Fréttablaðið - 13.07.2007, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 13.07.2007, Blaðsíða 22
Uppskrift Tans } Vegna mistaka féll einn bolli af hveiti niður í eldfjallakökuupp- skrift Brynhildar Pálsdóttur listakonu sem birtist hér í síð- ustu viku. Hér kemur hún rétt. Þurrefnunum er blandað saman. Þá er smjörinu og mjólk- inni bætt út í og hrært í tvær mín- útur. Síðan koma eggin og vanillu- droparnir og þá aftur hrært í tvær mínútur. Deigið er sett í mót sem búið er til úr álpappír og bakað við 180 gráðu hita. Síðan þarf að fylgjast með hvenær kakan er bökuð í gegn, til dæmis með því að stinga í hana prjóni. Lögunin á mótinu hefur áhrif á bökunartímann. Leiðbeiningar um hvernig eldfjallakakan er búin til fást á Kjarvalsstöðum. Eldfjallakakan rétt Á næstu grösum er boðið upp á fjölbreytt úrval grænmetis- rétta, þar sem leitað er fanga í indverskri matargerð og bandarískri þjóðlagatónlist. „Matseðillinn okkar er breytilegur eftir dögum, en ætli föstudags- matseðillinn sé ekki vinsælastur. Sá dagur er helgaður indverskri matargerð og boðið upp á krydd- bakað eggaldin, baunadahl og ind- verskt meðlæti,“ segir Hilmir Þór Harðarson, kokkur Á næstu grös- um. „Rétturinn er skemmtilega mari- neraður, sem veldur því að hann er bragðmikill og góður,“ útskýrir Hilmir og bætir við að í réttinn sé notað mikið af lauk og sinneps- fræjum, sem eru steikt þar til þau hreinlega skoppi. Tómatpúrra sé næst sett út í og við það myndist alveg einstakt sinnepsbragð, en slík tilbreyting sé einmitt ástæða þess að margir sæki grænmetis- staði. Fimmtudagar eru líka nokkuð sérstæðir á staðnum, en þá er við- búið að heyra megi goðsögnina Johnny Cash syngja innan úr eld- húsinu. Þá er nefnilega boðið upp á réttinn Bananakarrý Johnny Cash og þess krafist að minnst fjögur lög með meistaranum séu spiluð á meðan á eldamennsku stendur. Er Hilmir ekki í nokkrum vafa um að söngvarinn fylgist með úr fjarlægð stoltur á svip. Laukurinn skorinn í sneiðar og steiktur með sinnepsfræjum, cum- min og kóriander þar til hann er orðin mjúkur og sinnepsfræin eru farin að skoppa í pottinum. Tómöt- um er þá hellt út í og látið krauma í 15 mínútur á lágum hita. Þá er sósan söltuð og pipruð. Hafa ber í huga að eggaldinið kemur til með að draga í sig mikið bragð, þannig að sósan má vera bragðmikil. Eggaldin skorið í stórar steikur í hæfilega stærð fyrir einn mann. Gott að skera ofan í eggaldinið litl- ar línur eða tígla niður í botn, en ekki alveg í gegn til að kryddhjúp- ur renni betur inn í grænmetið. Eggaldin penslað með kryddjurta- hjúp og bakað við 150 gráður í 10 mínútur. Má undirbúa degi fyrr. Sósa loks sett ofan á eggaldin og klárað í ofni við 150 gráður í 10- 20 mínútur, háð stærð eggaldinsins. Gott að bera kryddbakað egg- aldin fram með indversku bauna- dhal, naan-brauði og hýðishrís- grjónum. Laukur skorinn í sneiðar og settur í pott ásamt olíu, lárviðar- laufi, timian og karrý. Þegar lauk- urinn er orðin mjúkur og eldaður í gegn er ananassafa hellt út í og hann soðinn niður um helming. Kókosmjólk og tómatpúrru næst bætt við og suðu náð aftur upp. Bananar skornir í sneiðar og sett- ir út í. Sjóðist í nokkrar mínútur. Þá kemur bananabragð af sósunni þó svo að þeir séu enn heillegir. Kóriander skorið niður og sett út í sósu. Svo er bara að smakka til með salti og pipar. Gott er að bera fram með góðri blöndu af rótargrænmeti með cas- hew-hnetum. Ef heitt er í veðri er gott að hafa léttara grænmeti eins og papriku og kúrbít. Hilmir mælir með að lögin Fol- som Prison Blues, Walk the Line, Big River og Get Rythm fái að hljóma á meðan pottrétturinn mallar. Bananakarrý Johnny CashSérfræðingar í saltfiski Þjónustum verslanir, veitingahús o.fl. Fyrir verslanir: Til suðu: saltfiskbitar blandaðir gellur gollaraþunnildi Til steikingar: saltfiskbitar blandaðir saltfiskkurl saltfiskhnakkar tvær stærðir (lomos) gellur Fyrir veitingahús – hótel – mötuneyti: saltfiskhnakkar tvær stærðir (lomos) saltfiskbitar blandaðir til suðu og steikingar saltfiskkurl Fyrir utan saltfiskinn þjónustum við sitthvað fleira, svo sem: ýsuhnakka rækjur þorskhnakka steinbítskinnar og bita Sími: 466 1016 ektafiskur@emax.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.