Fréttablaðið - 13.07.2007, Blaðsíða 22
Uppskrift Tans }
Vegna mistaka féll einn bolli af
hveiti niður í eldfjallakökuupp-
skrift Brynhildar Pálsdóttur
listakonu sem birtist hér í síð-
ustu viku. Hér kemur hún rétt.
Þurrefnunum er blandað
saman. Þá er smjörinu og mjólk-
inni bætt út í og hrært í tvær mín-
útur. Síðan koma eggin og vanillu-
droparnir og þá aftur hrært í
tvær mínútur. Deigið er sett í mót
sem búið er til úr álpappír og
bakað við 180 gráðu hita. Síðan
þarf að fylgjast með hvenær
kakan er bökuð í gegn, til dæmis
með því að stinga í hana prjóni.
Lögunin á mótinu hefur áhrif á
bökunartímann. Leiðbeiningar
um hvernig eldfjallakakan er
búin til fást á Kjarvalsstöðum.
Eldfjallakakan rétt
Á næstu grösum er boðið upp
á fjölbreytt úrval grænmetis-
rétta, þar sem leitað er fanga
í indverskri matargerð og
bandarískri þjóðlagatónlist.
„Matseðillinn okkar er breytilegur
eftir dögum, en ætli föstudags-
matseðillinn sé ekki vinsælastur.
Sá dagur er helgaður indverskri
matargerð og boðið upp á krydd-
bakað eggaldin, baunadahl og ind-
verskt meðlæti,“ segir Hilmir Þór
Harðarson, kokkur Á næstu grös-
um.
„Rétturinn er skemmtilega mari-
neraður, sem veldur því að hann
er bragðmikill og góður,“ útskýrir
Hilmir og bætir við að í réttinn sé
notað mikið af lauk og sinneps-
fræjum, sem eru steikt þar til þau
hreinlega skoppi. Tómatpúrra sé
næst sett út í og við það myndist
alveg einstakt sinnepsbragð, en
slík tilbreyting sé einmitt ástæða
þess að margir sæki grænmetis-
staði.
Fimmtudagar eru líka nokkuð
sérstæðir á staðnum, en þá er við-
búið að heyra megi goðsögnina
Johnny Cash syngja innan úr eld-
húsinu. Þá er nefnilega boðið upp
á réttinn Bananakarrý Johnny
Cash og þess krafist að minnst
fjögur lög með meistaranum séu
spiluð á meðan á eldamennsku
stendur. Er Hilmir ekki í nokkrum
vafa um að söngvarinn fylgist með
úr fjarlægð stoltur á svip.
Laukurinn skorinn í sneiðar og
steiktur með sinnepsfræjum, cum-
min og kóriander þar til hann er
orðin mjúkur og sinnepsfræin eru
farin að skoppa í pottinum. Tómöt-
um er þá hellt út í og látið krauma
í 15 mínútur á lágum hita. Þá er
sósan söltuð og pipruð. Hafa ber í
huga að eggaldinið kemur til með
að draga í sig mikið bragð, þannig
að sósan má vera bragðmikil.
Eggaldin skorið í stórar steikur í
hæfilega stærð fyrir einn mann.
Gott að skera ofan í eggaldinið litl-
ar línur eða tígla niður í botn, en
ekki alveg í gegn til að kryddhjúp-
ur renni betur inn í grænmetið.
Eggaldin penslað með kryddjurta-
hjúp og bakað við 150 gráður í 10
mínútur. Má undirbúa degi fyrr.
Sósa loks sett ofan á eggaldin og
klárað í ofni við 150 gráður í 10- 20
mínútur, háð stærð eggaldinsins.
Gott að bera kryddbakað egg-
aldin fram með indversku bauna-
dhal, naan-brauði og hýðishrís-
grjónum.
Laukur skorinn í sneiðar og
settur í pott ásamt olíu, lárviðar-
laufi, timian og karrý. Þegar lauk-
urinn er orðin mjúkur og eldaður
í gegn er ananassafa hellt út í og
hann soðinn niður um helming.
Kókosmjólk og tómatpúrru næst
bætt við og suðu náð aftur upp.
Bananar skornir í sneiðar og sett-
ir út í. Sjóðist í nokkrar mínútur.
Þá kemur bananabragð af sósunni
þó svo að þeir séu enn heillegir.
Kóriander skorið niður og sett út í
sósu. Svo er bara að smakka til
með salti og pipar.
Gott er að bera fram með góðri
blöndu af rótargrænmeti með cas-
hew-hnetum. Ef heitt er í veðri er
gott að hafa léttara grænmeti eins
og papriku og kúrbít.
Hilmir mælir með að lögin Fol-
som Prison Blues, Walk the Line,
Big River og Get Rythm fái að
hljóma á meðan pottrétturinn
mallar.
Bananakarrý Johnny CashSérfræðingar
í saltfiski
Þjónustum verslanir, veitingahús o.fl.
Fyrir verslanir:
Til suðu:
saltfiskbitar blandaðir
gellur
gollaraþunnildi
Til steikingar:
saltfiskbitar blandaðir
saltfiskkurl
saltfiskhnakkar tvær stærðir (lomos)
gellur
Fyrir veitingahús – hótel – mötuneyti:
saltfiskhnakkar tvær stærðir (lomos)
saltfiskbitar blandaðir til suðu og steikingar
saltfiskkurl
Fyrir utan saltfiskinn þjónustum við sitthvað fleira, svo sem:
ýsuhnakka
rækjur
þorskhnakka
steinbítskinnar og bita
Sími: 466 1016
ektafiskur@emax.is