Fréttablaðið - 13.07.2007, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 13.07.2007, Blaðsíða 36
BLS. 12 | sirkus | 13. JÚLÍ 2007 1999 B ritney Jean Spears kom fyrst fram á sjónarsviðið aðeins 17 ára gömul og gerði allt vitlaust með laginu sínu ...Baby, one more time. Á þessum tíma voru þúsundir söngkvenna að stíga sín fyrstu skref í tónlistinni. Þar má nefna Christinu Aguilera, Mandy Moore og Jessicu Simpson, en Britney sló þær allar því út því þrátt fyrir ungan aldur, skildi Britney hvað seldi: kynþokki. Það var hennar hugmynd að koma fram í myndbandinu við lagið í kaþólskum skólabúningi, með beran magann og tíkarspena í hárinu. Britney er alvöru poppstjarna og hefur á þessum níu árum ratað oftar í slúðurblöðin heldur en Madonna sjálf. Stelpan er svo sannarlega popp- prinsessa. Hún hefur undanfarin ár verið með flottasta líkamann í popp- bransanum og gefið út skemmtileg- ustu myndböndin. Britney á heiður- inn að stysta hjónabandi í Hollywood er hún giftist æskuvini sínum Jason Alexander í Vegas árið 2004. Hún var æskuást poppprinsins Justins Tim- berlake. Stúlkan hefur greinilega haft mikil áhrif á kappann því þó nokkrir söngtextar hans eru um hana. Hún hefur verið gift og skilin tvisvar og á tvo drengi með Kevin Federline; Sean Preston og Jayden James. Britney hefur gefið út fjórar plötur. Allar hafa ratað beint í fyrsta sæti í Bandaríkjunum. Hún er átt- unda frægasta söngkona í sögu bandarískrar tónlistar og ungfrú Britney Jean Spears er án efa í dag, rétt á eftir Paris Hilton, ein mest ljós- myndaðasta manneskjan í Holly- wood. Sirkus tók saman myndir frá stuttum ferli konunnar og nóg er úrvalið. Við bíðum spennt eftir að Britney taki sig saman í andlitinu og komi með mega kommbakk. Plís, Britney, gerðu það fyrir okkur. MÖRG ANDLIT BRITNEY SPEARS 2000 2001 nærmynd sirkus 2002 Þegar þarna var komið við sögu var Britney tilbúin að ganga lengra en nokkru sinni áður. 20062004 Árið sem Britney giftist æskuvini sínum. Hjónabandið var ógilt skömmu síðar. Fljótlega kom Kevin Federline, seinni eiginmaður hennar, til sögunnar. 20072005 Britney var kynnt til sögunnar sem ung og saklaus stúlka þegar ferillinn hófst. Hún var sannkölluð draumaprinsessa fyrir karlmenn en jafnframt fyrirmynd ungra stúlkna. Ári síðar var farið að gera meira út á kynþokka hinnar ungu Spears. Hún átti þó enn nokkuð í að ná toppnum. Britney gerðist sífellt kræfari í klæðaburði sínum. Hún hélt þó í ímynd saklausu stúlkunnar. 2003 Sögusagnir um ástarsam-bönd söngkonunnar voru á allra vörum og hátterni hennar varð æ furðulegra. Til að lappa upp á ímyndina lét Britney mynda sig þegar hún var ólétt í annað sinn. Yngri sonur hennar fæddist í september þetta ár. Í nóvember sótti Britney um skilnað frá Kevin Federline. Reykingar og ofdrykkja voru á allra vörum. Seint á árinu eignaðist Britney svo fyrri son sinn með Kevin Federline. Ár hinna miklu öfga. Britney hefur verið mikið í fréttunum fyrir djammlíferni sitt og fór í kjölfarið í meðferð. Skömmu áður hafði hún rakað af sér allt hárið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.