Fréttablaðið - 13.07.2007, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 13.07.2007, Blaðsíða 21
Kínverskir veitingamenn eru þekktir fyrir að bera fram mikinn og góðan mat. Tan M.C. Alaam á Kínamúrnum á Vesturgötu 6-8 er þar engin undantekning. „Uppskriftir okkar Kínverjanna þykja frekar flókn- ar hér á Vesturlöndum því við notum það fjölbreyttar tegundir af grænmeti, kryddi og sósum í okkar rétti,“ segir Tan í Kínamúrnum og kímir lítið eitt þegar hann er beðinn að gefa lesendum Fréttablaðsins innsýn í hina kínversku matargerð. Þó verður úr að hann mat- reiðir fyrir okkur tvenns konar rétti, annars vegar lamb í ostrusósu og hins vegar kjúkling með lauk og engifer. Hvort tveggja er ljúffengt og langt frá því að vera flókið í matreiðslu. Hráefnið ætti líka að vera auðvelt að útvega eins og sést í upptalningunni á næstu síðu. Tan hefur innréttað og opnað glæsilegan veitingastað á Vesturgötu 6-8 þar sem Naustið var um áratugi. Komnir eru venjulegir gluggar í stað kýraugnanna og innan dyra er allt opið, bjart og fágað. Nafnið á staðnum er sótt í eitt merkasta mannvirki heims, Kínamúrinn, og matseðillinn hljóðar upp á hátt í 100 mismunandi sérrétti fyrir utan samsetta matseðla og hlaðborð í hádeginu. Hráefnið sem Tan notaði í réttina er talið upp á síðu 2. Kínversk matargerð er margslungin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.