Fréttablaðið - 13.07.2007, Blaðsíða 55
Kaffihúsið Prikið stendur fyrir götulistakeppni um
þessar mundir, en vinningshafi í keppninni
fær að skreyta flennistórt svæði í portinu á
bak við húsnæðið. „Fólk sem er í graffítí er oft-
ast bara að leita sér að svæði til að teikna sínar
teikningar. Okkur langar að ýta undir þetta, gera
þetta löglega og gera þetta flott,“ sagði Guðfinnur
Karlsson, eigandi Priksins.
Þeir sem hafa áhuga á að fá teikningar sínar á
portveggina geta skilað inn teikningum á Prikið, í
Ósóma eða Exodus, gegn þúsund króna þátttöku-
gjaldi. Prikið leggur til utanlandsferð í verðlauna-
pottinn, Ósóma býður hönnun á bol í þrílit og Ex-
odus leggur til 20.000 króna inneign í verslun-
inni. Einnig er Icepick, bók Þórdísar Claessen úr
Ósómu, í verðlaunapottinum. Úrslit
verða tilkynnt laugardagskvöldið 28.
júlí, þegar Prikið blæs til grillveislu
og herlegheita.
Finni segir keppnina þegar hafa
hlotið góðar undirtektir. „Það er fullt
af fólki búið að hringja og einhverjar
myndir komnar niður í Ósóma. Mér
heyrist fólk bara vera ánægt,“ sagði
Finni, sem segir nýlegt reykinga-
bann einnig eiga einhvern heiður að
keppninni. „Þetta er líka partur af
þeirri vinnu að gera reykaðstöðuna
góða fyrir vesalingana sem þurfa að
dúsa úti í porti í rigningunni,“ sagði
hann.
Síðasta Föstudagsfiðrildi sum-
arsins fer fram í dag. Skapandi
sumarhópar hafa verið duglegir
að skemmta gangandi vegfarend-
um miðbæjarins í sumar og hafa
fengið mjög góðar undirtektir.
Í dag er því um að gera að kíkja
niður í bæ og athuga hvað unga
fólkið hefur upp á að bjóða.
Meðal viðburða eru tónleikar
Hljóðmyndaklúbbsins Slefbera
klukkan tólf og eitt, Xavier og
McDaniel sýna listir sínar á Lækj-
artorgi á milli tólf og tvö, Á ferð
og flugi Götuleikhúsið myndar
faðmlagaflóð á Laugaveginum og
Para-Dís spilar klassíska tónlist á
Kjarvalsstöðum. Nánari dagskrá
er hægt að nálgast á heimasíð-
unni www.hitthusid.is.
Síðasta Föstudags-
fiðrildið í dag
Götulistakeppni í reykporti