Fréttablaðið - 13.07.2007, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 13.07.2007, Blaðsíða 23
Tónlistarmaðurinn Curver Thoroddsen talar um bestu og verstu kaupin sín. „Ég gerði frábær kaup þegar ég endurinnréttaði eldhúsið mitt og keypti mér uppþvottavél í leið- inni,“ segir tónlistarmaðurinn Curver Thoroddsen, þegar hann er inntur eftir því hvað sé efst á lista yfir hans bestu kaup. „Á tímabili hugsaði ég reyndar með mér að maður færi nú ekki að eyða peningi í einhverja upp- þvottavél,“ viðurkennir hann. „Síðan varð mér einhvern tímann litið á óhreinindin í vaskinum og hugsaði með mér að þetta gengi nú ekki svona lengur.“ Curver segist jafnframt vera ánægður með kaupin þar sem hann hafi um árabil haft uppvask að aukavinnu meðfram námi. Með tilkomu vélarinnar hafi hann loks getað lagt hanskana og burstann á hilluna og viti um fátt sem veiti eins mikla sálarró og að setja í og taka úr henni. Annað verði sagt um listaverkabækurnar hans, sem geri víst lítið annað en að safna ryki uppi í hillu og flokkist vafalaust undir hans verstu kaup. „Ég geri oft sömu mistökin þegar ég er staddur í bókaversl- unum erlendis,“ segir Curver. „Rek augun í einhverjar lista- verkabækur með fræðilegu ívafi sem mér finnst sniðugt að kaupa á þeim tímapunkti. Svo les ég aldrei bækurnar þegar heim er komið og kalla það gott ef ég rétt glugga í þær. Það er því óhætt að segja að á meðan vélin hefur góð sálræn áhrif, hafi bækurnar slæm áhrif.“ Á í sérstæðu sambandi við uppþvottavélina sína topdrive.is Smiðjuvellir 3 Keflavík Sími: 422-7722 Allar þessar ólíku vörur eiga það sameiginlegt að fást hjá topdrive.is Smiðjuvellir 3 Keflavík Sími: 422-7722 ÁRMÚLA 11 | Sími 568-1500 | Lónsbakka | Sími 461-1070 | www.thor.is Garðtraktorar Nú er tækifæri að eignast Sentinel garðtraktor á betra verði! Úrval garðtraktora með eða án grassafnara, stærðir 12,5 - 18 hö.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.