Fréttablaðið - 13.07.2007, Side 64

Fréttablaðið - 13.07.2007, Side 64
Áður en þingi var slitið í vor voru gerðar breytingar á lögum þess efnis að ekki væri lengur ólöglegt að stunda vændi hér á landi. Þetta var skref í rétta átt að því leyti að ekki var hægt að sækja til saka konur (og mögulega örfáa karla) sem höfðu gripið til þessa óyndisúrræðis til að hafa í sig og á. Ég taldi að nokkur sátt hefði myndast um það sjónarmið að þeir sem leiðast út í vændi gerðu það í flestum tilfellum af neyð og það ætti ekki að koma fram við þá (eða þær öllu heldur) eins og ótínda glæpamenn. komu mér því dálítið á óvart. Þó nokkrir (flestir ef ekki allir karlar) gagnrýndu lagabreytinguna á þeim forsend- um að nú væri vændi löglegt. Engan þeirra heyrði ég þó nefna að rétt væri að bregðast við með því að gera kaup á vændi ólögleg. Það virtist því eima eftir af þeirri skoðun að hórur séu skúrkar. Orsök félagslegrar neyðar en ekki afleiðing. vegna að rifja þetta upp núna? Jú, í kvöldfréttum Stöðvar 2 á þriðjudagskvöld mátti sjá enn eina birtingarmynd þessa við- horfs. Vaskur fréttamaður í félagi við myndatökumann skundaði upp á Nordica-hótel og bankaði upp á hjá 23 ára rússneskri stúlku, vænd- iskonu sem auglýsti þjónustu sína á netinu. Ekki þarf að koma á óvart að stúlkunni brá þegar hún gekk í flasið á fréttamanninum. Hún baðst greinilega undan viðtali og að teknar væru af henni myndir en allt kom fyrir ekki, í fréttirnar fór hún. kom mér satt best að segja á óvart að sama fréttastofa og gerir út Kompás, sem hefur sett ný við- mið í djarfri og vandaðri rann- sóknarfréttamennsku, hafi farið þessa leið. Það eru engin tíðindi að konur selji sig, allra síst ef þær auglýsa það á netinu. sjáanleg tilraun var gerð til að komast að á hverra vegum stúlkan væri, sem var klárlega fréttapunkturinn. Enn er ólöglegt fyrir þriðja aðila að hagnast á vændi og umræðan um mansal, sem er óhugnanlega algengt í Austur-Evrópu, hefur líklega aldrei verið meiri. Í staðinn var ákveðið að skjóta fisk í tunnu. eftir var rætt við tals- menn Nordica-hótels, sem fullviss- uðu fréttamann um að glyðrunni hefði verið vísað burt, enda ættu konur af hennar sauðahúsi ekkert erindi inn á fín hótel. Karlarnir sem keyptu hana til verksins eru væntanlega aufúsugestir eftir sem áður. Leitt hún skyldi vera skækja Frelsi stöðvar tímann Þú borgar bara fyrir fyrstu 3 mínúturnar en getur svo talað og talað fyrir 0 kr. Fylltu á Frelsi með GSM símanum og njóttu þess að vera í gefandi samböndum í sumar.* - 0 kr. mínútan eftir fyrstu 3 mínútur hvers símtals - 0 kr. fyrir hver skilaboð eftir 3 SMS eða 3 MMS innan sólarhringsins Til að geta fyllt á Frelsi með símanum þínum þarftu bara að skrá debet- eða kreditkortið þitt einu sinni á Mínu Frelsi á siminn.is eða í verslunum Símans. *Tilboðið gildir innan kerfis Símans. Nánari upplýsingar um tilboð og skilmála er að finna á siminn.is/frelsi 800 7000 – siminn.is SONY ERICSSON K610i Léttkaupsútborgun 1.900 kr. 1.500 kr. á mánuði í 12 mánuði. Verð aðeins 19.900 kr. á su mar tilbo ðisím i E N N E M M / S ÍA / N M 2 8 5 8 9

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.