Fréttablaðið - 13.07.2007, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 13.07.2007, Blaðsíða 48
– ódýrari valkostur Vantar þig auka- pening? Pósthúsið leitar að duglegu og morgunhressu fólki til að bera út blöð milli 6 og 7 á morgnana. Um er að ræða holla og hressandi útiveru, annars vegar á virkum dögum og hins vegar um helgar. Njóttu þess að taka daginn snemma, hreyfðu þig og fáðu borgað fyrir það. Allar nánari upplýsingar veitir dreifingardeild Pósthússins í síma 585 8330. Einnig er hægt að sækja um á www.posthusid.is Pósthúsið ehf | Suðurhrauni 1 | 210 Garðabæ | Sími: 585 8300 | posthusid.is Pósthúsið er ungt og öflugt dreifingarfyrirtæki á sviði blaða- og vörudreifingar. Hjá Pósthúsinu starfa um sjöhundruð manns að uppbyggingu á fjölbreyttum og skemmtilegum vettvangi. H im in n o g h af / S ÍA Frá því í bernsku hefur mig dreymt um að verða rokkstjarna. Ég er ef- laust ekki einn um að ganga með þennan draum í maganum og alveg ör- ugglega ekki sá eini sem er ekkert að gera til að láta hann rætast. Í gær var ég á rölti að söngla lag með Bítlunum þegar ég áttaði mig skyndilega á því að ef ég ætla ein- hvern tímann að verða rokkstjarna, þá verði ég að fara að vinna í því. Ég er 23 ára og því jafn gamall nú og Bítlarnir voru þegar þeir sigruðu heiminn. Ég hringdi því í Ingimar vin minn, þann eina sem hefur ein- hverja hæfileika á tónlistarsviðinu. Ég sagði honum frá þessari áunnu sálarkreppu minni og við ákváðum að hittast og byrja að æfa. Ég gróf upp gítarinn minn og rölti hnarrreist- ur í gegnum miðbæinn með gítarinn á öxlinni, á leið á hljómsveitaræf- ingu. Það veitti mér einhverja sælu- tilfinningu að vera að fara á æfingu og ég fann að ég myndi passa vel inn í þessa ímynd. Þegar í kjallaraholu hans var komið byrjuðum við að spila. Ég væri að ljúga ef ég segði að við hefðum verið góðir en við vorum þó ekki alslæmir. Eftir langa og stranga æfingu röltum við út á stétt og Ingimar kveikti sér í sígarettu. Við ræddum um styrk- leika og veikleika okkar þegar að okkur kom gömul fyllibytta. Gítarinn minn sem lá á stéttinni vakti áhuga gamla mannsins. Ég bauð honum að spila en hann sagðist aðallega syngja nú orðið. Og í því hóf hann upp raust sína og söng dægurlag sem ég þekkti vel. Við Ingimar tókum undir í söngn- um og eftir lagið gat ég ekki annað en klappað fyrir gamla manninum. Þá sagði hann mér að það væru nú mörg ár síðan hann hefði samið þetta lag, en nú væri hann heimilislaus á götum Reykjavíkur. Þarna stóð dýrðarljómi dægurtón- listarinnar fyrir framan mig, full- ur og heimilislaus. Maður sem hafði samið nokkur af vinsælli dægurlög- um síðustu aldar. Kannski er líf rokk- stjörnunnar eftir allt saman ekki jafn eftirsóknarvert og ég hef hald- ið. Kannski ég ætti bara að rækta þá hæfileika sem ég hef í stað þess að leita á nýjar slóðir. Maggi meindýra- eyðir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.