Fréttablaðið - 13.07.2007, Blaðsíða 32
BLS. 8 | sirkus | 13. JÚLÍ 2007
Þ að er rúmt ár síðan við komum heim og við erum alsæl,“ segir Anna María Gísladóttir, eigin-
kona knattspyrnumannsins Bjarna
Guðjónssonar. Bjarni hefur verið í
umræðunni vegna umdeilds marks
sem hann skoraði í leik ÍA gegn Kefla-
vík og þeirra deilna sem fylgdu í kjöl-
farið. Anna María hefur ákveðið að tjá
sig ekki um málið hér enda hafa báðir
málsaðilar kosið að ræða málið ekki
frekar í fjölmiðlum.
Meiri Bjarneyringur
en KR-ingur
Anna María og Bjarni
höfðu búið í Evrópu í rúm
sex ár, aðallega í Englandi
og Þýskalandi, þegar þau
komu mörgum á óvart og
fluttu heim. Eftir mikla
flutninga eru þau
tilbúin til að festa
rætur og hafa komið
sér vel fyrir í húsi sínu í
Vesturbænum. Anna
María er Vesturbæing-
ur og KR-ingur og því
komin á heimaslóðir
en Bjarni er að sjálf-
sögðu Skagamaður.
Þau kynntust sem
unglingar þegar hún
var að æfa og starfa
með KR og faðir
Bjarna, Guðjón
Þórðarson, var að
þjálfa meistaralið
KR. „Ætli ég sé ekki
meiri Bjarneyringur en KR-
ingur í dag,“ segir hún og
brosir og bætir við að þau
hafi byrjað saman mjög ung.
„Þegar við byrjuðum saman
fyrir alvöru var hann farinn
út að starfa sem atvinnu-
maður. Ég var í Mennta-
skólanum í Reykjavík en
heimsótti hann í hverjum
mánuði og þegar ég var
19 ára ákvað ég að flytja
út til hans,“ segir Anna
María sem fékk að klára MR utan
skólans. „Þetta vakti ekki mikla lukku
hjá fjölskyldunni minni enda er ég
ekki viss um að við Bjarni myndum
hleypa dóttur okkar svona ungri til
útlanda til að elta einhvern fótbolta-
strák,“ segir hún hlæjandi.
Tími til að huga að lífinu
eftir fótboltann
Bjarni hóf feril sinn í Englandi en
eftir stutt stopp lá leiðin til Genk í
Belgíu en þegar Anna María flutti út
til hans var hann kominn til Stoke í
Englandi þar sem þau voru í þrjú ár.
Í Englandi eignuðust þau sitt fyrsta
barn, Helgu Maríu sem er fimm ára.
„Okkur fannst æðislegt að búa í
Englandi en á þessum tíma var
sannkölluð Íslendingasprengja
þarna úti. Eftir þrjú ár fluttum við
til Þýskalands en við vorum ekki að
finna okkur eins vel þar. Englend-
ingarnir eru opnir svo við eignuð-
umst fullt af góðum vinum og áttum
auðvelt með að aðlagast lífinu.
Þýskaland er öðruvísi og mun lok-
aðra en sem betur fer bjó bróðir
Bjarna þar líka með fjölskyldu sinni
svo við áttum góðar stundir þar
líka.“ Næst lá leið fjölskyldunnar til
Coventry og þaðan til Plymouth á
Englandi en þá áttu Bjarni og Anna
María von á sínu öðru barni, Jóhann-
esi Kristni sem nú er tveggja ára.
„Þar vorum við í rúmt ár áður en við
komum heim og á þessum tíma var
ég komin með nett ógeð á flutning-
um enda höfðum við líka flutt þri-
svar sinnum þegar við bjuggum í
Stoke. Nú erum við komin heim til
að vera og börnin eru alveg í skýjun-
um,“ segir Anna María og bætir við
að það hafi verið sameiginleg
ákvörðun þeirra beggja að halda
heim til Íslands. „Bjarni hafði fengið
tilboð um að vera lengur en við
ákváðum að athuga hvort við hefð-
um möguleika á að lifa af á fótbolt-
anum hér heima. Okkur fannst kom-
inn tími til að hugsa til framtíðar og
að lífinu eftir fótboltann,“ segir Anna
María sem er að klára lögfræði í
Háskólanum í Reykjavík en Bjarni
stefnir á viðskiptafræði í HR í
haust.
Eiginkona fótboltamanns,
ekki fótboltaeiginkona
Anna María segir misskilning að
allar konur atvinnumanna í knatt-
spyrnu sitji heima milli þess að þær
fari í hárgreiðslu og handsnyrtingu.
„Ég er eiginkona fótboltamanns en
ekki fótboltaeiginkona og mér finnst
fíflalegt þegar fólk heldur að sú mynd
sem birtist í Footballers‘ Wives sé
sönn. Það er ekki í mínum karakter að
sitja heima og bíða eftir Bjarna og ég
hugsa að hann hefði ekki viljað það.
Hann varð ástfanginn af mér eins og
ég er og sú persóna verður alltaf að
hafa eitthvað fyrir stafni. Ég verð að
hafa eitthvað að gera og rækta sjálfa
mig og það hefði verið synd að eyða
þessum árum í að sitja heima enda
möguleikarnir margir. Stelpur sem
fara út með mönnunum sínum verða
að skapa sitt eigið líf, annars verða
þær algjörlega upp á menn sína
komna,“ segir Anna María sem notaði
tímann vel og tók einn og einn kúrs
eftir útskrift í MR. Vegna tíðra flutn-
inga átti hún erfitt með að setjast á
skólabekk úti en ákvað í staðinn að
hafa samband við HR og athuga hvort
hún gæti tekið lögfræðina í fjarnámi
sem hún fékk.
Fjarbúðin mesti prófsteinninn
Þrátt fyrir að vera himinlifandi með
að vera komin heim segist hún ekki
vilja skipta á þeirri reynslu sem þau
öðluðust úti. Það að búa í öðru landi
hafi þroskað þau og gert sjálfstæðari
auk þess sem þau hafi í rauninni
aðeins getað treyst á hvort annað og
því hafi hjónabandið styrkst mikið.
„Bjarni var orðinn sjóaður í þessu
þegar ég flutti til hans og allir Íslend-
ingarnir í Stoke gerðu flutningana
léttari. Mér fannst við varla vera í
útlöndum, ekki nema þegar við fórum
til London. Það skiptir miklu máli að
kynnast fólki því maður getur auð-
veldlega einangrast. Maður verður að
búa sitt eigið líf á þeim stað sem
maður er,“ segir hún og bætir við að
fjarbúðin, áður en hún flutti út til
Bjarna, hafi verið mesti prófsteinninn
á samband þeirra. „Okkur fannst
mjög erfitt að búa ekki saman og
þegar ég flutti til hans fannst okkur
eins og við hefðum aldrei gert neitt
annað. Við kynntumst rosalega vel
þegar við vorum í fjarbúð því við höfð-
um mestu samskiptin í gegnum síma
og gerðum ekkert annað en að tala
saman. Flutningurinn gekk mjög vel,
fjölskyldan var dugleg að heimsækja
okkur auk þess sem ég varð að kíkja
reglulega heim vegna skólans. Ég
mæli með fyrir alla að prófa að búa
um stund í útlöndum. Þetta er mikil
reynsla, maður lærir að bjarga sér og
standa á eigin fótum og öðlast góða
reynslu fyrir framtíðina.“
Mætir á alla leiki
Anna María æfði sjálf fótbolta á
sínum tíma en segir að hún sé fyrst til
að viðurkenna að hennar hæfileikar
liggi annars staðar en í knatt-
spyrnunni. Hún hafi þó gaman af bolt-
anum enda myndi hún ekki mæta á
alla leiki hjá Bjarna ef hún hefði ekki
áhuga. „Ég sit nú samt ekki yfir enska
allan daginn enda hef ég annað að
gera með tímann og sem betur fer
eyðir Bjarni ekki miklum tíma í að
glápa á boltann heldur. Við horfum á
vissa leiki en annars ræðum við fót-
bolta lítið á heimilinu. Þegar boltinn
er búinn tekur heimilislífið við. Lífið
er meira en fótbolti og vonandi er það
svoleiðis hjá sem flestum í þessum
bransa.“ Varðandi framtíðina segir
Anna María aldrei að vita nema þau
skelli sér út í nám þegar þau hafa bæði
klárað hér heima. „Við viljum halda
þeim möguleika opnum en það fer
allt eftir aðstæðum. Okkur langar að
eignast annað barn en ekki strax. Við
erum heppin með gullmolana okkar
og maður verður að hafa tíma til að
sinna þeim og njóta.“
indiana@frettabladid.is
LÍFIÐ ER
MEIRA EN
FÓTBOLTI
ANNA MARÍA ÁSAMT HELGU MARÍU OG JÓHANNESI KRISTNI „Okkur langar að eignast annað barn en ekki strax. Við erum heppin með
gullmolana okkar og maður verður að hafa tíma til að sinna þeim og njóta.“ MYND/PJETUR
Anna María Gísladóttir
er eiginkona Bjarna
Guðjónssonar knatt-
spyrnumanns. Anna
María og Bjarni bjuggu erlendis í sex ár með
börn sín en eru nú komin heim og hafa komið
sér vel fyrir í fallegu húsi í vesturbænum. Anna
María segir nauðsynlegt fyrir konur atvinnu-
manna í knattspyrnu að móta sitt eigið líf svo
þær verði ekki algjörlega háðar mönnum sínum.
„VIÐ KYNNTUMST ROSALEGA VEL ÞEGAR VIÐ VORUM Í FJARBÚÐ ÞVÍ VIÐ HÖFÐUM MESTU
SAMSKIPTIN Í GEGNUM SÍMA OG GERÐUM EKKERT ANNAÐ EN AÐ TALA SAMAN.“
BJARNI GUÐJÓNSSON
„Það er ekki í mínum
karakter að sitja heima
og bíða eftir Bjarna og ég
hugsa að hann hefði ekki
viljað það. Hann varð
ástfanginn af mér eins og
ég er og sú persóna
verður alltaf að hafa
eitthvað fyrir stafni,“
segir Anna María.