Fréttablaðið - 13.07.2007, Blaðsíða 12
Maulana Abdul Aziz, hinn
handtekni æðstiklerkur Rauðu moskunnar í
Íslamabad, fékk í gær leyfi til að stjórna
bænahaldi við útför hins fallna bróður síns,
Abdul Rashid Ghazi, helsta leiðtoga uppreisnar-
manna moskunnar.
„Ef guð lofar, þá verður íslömsk bylting brátt
gerð í Pakistan,“ sagði Aziz við útförina. „Blóð
píslarvottanna mun bera ávöxt.“
Árás hersins á moskuna nú í vikunni hefur
orðið vatn á myllu strangtrúaðra múslíma í
Pakistan og bæði talibanar og al-Kaída hafa nú
boðað hefndaraðgerðir. Í gær var efnt til
mótmælafunda á að minnsta kosti þremur
stöðum í Pakistan og í norðvesturhéraðinu voru
gerðar tvær sjálfsvígsárásir.
Pervez Musharraf, forseti Pakistans, hefur á
hinn bóginn áunnið sér virðingu hófsamari
múslíma í landinu fyrir að ráðast til atlögu gegn
hinum strangtrúuðu öflum sem höfðu hreiðrað
um sig í moskunni, í hjarta höfuðborgar
landsins, skammt frá þinghúsinu og hæstarétti.
Fyrir fimm árum hét Musharraf því að ná
tökum á þúsundum íslamskra kóranskóla,
svipuðum þeim sem tengdust Rauðu moskunni í
Íslamabad, sem margir telja uppeldisstöðvar
fyrir herskáa múslíma.
Shaukat Aziz forsætisráðherra segir að
stjórnin muni nú grípa til harðra aðgerða gegn
öllum slíkum skólum, sem tengjast herskáum
öflum.
Dreifing á rafrænum skil-
ríkjum til auðkennis og rafrænna
undirskrifta hefst í haust. Kortin
munu með tímanum leysa af hólmi
auðkennislyklana sem bankarnir
dreifðu fyrr á þessu ári.
„Bankar og sparisjóðir byrja að
dreifa kortunum til sinna viðskipta-
vina í haust. Þau koma í staðinn
fyrir venjuleg debetkort þannig að
það eru engin viðbótarkort sem fólk
þarf að hafa. Bara debetkort með
örgjörva,“ segir Haraldur Bjarna-
son, sérfræðingur hjá fjármála-
ráðuneytinu. Ráðuneytið vinnur að
þróun skilríkjanna ásamt Auðkenni
hf., sem er sérhæft fyrirtæki um
öryggismál rafrænna viðskipta í
eigu allra helstu fjármálastofnana
landsins.
„Auðkennislyklarnir munu lifa
einhvern tíma til viðbótar.
Bankarnir hafa enn ekki ákveðið
hvernig staðið verður að dreifingu;
hvort allir fái kortin í einu eða bara
við endurnýjun debetkorta,“ segir
Logi Ragnarsson, framkvæmdatjóri
Auðkennis hf.
Skilríkið verður lykill að vefsíð-
um eins og netbanka, hægt verður
að skrifa undir skjöl og pappíra og
mögulegt verður að takmarka
aðgang að spjallborðum við ákveðna
hópa, til dæmis unglinga á aldrinum
fjórtán til sextán ára.
Hægt verður að fá kortalesara
sem tengist við tölvu á einfaldan
hátt. Nú þegar er hægt að fá far-
tölvur með kortalesara og verður
það væntanlega staðalbúnaður í
tölvum í framtíðinni.
„Til einföldunar er hægt að
setja notkun kortanna í þrjá
flokka. Þetta verða debetkort sem
stungið er í sérstaka posa og lykil-
orð slegin inn til staðfestingar á
greiðslu. Þetta verða auðkenni til
innskráningar á vefi, til dæmis
netbanka. Að lokum er þetta raf-
ræn undirskrift. Fólk getur þá
sótt um lán í netbankanum og
skrifað undir rafrænt með því að
setja kortið í lesarann og slá inn
lykilorð,“ segir Vilhjálmur Hall-
dórsson hjá Glitni.
Spurður um kostnað við útgáfu
auðkennislykla segist Vilhjálmur
ekki hafa þær tölur. „Auðkennis-
lyklarnir voru skref í átt að auknu
öryggi. Rafrænu skilríkin eru síðan
rökrétt framhald af þeim og hag-
kvæm lausn sem tryggir öryggi til
framtíðar,“ segir Vilhjálmur.
ÞÚ ÁTT
AÐ BORÐA
ÞAÐ HÆGT!
Ekki borða annars hugar
– njóttu bragðsins.
McVitie´s Digestives er nefnilega
súkkulaðikex sem verðskuldar
alla athygli þína.
ÍS
L
E
N
S
K
A
/S
IA
.I
S
/N
A
T
3
76
44
0
6/
07
Rafræn skilríki í
stað auðkennislykla
Rafræn skilríki fara í almenna dreifingu í haust. Skilríkin verða lykill fólks að
ýmsum vefsíðum eins og heimabanka og þjónustusíðum sveitarfélaga og ríkis.
Notkun skilríkjanna jafngildir venjulegri undirskrift.
Abdul Aziz boðar byltingu
Magnús Þór Gylfason
hefur verið ráðinn skrifstofu-
stjóri borgar-
stjóra og
starfandi
borgarritari.
Magnús Þór
gegnir starfinu
í leyfi Kristínar
Á. Árnadóttur
sem ráðin var
til starfa í
utanríkisráðu-
neytið og leiðir
nú framboð
Íslands til öryggisráðs Samein-
uðu þjóðanna.
Magnús Þór er þrjátíu og
þriggja ára viðskiptafræðingur
úr Háskólanum í Reykjavík.
Hann gegndi starfi skrifstofu-
stjóra og verkefnisstjóra á
skrifstofu borgarstjóra síðasta
vetur og situr í starfshópi
borgarstjóra um bættan rekstur
Reykjavíkurborgar.
Magnús Þór
skrifstofustjóri
Fyrstu kartöflur sumars-
ins voru teknar upp í fyrradag.
Þær voru keyrðar beinustu leið í
verslanir og ruku þaðan út það
sem eftir var dagsins.
Birkir Ármannsson, bóndi í
Þykkvabæ, segir uppskeruna
ágæta en fyrstu dagana sé í raun
aðeins um sýnishorn að ræða.
„Það kemur frekar lítið upp
alveg í byrjun, en uppskeran
ætti að vera komin á skrið í lok
næstu viku,“ segir hann.
„Þangað til verður fólk bara að
mæta snemma í búðirnar til að
missa ekki af kartöflunum.“
Næstu vikurnar verða
kartöflur teknar upp daglega og
sendar jafnóðum í verslanir.
Nýjar kartöflur
ruku úr hillum
Vændiskonan sem
kom hingað til lands á mánudag-
inn í þeim tilgangi að selja blíðu
sína var yfirheyrð af lögreglu í
gær og sleppt.
Vændi á Íslandi er ólöglegt en
refsilaust nema þriðji aðili
tengist málinu. Samkvæmt
upplýsingum frá lögreglu var
konan hér á vegum franskrar
fylgdarþjónustu. Björgvin
Björgvinsson, yfirmaður
kynferðisbrotadeildar, segir að
mun erfiðara sé að eiga við mál
þegar fyrirtæki erlendis eiga í
hlut. „Við vorum aðallega að
rannsaka hvort um þriðja aðila
væri að ræða og hvort einhverj-
ir Íslendingar kæmu að máli,“
segir Björgvin.
Vændiskonan er tuttugu og
þriggja ára og hefur að sögn
lögreglu stundað vændi í
Frakklandi og heimalandi sínu,
Rússlandi.
Á vegum
franskrar fylgd-
arþjónustu
Hæstiréttur hefur
staðfest gæsluvarðhald yfir konu
sem framdi fjölda afbrota eftir að
henni hafði verið sleppt úr
varðhaldi fyrr á árinu.
Konan er sökuð um að hafa
brotist inn í bíl og stolið veski,
brotist inn í fleiri bíla ásamt
tveimur öðrum stúlkum, brotist
inn í íbúð og keyrt undir áhrifum
lyfja og áfengis.
Hæstiréttur taldi ljóst að
ákærða myndi halda áfram
brotaferli sínum yrði hún látin
laus, enda fjármagnaði hún
fíkniefnaneyslu sína með
auðgunarbrotum.
Í gæsluvarðhald
eftir mörg brot