Fréttablaðið - 13.07.2007, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 13.07.2007, Blaðsíða 64
Áður en þingi var slitið í vor voru gerðar breytingar á lögum þess efnis að ekki væri lengur ólöglegt að stunda vændi hér á landi. Þetta var skref í rétta átt að því leyti að ekki var hægt að sækja til saka konur (og mögulega örfáa karla) sem höfðu gripið til þessa óyndisúrræðis til að hafa í sig og á. Ég taldi að nokkur sátt hefði myndast um það sjónarmið að þeir sem leiðast út í vændi gerðu það í flestum tilfellum af neyð og það ætti ekki að koma fram við þá (eða þær öllu heldur) eins og ótínda glæpamenn. komu mér því dálítið á óvart. Þó nokkrir (flestir ef ekki allir karlar) gagnrýndu lagabreytinguna á þeim forsend- um að nú væri vændi löglegt. Engan þeirra heyrði ég þó nefna að rétt væri að bregðast við með því að gera kaup á vændi ólögleg. Það virtist því eima eftir af þeirri skoðun að hórur séu skúrkar. Orsök félagslegrar neyðar en ekki afleiðing. vegna að rifja þetta upp núna? Jú, í kvöldfréttum Stöðvar 2 á þriðjudagskvöld mátti sjá enn eina birtingarmynd þessa við- horfs. Vaskur fréttamaður í félagi við myndatökumann skundaði upp á Nordica-hótel og bankaði upp á hjá 23 ára rússneskri stúlku, vænd- iskonu sem auglýsti þjónustu sína á netinu. Ekki þarf að koma á óvart að stúlkunni brá þegar hún gekk í flasið á fréttamanninum. Hún baðst greinilega undan viðtali og að teknar væru af henni myndir en allt kom fyrir ekki, í fréttirnar fór hún. kom mér satt best að segja á óvart að sama fréttastofa og gerir út Kompás, sem hefur sett ný við- mið í djarfri og vandaðri rann- sóknarfréttamennsku, hafi farið þessa leið. Það eru engin tíðindi að konur selji sig, allra síst ef þær auglýsa það á netinu. sjáanleg tilraun var gerð til að komast að á hverra vegum stúlkan væri, sem var klárlega fréttapunkturinn. Enn er ólöglegt fyrir þriðja aðila að hagnast á vændi og umræðan um mansal, sem er óhugnanlega algengt í Austur-Evrópu, hefur líklega aldrei verið meiri. Í staðinn var ákveðið að skjóta fisk í tunnu. eftir var rætt við tals- menn Nordica-hótels, sem fullviss- uðu fréttamann um að glyðrunni hefði verið vísað burt, enda ættu konur af hennar sauðahúsi ekkert erindi inn á fín hótel. Karlarnir sem keyptu hana til verksins eru væntanlega aufúsugestir eftir sem áður. Leitt hún skyldi vera skækja Frelsi stöðvar tímann Þú borgar bara fyrir fyrstu 3 mínúturnar en getur svo talað og talað fyrir 0 kr. Fylltu á Frelsi með GSM símanum og njóttu þess að vera í gefandi samböndum í sumar.* - 0 kr. mínútan eftir fyrstu 3 mínútur hvers símtals - 0 kr. fyrir hver skilaboð eftir 3 SMS eða 3 MMS innan sólarhringsins Til að geta fyllt á Frelsi með símanum þínum þarftu bara að skrá debet- eða kreditkortið þitt einu sinni á Mínu Frelsi á siminn.is eða í verslunum Símans. *Tilboðið gildir innan kerfis Símans. Nánari upplýsingar um tilboð og skilmála er að finna á siminn.is/frelsi 800 7000 – siminn.is SONY ERICSSON K610i Léttkaupsútborgun 1.900 kr. 1.500 kr. á mánuði í 12 mánuði. Verð aðeins 19.900 kr. á su mar tilbo ðisím i E N N E M M / S ÍA / N M 2 8 5 8 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.