Fréttablaðið - 13.07.2007, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 13.07.2007, Blaðsíða 30
BLS. 6 | sirkus | 13. JÚLÍ 2007 É g hafði heimsótt landið af og til í sex ár en flutti hingað í mars í fyrra. Árið 2004 kom ég hing- að tíu sinnum og ákvað að það væri bara auðveldara að búa hérna,“ segir hin breska Kitty von-Sometime sem vakið hefur eftirtekt fyrir flottan og öðruvísi stíl. Sjálf segist Kitty ekki mikið umhugað um tísku. Hún klæð- ist einfaldlega því sem hana langi til að klæðast og sé þægilegt. „Ég myndi aldrei fara í eitthvað óþægilegt og er ekki að elta uppi einhver merki en ég fíla hins vegar notuð föt.“ Aðspurð hvað það hafi verið við landið sem hafi heillað hana segist hún fíla fólk- ið, allavega flesta. „Ísland er öðruvísi en allt annað. Ég er búin að prófa að búa í stórborg og vildi prófa lítinn bæ. Reykjavík er lítil borg með „big city attitude. Svo eru það allar klisjurnar eins og hversu fallegt land- ið er,“ segir Kitty. „Fólkið hér skiptist í tvo hópa, þá sem hanga í mollunum og kaupa sér eins föt og svo hina sem versla í búðum eins og Nakta apan- um og Kron Kron. Þessar tvær týpur eiga ekki alltaf samleið og þú getur gengið að öðrum hópnum vísum inni á Sirkus eða Qbar en hinum inni á Sólon,“ segir hún brosandi. Sjálf verslar Kitty aðallega í verslunum eins og Spútnik og Nakta apanum. „Ég sakna samt hjálparstarfsverslan- anna í Bretlandi enda gat ég eytt heilu dögunum í að gramsa þar inni.“ Auk þess að standa fyrir 90’s partýum á NASA ásamt Curver starfar Kitty hjá Smekkleysu og hún segir tónlist og tísku samtengda. Aðspurð hvernig hennar eigin smekkur sé segir hún hann líklega mitt á milli þess að vera of mikið spandex og 80’ sápuópera. „Ég hugsa ekki mikið um það sem ég fer í og oft er eins og fataskápurinn hafi ælt á mig. Ég er ekki ein af þeim stelpum sem taka langan tíma í að taka sig til.“ Spurð hvort hún hafi fæðst á vit- lausum tíma segist hún hafa verið lítil stelpa á áttunda áratugnum og alist upp við poppstjörnur eins og Madonnu. „Ég fylgdist líka með mömmu og vildi óska að hún hefði geymt fötin sín,“ segir Kitty sem veit ekki hvort eða hversu lengi hún ætlar að búa á Íslandi. „Ég plana ekki fram í tímann og maður á aldrei að segja aldrei. Fyrst þegar ég kom hingað þekkti ég engan en vaknaði með timburmenn eftir að hafa gifst einhverjum manni í þykjustubrúð- kaupi um nóttina. Í hvert skipti sem ég heimsótti landið eignaðist ég fleiri og fleiri vini svo þegar ég flutti var það ekkert mál. Þá átti ég stóran hóp af góðum vinum sem margir höfðu heimsótt mig út.“ Aðspurð hvort fjölskylda hennar og vinir úti í Bretlandi hafi ekki verið hissa yfir flutningunum segir hún svo ekki hafa verið. „Flest þeirra biðu eftir að ég myndi flytja því ég var hvort sem er alltaf hérna.“ Kitty segir að líklega hafi hún alltaf klætt sig öðruvísi en að hún hafi ekki alltaf þótt smart. „Í skólanum var ég nördinn og skrýtna stelpan,“ segir hún hlæjandi og bætir við að Íslendingar ættu ekki að taka sig svona hátíðlega þegar kemur að tísku. „Klæðstu því sem þú vilt klæðast og hafðu gaman af því.“ indiana@frettabladid.is KITTY VON-SOMETIME VEKUR ALLS STAÐAR ATHYGLI FYRIR SÉRSTAKAN FATASMEKK EN SJÁLF LÝSIR HÚN SMEKKNUM SÍNUM EINS OG FATASKÁPURINN HAFI ÆLT Á HANA Mix af spandexi og 80‘s sápuóperu OF MIKIÐ SPANDEX „Ég hugsa ekki mikið um það sem ég fer í og oft er eins og fataskápurinn hafi ælt á mig. Ég er ekki ein af þeim stelpum sem taka langan tíma í að taka sig til.“ MYND/RÓSA FÍLAR ÍSLAND „Ég er búin að prófa að búa í stórborg og vildi prófa lítinn bæ. Reykjavík er lítil borg með „big city attitude.“ MYND/RÓSA REYKJAVIK STORE LAUGAVEGI 86-94, S: 511-2007 Útsala40% afsláttur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.