Fréttablaðið - 13.07.2007, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 13.07.2007, Blaðsíða 6
 Þótt demókratar á Bandaríkjaþingi hafi ekki fengið því framgengt að bandaríski herinn verði kallaður heim frá Írak tókst þeim engu að síður að ná því fram að George W. Bush forseti verður að gera þinginu reglulega grein fyrir því hvernig miðað hefur í Írak. Í gær kynnti Bush í fyrsta sinn slíka skýrslu á þinginu, og þar kemur fram að árangurinn hafi verið harla blendinn. Meðal annars „vanti nokkuð upp á“ að pólitískar sættir hafi tekist milli andstæðra fylkinga í Írak, öryggisástandið er sagt vera „flókið og afar erfitt“ og efnahagsástandið „misjafnt“. Búist er við „hörðum átökum“ í sumar. Í skýrslunni, sem er 32 blaðsíður að lengd, er fullyrt að viðunandi árangur hafi náðst í átta viðmiðun- aratriðum, óviðunandi í öðrum átta, en blendinn árangur í tveimur atriðum. Síðasta vetur tilkynnti Bush að þúsundir bandarískra hermanna yrðu sendar til Íraks í viðbót við það lið sem fyrir var. Einungis fáar vikur eru þó síðan allt þetta viðbótarherlið var komið til Íraks, og er tekið fram í skýrslunni að þessi nýja herferð til að bæta öryggisástandið í Írak sé því ein- ungis „rétt að hefjast“. Í skýrslunni er spjótum beint að þeim bandarísku stjórnmála- mönnum, sem hvað mest hafa gagnrýnt hernaðaraðgerðir Bandaríkjanna í Írak. Fullyrt er að erfiðara hafi reynst að ná fram pólitískum sáttum í Írak beinlínis vegna þess að „íraskir stjórnmála- leiðtogar hafi auknar áhyggjur af því að Bandaríkjamenn hafi ekki skuldbundið sig gagnvart Írak til langframa“. Í skýrslunni eru Sýrlendingar jafnframt sakaðir um að styðja skipulagðar sjálfsmorðsárásir á vegum Al Kaída, sem sendir allt að 50 til 80 sjálfsvígsmenn til Íraks í hverjum mánuði. Einnig eru írönsk stjórnvöld sökuð um að veita öfga- samtökum fjárstuðning. Bush sagðist engu að síður jafn viss um það og áður að Bandaríkja- menn gætu á endanum náð þeim árangri sem að væri stefnt í Írak. Jafnframt ítrekaði hann að herinn yrði ekki kallaður heim fyrr en ástandið í Írak leyfði það, og „ekki vegna þess að skoðanakannanir segja það vera góða pólitík“. Demókratar, sem náðu meiri- hluta á Bandaríkjaþingi í vetur, eru enn að reyna að ná því fram að herinn verði kallaður heim innan tíðar. Frumvarp þess efnis er til umræðu í báðum deildum Banda- ríkjaþings en Bush hefur heitið því að beita neitunarvaldi sínu á slík lög. Bush segir árangur í Írak harla blendinn Bandaríkjaforseti gerði þinginu í gær grein fyrir því hvernig miðað hefði í Írak. Hann sagðist reikna með hörðum átökum á næstunni en vera jafnframt sannfærður um að Bandaríkin gætu á endanum náð þeim árangri sem að væri stefnt. MS drykkjarvörur í fjallgönguna MS mjólkurdrykkirnir eru prótein- og kalkríkir og stútfullir af næringarefnum. Veldu þér ískaldan mjólkurdrykk í handhægum umbúðum í næstu verslun. Boðuðum flýtiframkvæmdum ríkisstjórnarinnar við vegagerð á ellefu stöðum á landinu, sem Kristján L. Möller samgönguráð- herra kynnti á þriðjudag- inn, kann að seinka, segir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar. „Það er ekki hægt að tryggja það hundrað prósent að tímaáætlanir fram- kvæmdanna standi. Þetta eru bara áætlanir og ekki hægt að búast við öðru en að þær standi,“ segir G. Pétur. Hann segir að Vegagerðin taki alltaf mið af ástandinu í samfélaginu á hverjum tíma þegar hún sinnir vegagerð, til dæmis varðandi útboð á einstökum verkefnum og hvernig ástandið sé hjá verktökum og þeim sem sjá um hönnun vega. „Af reynslu vita menn að það þarf alltaf að taka mið af aðstæðum á markaði og þess vegna gerum við þennan fyrirvara um það að ekki sé hægt að tryggja að þetta gangi nákvæmlega svona eftir, en það er langlíklegast,“ segir G. Pétur. Spurður hvort ekki hafi verið búið að kanna hversu raunhæfar flýtiframkvæmdirnar eru segir G. Pétur að það hafi verið gert. Hann segir hins vegar að framkvæmdirnar séu misvel á veg komnar, til dæmis þurfi framkvæmdin við Axarveg á sunnanverðu Austurlandi að fara í umhverfismat og að það geti jafnvel tekið eitt ár. Þann veg á að klára árið 2011. Vegagerðinni kann að seinka Tæplega fjórðungur fólks í fæðingarorlofi sinnir starfi sínu að einhverju leyti á meðan á orlofi stendur. Yfirstjórnendur eru líklegastir til að taka vinnuna með sér í orlofið; gera það í 65 prósentum tilvika. Þetta kemur fram í nýlegri rann- sókn Bryndísar Jónsdóttur, sem var unnin sem hluti af meistaraverk- efni hennar í mannauðsstjórnun við Háskóla Íslands. Um 2.400 manns svöruðu spurningum hennar um eigið fæðingarorlof. Um 35 prósent karla sögðust hafa unnið í fæðingarorlofinu, en 17 pró- sent kvenna. Stjórnendur, sérfræð- ingar, bændur og sjómenn voru lík- legastir til að hafa sinnt starfinu meðfram orlofinu. „Ég hef ekki hugmynd um það út frá þessari rannsókn hvort þetta fólk fær greitt fyrir vinnuna, eða hvort það er að þessu til þess að missa ekki störf sín eða líða ekki illa í orlofinu. Þetta á ekki að vera svona, ef fólki er ekki greitt fyrir á það ekki að vinna í orlofinu og það er lögbrot að greiða fyrir vinnu í fæðingarorlofi ef fólk er á 100 pró- sent greiðslum frá fæðingarorlofs- sjóði,“ segir Bryndís. Um muninn á kynjunum segir Bryndís að karlar taki almennt styttra fæðingarorlof en konur og búti auk þess orlofið frekar niður. Þar með sé algengara að ekki sé ráðið í störf þeirra á meðan á fæðingarorlofi standi og því taki þeir gjarnan einhverja ábyrgð með sér í fæðingarorlofið, eða séu í það minnsta tiltækir fyrir vinnuveit- andann. Karlar líklegri til að vinna Eru karlmenn betri starfsmenn en konur? Hefur þú fylgst með fréttaflutn- ingi af málefnum Hitaveitu Suðurnesja? „Það er ótækt að gefa framkvæmdaleyfi fyrir fyllingu við Ánanaust þegar ekki liggur fyrir hvort eða hvað eigi að rísa á viðkomandi fyllingu,“ sögðu fulltrúar Samfylkingar í borgarráði. Fulltrúar Framsókn- arflokks og Sjálfstæðisflokks sögðu næsta mögulega losunar- stað fyrir jarðefni úr miðborg- inni vera 15 kílómetra í burtu á Hólmsheiði. „Það gefur auga leið að efnisflutningar úr miðborg Reykjavíkur að Hólmsheiði hefur verulega neikvæð umhverfisáhrif í för með sér auk þess sem kostnaður vegna þess er óheyrilegur,“ sagði meirihlut- inn sem fékk stuðning frá borgarráðsfulltrúa Vinstri grænna og áheyrnarfulltrúa F- lista. Óheyrilega dýrt að keyra annað Háskólanámskeið í þjóðlögum verður haldið árlega á Siglufirði. Rektor Kennaraháskól- ans, Ólafur Proppé, og Gunn- steinn Ólafsson, forsvarsmaður þjóðlagahátíðarinnar, undirrituðu samkomulag um þetta á þjóðlaga- hátíðinni á Siglufirði um helgina. Fyrsta námskeiðið var haldið í ár. Háskólanámskeiðið verður haldið samhliða þjóðlagahátíðinni. Ólafur segir að þótt Kennara- háskólinn standi að náminu sé það fyrir alla háskólanema. „Nemend- ur geta tekið einingar hér á Siglufirði og nýtt sér þær í sínu námi,“ sagði Ólafur. Námskeið fyrir háskólanema Um 340 manns eru skráðir til leiks á Íslandsmeist- aramótinu í hestaíþróttum sem hefst í dag við Hringsholt í Svarfaðardal. Dagskrá verður frá morgni til kvölds alla dagana. Samkvæmt fréttatilkynningu munu flestir af bestu gæðingum og knöpum landsins láta ljós sitt skína á mótinu. Á laugardagskvöld verður svo haldið skemmtikvöld þar sem Örn Árnason, Óskar Pétursson og Eyþór Ingi Gunnlaugsson munu skemmta gestum. Að því loknu verður dansleikur fram eftir nóttu. Skemmtunin á laugardags- kvöld er öllum opin. Íslandsmótið hefst í dag Samtök atvinnulífsins segja lækkun á skattlagningu matvæla hafa skilað sér í verðlagi. Er það önnur niðurstaða en verðlagseftirlit ASÍ komst að og tilkynnti fyrr í vikunni. Samkvæmt matvörulið vísitölu neysluverðs frá því í febrúar skilaði skattalækkun sér strax í verðlagi á mat- og drykkjarvör- um, að því er kemur fram í fréttatilkynningu frá Samtökum atvinnulífsins. Segja lækkun hafa skilað sér Hæstaréttardómari í Chile hefur neitað að framselja Alberto Fujimori til Perú. Yfirvöld í Perú vilja fá Fujimori, sem var forseti landsins frá árinu 1990 til 2000, framseld- an vegna gruns um að hann hafi látið drepa 25 manns. Forsetinn er einnig grunaður um mútur og að hafa misnotað opinbert fé. Fujimori verður í stofufang- elsi í Chile í þrjá mánuði til viðbótar þar til fimm hæstarétt- ardómarar hafa kveðið upp endanlegan dóm um hvort eigi að framselja hann eða ekki. Neita að fram- selja Fujimori
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.