsögðu að taka
lagið við athöfnina. Alma vildi ekki
gefa upp hvaða lag hefði orðið
fyrir valinu en að lagavalið ætti
eftir að koma skemmtilega á
óvart.
Einar Bárðarson, umboðsmaður
sveitarinnar, sagði að þetta væri í
raun einstakt tækifæri fyrir
stúlkurnar. Verkefnið myndi þó
útheimta mikla vinnu, blóð, svita
og tár. Disney-fyrirtækið væri einn
allra stærsti framleiðandi
afþreyingarefnis í heiminum og
meðal þeirra tónlistarmanna sem
hefðu verið á mála hjá fyrirtækinu
væru Britney Spears, Christina
Aguilera og Justin Timberlake.
„Við höfum verið að vinna að næstu
skrefum hjá Nylon erlendis og
einbeitt okkur að breska
markaðnum. Fyrir nokkrum vikum
fengum við símtal frá samstarfsaðila
okkar í Los Angeles þar sem okkur
var tjáð að áhugi væri hjá Disney
að fá stelpurnar til sín. Um væri þá
að ræða sjónvarpsþátt sem yrði
fylgt eftir með plötu,“ segir Einar
en tekur skýrt fram að viðræðurnar
séu á byrjunarstigi og því geti vel
brugðið til beggja vona. Hann bætir
því þó við að í Bretlandi hafi
mönnum ekki þótt stúlkurnar nógu
frakkar enda væri hefð fyrir því að
tónlistarmenn í þessum geira sýndu
mikið hold og næðu heimsfrægð
fyrir. „En núna lítur allt út fyrir að
það sem stóð í Bretanum gangi á
Bandaríkjamarkað.“
Heimildir Fréttablaðsins herma
að Magnús Scheving hafi aðstoðað
Einar og Nylon á bak við tjöldin
við að koma þessu á koppinn. En
Einar vildi lítið tjá sig um það mál.
Sagði að Magnús byggi vissulega
úti á Nesi og því væri stutt yfir.
„En ef svo færi að hann gengi til
liðs við okkur yrði það mikill
styrkur.“
Britney Spears er komin með nýjan
mann upp á arminn. Reyndar felst
það í starfi mannsins, sem heitir
Damon, að vera viðloðandi arma
Britneyar, þar sem hann er lífvörð-
ur söngkonunnar. Samkvæmt
heimildum vefsíðu bandaríska
tímaritsins US Weekly deildi
parið hverri rómantísku
kvöldstundinni á fætur
annarri í síðustu viku og
hélt svo heim í hús
söngkonunnar þar sem það
varði nóttinni.
Til parsins hefur einnig
sést á hótelinu Chateau
Marmont, þar sem
jafnan er krökkt af
frægu fólki. Parið notaði
tækifærið til að kyssast og
kela fyrir framan áhorfendur.
Síðastliðinn sunnudag skiptu þau
hins vegar um gír og settu stefnuna
í messu með barnungum sonum
Britneyar og Kevins Federline.
Á sama tíma deila Britney og
Kevin hatrammlega um
forræði yfir sonum sínum, og
fréttir herma að þau hafi
bæði ráðið einkaspæjara til
að njósna um makann. Það
skiptast því á skin og
skúrir í lífi söngkonunnar
um þessar mundir.
Með nýjan mann