Fréttablaðið - 13.07.2007, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 13.07.2007, Blaðsíða 10
ú t s a l a 3 0 - 7 0 % a f s l á t t u r KRINGLUNNI SMÁRALIND Átökum um Hitaveitu Suðurnesja (HS) er lokið eftir að gert var samkomulag um eignar- hald fyrirtækisins í gær. Bæjarráð Reykjanesbæjar og Hafnarfjarðar samþykktu eignarhald og samstarf innan HS sem gerir Orkuveitu Reykjavíkur (OR) og Geysir Green Energy (GGE) kleift að gerast hluthafar í fyrirtækinu. Reykjanes- bær verður ráðandi hluthafi með 35 prósenta eign; hlutur GGE mun verða 32 prósent sem og OR að því gefnu að Hafnarfjarðarbær selji fyrirtækinu rúmlega fimmtán prósenta hlut sinn. Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, segir niðurstöðuna tryggja stöðu HS sem sjálfstæðs fyrirtækis með höfuðstöðvar á Suðurnesjum. Náðst hafi að tryggja meirihluta sveitarfélagsins í fyrir- tækinu og það markmið að fá öfl- uga samstarfsaðila. „Við fögnum því að einkaframtakið skuli vera virkjað og finnum að hér koma að fyrirtækinu sterkir aðilar með fjármagn og ferskar hugmyndir.“ Árni segir að alltaf hafi verið stefnt að því að halda ráðandi hlut og það hafi náðst þrátt fyrir að Reykja- nesbær gefi eftir um fimm prósent hlut til GGE og OR. „Með sam- komulaginu fáum við bæði fjár- magn til að spila úr og sátt innan fyrirtækisins.“ Gunnar Svavarsson, bæjarfull- trúi í Hafnarfirði, segir að staða sveitarfélagsins innan HS sé tryggð með samkomulaginu. „Það felst í því að samþykktum verður ekki breytt án vilja okkar.“ Gunnar segir að kauptilboð liggi fyrir frá OR um kaup á fimmtán prósenta hlut sveitarfélagsins. „Hvort því verður tekið hefur ekki verið rætt.“ Ásgeir Margeirsson, forstjóri GGE, fagnar niðurstöðunni og segir framtíðarsýn eigendahópsins skýra. „Þar liggja tækifærin til framtíðar. Íslendingar hafa gríðar- lega tæknilega þekkingu í orku- málum og nú er tækifæri til að nýta hana með fjárfestingum erlendis.“ GGE greiðir um sextán milljarða króna fyrir tæplega þriðjungshlut í HS. Með samkomulaginu lýkur atburðarás sem hófst í lok apríl þegar Árni M. Mathiesen fjármála- ráðherra tók tilboði GGE um kaup á fimmtán prósent hlut ríkisins í HS. Um samkomulagið nú vill Árni ekki tjá sig sérstaklega né heldur þá staðreynd að einkavæðing orku- fyrirtækja á Íslandi er nú hafin. „Ríkið er komið út úr fyrirtækinu. Þetta eru viðskipti á frjálsum markaði og niðurstaðan er þessi.“ Sátt náðist um Hitaveitu Suðurnesja Átökum um Hitaveitu Suðurnesja er lokið með samkomulagi um eignarhald. Reykjanesbær, Hafnar- fjarðarbær, Geysir Green Energy og Orkuveita Reykjavíkur verða eigendur. Einkavæðing er hafin. Minnihlutinn í borgarráði segi brýnt að múslimar í Reykjavík fái lóð undir mosku í borgarlandinu. Þetta kemur fram í bókun þar sem minnihlutinn fagnar samkomulagi borgarinnar og safnaðar Moskvu-Patriarkats- ins um lóð fyrir rússnesku rétttrúnaðarkirkjuna á Mýrargötu 20. „Jafnframt er það áréttað að múslimar í borginni hafa beðið í tæp sjö ár eftir lóð undir mosku. Það er því brýnt að þeir fái úrlausn sinna mála hið snarasta,“ sögðu borgarráðsfulltrúar Vinstri grænna og Samfylkingar og áheyrnarfulltrúi F-listans. Múslimar beðið í sjö ár eftir mosku „Hótelið verður fyrst og fremst fyrir hinn almenna ferðamann sem langar til að vera á hóteli niðri í bæ,“ segir Jóhannes Sigurðsson, einn eigenda Kaupangs eignarhaldsfélags sem hyggst reisa 50 til 55 herbergja hótel neðst á Laugaveginum. Húsin á Laugavegi 4 og 6 verða rifin til að rýma fyrir nýrri byggingu sem tengd verður við húsið á Skólavörðustíg 1a. Saman myndar þessi heild nýja hótelbyggingu. Nýja húsið verður talsvert umfangsmeira en húsin sem verða rifin og verslunarhúsnæði á þessum stað eykst þannig til muna því verslanir verða á jarðhæðinni. „Það hefur vantað alvöru verslunarrými við Laugaveginn í áratugi,“ segir Jóhannes, sem lofar glæsilegu verslunarhúsnæði. Á Skólavörðustíg 1a er gallerí sem Jóhannes segir að muni starfa áfram í núverandi mynd og húsið allt algerlega halda útliti sínu. Kaupangur á fyrir Hótel Plaza við Ingólfs- torg. Hann segir að nýja hótelið verði ekki síður glæsilegt. Húsið á Skólavörðustíg er fimm hæðir en nýbyggingin verður þrjár hæðir og auk þess inndregin fjórða hæð. Skipulagsráð Reykjavíkur hefur nú vísað tillögu um hönnun nýja hússins til rýnihóps um útlit bygginga í miðborginni. „Við höfum undirbúið þetta lengi og vonumst til að geta hafist handa af krafti mjög fljótlega. Eins og aðrir sem byggja við Laugaveginum viljum við valda sem minnstu raski fyrir alla,“ segir Jóhannes. Gömul hús rifin fyrir nýtt hótel í miðbænum Maður í Massa- chusetts í Bandaríkjunum reyndi heldur óhefðbundna leið til að koma sér undan kviðdómsskyldu á dögunum. Hann tilkynnti dómaranum að hann væri algerlega óhæfur til starfans, væri lyginn, hommafælinn og kynþáttahatari. Dómarinn efaðist um trúverðugleika mannsins og spurði hann hvort hann væri hugsanlega að ljúga því að hann væri lygari. „Ja, ég veit það ekki. Það gæti svo sem verið,“ svaraði maðurinn. Móðir hans varði meinta hreinskilni mannsins en dómarinn var lítt hrifinn og lét hneppa hann í varðhald. „Á ferli mínum hef ég aldrei séð neinn jafnákveðinn í að sleppa undan kviðdómssetu,“ sagði hann. Sagðist lyginn hommahatari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.