Fréttablaðið - 13.07.2007, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 13.07.2007, Blaðsíða 50
Rokksveitin Mínus heldur tónleika á Grand Rokk annað kvöld, laugar- daginn 14. júlí. Þetta verða fyrstu tónleikarnir þar sem sveitin er í aðalhlutverki síðan mannabreyting- ar urðu fyrir skemmstu. Eins og kom fram í fjölmiðlum sögðu Frosti Logason gítarleikari og Þröstur Jónsson bassaleikari skilið við Mínus. Í staðinn var fenginn bassa- leikarinn Sigurður Oddsson úr Fut- ure Future. Að sögn Björns Stefánssonar trommuleikara ætlar Mínus á þess- um tónleikum að leika þverskurð af efni hljómsveitarinnar á níu ára ferli hennar. Sannarlega forvitnileg- ir tónleikar. Húsið opnar klukkan 23 og það kostar þúsundkall inn. Plötu- snúðurinn Frosti Gringo hitar upp. Mínus snýr aftur Breakbeat lifir enn Eitt sinn var því ranglega haldið fram hér í Fréttablaðinu að break- beat-senan á Íslandi hefði á einhverjum tímapunkti lognast útaf. Slíkt umtal skal leiðrétt hér með enda fáar senur hérlendis eins akt- ívar og sú sem leidd er af mönnunum á bakvið Breakbeat.is. Ég held að alveg sé hægt að fullyrða að Breakbeat.is-menn hafi staðið fyrir viðburði hér á landi í hverjum einasta mánuði í hartnær áratug. Drum & bass geirinn er reyndar ekki nærri eins áberandi og hann var þegar hann kom fyrst fram á sjónarsviðið en gróskuna vantar samt sem áður ekki. Þá staðreynd sann- ar nýleg safnskífa útgáfunnar Offshore frá New York. Plat- an nefnist Buried Treasure og inni- heldur lög frá ýmsum tónlistar- mönnum útgáfunn- ar. Á plötunni er kannski ekki verið að brjóta upp allar hefðir drum & bass en hún sannar samt sem áður að enn ríkir hugmyndaauðgi í senunni. Ekki spillir heldur fyrir að á plötunni má finna lag með einum Íslendingi að nafni Jón Berg Jóhannesson. Jón kallar sig reyndar Raychem á plötunni og lagið hans nefnist Time for What? og er vel stilltur óður. Platan inniheldur annars brot af því besta sem er að gerast í „leftfield“ og tilraunakennda drum & bass geiranum, þar sem Offshore er í fararbroddi. Mæli sérstaklega með lögunum Defunct Drums‘ Depression Decade VIP með Fanu og Crash Kit með Graphic & Slide. Að lokum ber að minnast á tónleika stærstu stjörnu drum & bass frá upphafi, Goldie, á Nasa á morgun. Goldie var leiðtogi senunnar þegar hún var að stíga sín fyrstu skref og sjálfsagt má færa rök fyrir því að þannig sé staðan enn þann dag í dag. Frægðarsól Goldie hefur semsagt ekki sest þó að hann sé hættur með Björk. Sem fyrr eru það umræddir Breakbeat.is-drengir sem standa fyrir komu Goldie hingað til lands og mæli ég eindregið með því að fólk skelli sér á tónleikana. Með Goldie í för er einnig MC Lowqui auk þess sem íslensku plötusnúðarnir Ewok, Kalli og Agzilla munu þeyta skífum. Sá síðastnefndi er reyndar góðvinur Goldie og hefur meðal annars gefið út efni hjá plötufyrirtæki hans. Segið svo að break- beat-senan sé dauð á Íslandi. Benedikt H. Hermannsson, betur þekktur sem Benni Hemm Hemm, talar um plötusölu og frægðina í nýju viðtali við Bart Cameron, fyrrum ritstjóra Reykjavík Grap- evine. Í viðtalinu, sem birtist í tíma- ritinu The Stranger í Seattle á miðvikudag, segir Benni að Íslendingar láti sér ekki mikið um frægð hans finn- ast, og að það hafi ekki mikla þýðingu að toppa sölulistana hér á landi. „Það var söngvari í mjög vinsælli en skelfi- legri hljómsveit hérna sem var valinn til að keppa í bandarískum sjónvarpsþætti sem hét Rockstar: Supernova. Áður en hann fór til Bandaríkjanna, þegar hann var í þriðju stærstu hljómsveit landsins, vann hann allan daginn í gler- verksmiðju,“ segir Benni í viðtalinu. Það ætti ekki að fara fram hjá neinum að þar á hann við Magna Ásgeirs- son. Cameron fer í kjölfarið fögrum orðum um Benna í viðtalinu og klykkir út með því að bera tónlistarmann- inn saman við Björk og Sigur Rós. Benni um frægðina Gríptu augnablikið og lifðu núna Komdu við í næstu Vodafone verslun og nældu þér í gæðabolta. Almennt verð 1.990 kr. Þú færð bestu kjörin með því að vera með allt hjá okkur í Og1. Meistaradeildarboltar á aðeins 990 kr. fyrir Og1 viðskiptavini. Hittu í mark Breska hljómsveitin Throbbing Gristle var brautryðjandi í „industri- al“-tónlistinni sem kom fram á seinni hluta áttunda áratugarins. Hún sendi nýlega frá sér sína fyrstu plötu með nýju efni í 25 ár. Trausti Júlíusson rifjaði upp feril þessarar áhrifa- ríku sveitar. Þegar breska hljómsveitin Throbb- ing Gristle (TG) steig fram á sjón- arsviðið árið 1975 risu margir upp til að fordæma hana. Einn af þeim var Sir Nicholas Fairbairn, bresk- ur þingmaður, sem kallað meðlimi sveitarinnar „Wreckers Of Civil- isation“ – niðurrifsmenn siðmenn- ingarinnar. Hljómsveitin fagnaði þessu viðurnefni og hampaði því óspart. Á árunum 1975-1981 hélt TG fjölda tónleika og sendi frá sér plötur sem höfðu mikil áhrif. Sveitin kom svo saman aftur fyrir skömmu og sendi frá sér nýja plötu, Part Two: The Endless Not. Throbbing Gristle varð til upp úr gjörningalistahópnum COUM Transmissions. Meðlimirnir voru Genesis P-Orridge bassaleikari, Cosey Fanni Tutti gítarleikari, hljómborðsleikarinn Chris Carter og Peter „Sleazy“ Christopherson sem meðhöndlaði tónlistina með segulböndum. Genesis og Cosey voru bæði listamenn, Sleazy var hönnuður, en Chris var með tækja- dellu á háu stigi og sérhæfði sig í því að smíða sína eigin hljóðgerv- la. Cosey hafði m.a. leikið í nokkr- um klámmyndum í listrænum til- gangi. TG tók þátt í sýningunni Prost- itution í ICA listamiðstöðinni í London 1976, en sú sýning hneyksl- aði marga. Þar mátti m.a. sjá brot frá fyrrnefndum kvikmyndaferli Cosey Fanni Tutti, innsetningar með notuðum túrtöppum o.fl. sem ekki þótti boðlegt, síst af ölli í svo virðulegri stofnun. Tónleikar TG fyrstu árin hófust með því að kveikt var á skeiðklukku og nákvæmlega 60 mínútum síðar var rafmagnið tekið af. Throbbing Gristle átti það sam- eiginlegt með pönkinu að ráðast gegn ríkjandi tónlist og þjóðfé- lagsskipan, en TG gekk mun lengra á báðum sviðum. Tónlistin var að miklu leyti sveiflukenndur hávaði, án takts og greinanlegrar uppbyggingar. Einhvers konar rafræn sýra. Á plötum sveitarinn- ar var tónlistin samt aðgengilegri en á tónleikum. Plötur eins og The Second Annual Report (1977), D. O.A. (1978) og 20 Jazz Funk Greats (1979) eru vel þess virði að tékka á þeim. Eftir að TG hætti, stofnuðu Gen- esis og Sleazy Psychic TV (sem hélt eftirminnilega tónleika með Kuklinu í HM 1984), en Chris & Cosey stofnuðu samnefnt dúó. Hvortveggja poppaðri sveitir en TG. TG hafði mikil áhrif t.d. á 23 Skidoo, SPK, Einsturzende Neu- bauten, Laibach, Front 242 og zov- iet*france. Á Íslandi mátti heyra áhrif frá TG hjá Bruna BB, Inferno 5 og hinni vanmetnu eðalsveit Reptilicus. Nýja Throbbing Gristle platan er aðeins mýkri og aðgengilegri en fyrri verk þó að meðlimirnir full- yrði að þeir kunni ennþá minna á hljóðfæri í dag heldur en þegar sveitin var stofnuð. TG er líka farin að spila á tónleikum aftur og þáði nýlega boð ICA um að spila þar, en stofnunin setti sveitina á bannlista eftir Prostitution sýn- inguna. Genesis hlær að því í dag: „Svona gerist þetta. Þeir reyna að stoppa þig. Svo banna þeir þig og segja að þú sért klámfenginn, en svo 25 árum seinna segja þeir að þeim finnist þú góður.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.