Fréttablaðið - 13.07.2007, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 13.07.2007, Blaðsíða 28
BLS. 4 | sirkus | 13. JÚLÍ 2007 Ýmsir Í Brekkunni Ýmsir 100 Íslensk KK og Maggi Eiríks Langferðalög Ljótu Hálfvitarnir Ljótu Hálfvitarnir Hvanndalsbræður Skást Of Ýmsir Number 1 3CD Mika Life In Cartoon Motion Garðar Thor Cortes Cortes 2007 Jógvan Jógvan Ýmsir Óskalög Sjómanna Ýmsir Pottþétt 43 Gus Gus Forever Björk Volta White Stripes Icky Thump Laddi Hver Er Sinnar Kæfu Smiður Q.T.S.A. Era Vulgaris Lada Sport Time And Time Again Lay Low Please Don’t Hate Me Ýmsir Icelandic Folksongs & Other F. Velvet Revolver Libertad 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 Í Brekkunni er mest seldi diskur landsins þessa dagana. Þessi geisladiskur inniheldur 41 þjóðhátíðarlag og ætti auðveldlega að koma fólki á öllum aldri í réttu stemmninguna fyrir þjóðhátíð. Frábær diskur í safnið. Number 1 safnplatan selst grimmt og kannski ekkert skrítið, þarna er 3 faldur geisladiskur sem inniheldur topp lög síðustu 25 ára í poppinu. Einnig fáanlegt á DVD. Number 1 Í Brekkunni Nældu þér í eintak Li st in n gi ld ir vi ku na 12 .j ún í- 19 .j úl í2 00 7 VINSÆLASTA TÓNLISTIN J á, þú segir fréttir. Ég hefði þá kannski ekki eytt svona miklum tíma í að gera hluti fyrir húsið áður en það fór á sölu,“ sagði Margrét Hermanns-Auðardóttir þegar Sirkus greindi henni frá því að Jón Sigurðs- son, hinn 28 ára gamli aðstoðarfor- stjóri FL Group, og eiginkona hans Björg Fenger hefðu sótt um að fá að rífa húsið að Unnarbraut 19 sem þau keyptu af henni fyrir 70 milljónir ekki alls fyrir löngu. „Þetta fer nú samt ekki með mig. Þetta er eingöngu partur af samfélag- inu sem við búum í og alls ekki í fyrsta sinn sem svona lagað gerist,“ segir Margrét og hlær. Hún hyggst flytja á æskuslóðir sínar í Vesturbænum en viðurkennir að hún muni sakna útsýn- isins á Seltjarnarnesinu sem sé stór- kostlegt úr húsinu sem senn heyrir sögunni til ef vilji Jóns og Bjargar verður ofan á. Unnarbraut 19 er sögufræg lóð en fyrsti prestur Neskirkju, Jón Thoraren- sen, fékk þessa lóð að gjöf frá Seltjarnar- nesbæ í tilraun bæjarfélagsins til að lokka prestinn yfir bæjarmörkin. Það gerðist hins vegar aldrei og byggði sonur hans Ólafur hús á lóðinni árið 1975. Að sögn Margrétar er húsið, sem er tæpir 320 fermetrar, nú nýklætt að utan. Jón og Björg búa nú á Unnarbraut 17, húsinu fyrir ofan það sem þau keyptu af Margréti, en þar eiga þau rúmlega 160 fermetra hæð. Vegur Jóns hefur vaxið hratt innan FL Group á undanförnum árum og er hann nú hægri hönd for- stjórans Hannesar Smárasonar. Jón var með rúmar 14 milljónir í mánaðarlaun árið 2005 samkvæmt tekjublaði Frjálsr- ar verslunar í fyrra og er talið að hluta- bréfaeign hans í FL Group sé 1,5 millj- arða virði. Hann ekur auk þess um að einum flottasta Porsche Cayenne jeppa landsins sem hann fær frá fyrirtækinu. Ekki náðist í Jón við vinnslu fréttarinn- ar. oskar@frettabladid.is Heyrst hefur JÓN SIGURÐSSON, AÐSTOÐARFORSTJÓRI FL GROUP, FÆRIR SIG Á SELTJARNARNESI VEIT HVAÐ HANN VILL Jón Sigurðs- son, aðstoðarfor- stjóri FL Group, vill láta rífa hús sem hann og kona hans keyptu fyrir 70 milljónir. SIRKUSMYND/HÖRÐUR FLUTT Á MILLI HÚSA Jón og frú ætla ekki langt en húsið að Unnarbraut 19 (fyrir framan) mun ekki standa ekki ef vilji þeirra verður ofan á. Þau eiga hæð í húsinu sem er nær á myndinni. KEYPTI 70 MILLJÓNA KRÓNA HÚS OG ÆTLAR AÐ RÍFA ÞAÐ Ekki búið að ákveða daginn Söngkonan Birgitta Haukdal og Benedikt Einarsson, unnusti hennar, hafa ekki enn ákveðið dagsetningu fyrir væntanlegt brúðkaup sitt. Eins og greint var frá í Sirkus í mars bað Benedikt Birgittu í rómantískri ferð til Parísar í vetur. Samkvæmt upplýsingum Sirkuss bauð Benedikt unnustunni í óvissuferð yfir helgi. Í ljós kom að áfangastaðurinn var París og þar kraup laganeminn á kné og bað söngkonunnar. Heimildir Sirkuss herma að skötuhjúin telji ástæðulaust að flýta sér um of með brúðkaupið. Því verður það ekki haldið í sumar. Mögulegt er að brúðkaupið verði seint á þessu ári en líklegra er talið að það verði ekki fyrr en á næsta ári. Birgitta verður 28 ára síðar í þessum mánuði og Benedikt er 26 ára. Þau hafa verið saman síðan í ársbyrjun 2004 eftir að hafa kynnst þegar léku bæði í söngleiknum Grease.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.