Fréttablaðið - 13.07.2007, Blaðsíða 2
Vegaframkvæmdir við
Reykjanesbraut milli Kópavogs og
Hafnarfjarðar þykja illa merktar
og stórhættulegar, að mati
Umferðarstofu og Vegagerðar.
„Umferðarstofu hafa aldrei
borist jafn margar kvartanir vegna
vegaframkvæmda,“ segir Einar
Magnús Magnússon, upplýsinga-
fulltrúi Umferðarstofu. Hann segir
nauðsynlegt að lögreglu verði veitt
verkfæri, til dæmis í formi
reglugerðar, til að taka fastar á
þessum málum en unnt er í dag.
Guðbrandur Sigurðsson hjá
umferðardeild lögreglu höfuðborg-
arsvæðisins, segir lögreglu nýlega
hafa gert úttekt á öllum
framkvæmdum við Reykjanes-
braut. Fjölmargar athugasemdir
hafi verið gerð-
ar og þeim
komið til Vega-
gerðarinnar,
sem sér um eft-
irlit með verk-
inu, og fleiri sem
koma að því. Lög
kveði á um að
framkvæmdir
séu merktar en
hins vegar skorti
reglur með laga-
legt gildi um hvernig skuli staðið
að þeim. „Til er leiðbeinandi reglu-
gerð frá árinu 1997, en hún hefur
ekki regluígildi,“ segir Guðbrand-
ur. Hann segir lögreglu í vanda þar
sem laga- eða reglugerðarákvæði
skorti.
Banaslys varð í nóvember á
síðasta ári á vegkaflanum.
Ökumaður var drukkinn en
rannsóknarnefnd umferðarslysa
segir í skýrslu um slysið að ljóst sé
að aðgerðir sem áttu að stuðla að
bættum merkingum hafi brugðist,
þrátt fyrir ítrekaðar kvartanir
vegfarenda og ábendingar lögreglu.
Í skýrslunni kemur einnig fram að
nauðsynlegt sé að útbúa reglugerð
um merkingar á vinnusvæðum, auk
þess sem lögregla verði að geta
beitt viðurlögum ef verktaki brjóti
ítrekað af sér.
Vegagerðin hefur eftirlitsskyldu
með verktakanum sem þarna
vinnur. Gunnar Gunnarsson
aðstoðarvegamálastjóri segir
kvartanir vegfarenda og ábend-
ingar lögreglu hafa borist til
Vegagerðarinnar. Hann hafi sent
framkvæmdaeftirlitinu póst 5. júlí
vegna þessa en þar segi: „Þarna
þarf greinilega að bæta úr. Eftirlitið
verður að taka á þessu með fullri
hörku áður en fleiri slys verða.“
Halldór Ingólfsson, eigandi
verktakafyrirtækisins Glaums,
sem annast framkvæmdirnar,
segir að leyst hafi verið úr flestum
ábendingum lögreglu. Helsti
vandinn sé að hámarkshraði um
svæðið sé of mikill. Merkingar
séu meira en nægar.
Lögregluna skortir
úrræði vegna verktaka
Lögreglu skortir úrræði til að taka á verktökum sem ítrekað verða uppvísir að
því að merkja vegaframkvæmdir ekki með viðunandi hætti. Umferðarstofa og
Vegagerð telja vinnu á Reykjanesbraut mjög hættulega. Þörf sé á aðgerðum.
Yfirvöld í Bretlandi íhuga
aðgerðir gegn rússnesku ríkis-
stjórninni eftir að saksóknarar í
Rússlandi neituðu á mánudag að
framselja fyrrum KGB-manninn
Andrei Lugovoi, sem er grunaður
um að hafa drepið Alexander Lit-
vinenko í London í fyrra. Breska
blaðið The Guardian greindi frá
þessu í gær.
Meðal þeirra aðgerða sem utan-
ríkisráðherra Bretlands, David
Miliband, veltir fyrir sér er að
reka rússneska diplómata úr landi
og að hætta samvinnu við Rússa á
ýmsum sviðum eins og viðskipt-
um, mennta- og félagsmálum og í
baráttunni gegn hryðjuverkum.
Talið er að Miliband greini ekki
frá ákvörðun sinni fyrr en í næstu
viku.
Yfirvöld í Bretlandi búa sig
undir að stjórnvöld í Rússlandi
svari í sömu mynt og reki breska
diplómata úr landi. Sendiherra
Breta í Moskvu, Tony Brenton,
hefur nú þegar verið áreittur á
götum Moskvu, og segir The
Guardian að stjórnvöld í Rússlandi
hafi staðið á bak við það. Auk þess
hafa rússneskir embættismenn
lokað skrifstofum breska
menningarráðsins í Jekaterinburg.
Vladimír Pútín Rússlandsforseti
er að sögn The Guardian reiður
yfir því að bresk stjórnvöld hafi
ekki viljað framselja auðkýfinginn
Boris Berezovsky sem er í útlegð í
Bretlandi. Berezovsky hefur verið
ákærður fyrir peningaþvætti í
Rússlandi og fyrir að hafa skipu-
lagt valdarán gegn Pútín.
Samskiptin við suðumark
Öll barrtré innan þinghelgi Þingvalla,
um eins ferkílómetra svæði, verða felld á
næstu árum. Barrtré á svæðinu í kring verða
einnig grisjuð verulega. Trén verða felld vegna
þess að þau eru ekki hluti af upprunalegum
trjágróðri á Þingvöllum. Um nokkur hundruð
tré er að ræða.
Sigurður K. Oddsson þjóðgarðsvörður segir
að þegar sótt hafi verið um að Þingvellir verði
á heimsminjaskrá hafi Sameinuðu þjóðirnar
tilgreint að barrtrén skyldu fjarlægð. Í þjóð-
görðum sé ekki venjan að gróðursetja fram-
andi trjátegundir, og stefnan sé að varðveita
upprunalegan gróður.
Þinghelgin nær frá Þingvallavatni inn að
Öxarárfossi til norðurs og frá efri brún
Almannagjár að Flosagjá til austurs.
„Ef landeigendurnir sjálfir vilja gera þetta
þá er það bara þannig, en ég held að það séu
ákaflega margir á móti þessu,“ segir Brynjólf-
ur Jónsson, framkvæmdastjóri Skógræktarfé-
lags Íslands. „Þetta er gróður sem hefur sett
svip á staðinn og er merkar minjar um skóg-
ræktarsögu svæðisins.“
Í könnun sem Gallup gerði fyrir Skógrækt
ríkisins árið 2004 var meðal annars spurt um
afstöðu fólks til barrtrjáa á Þingvöllum. Aðeins
fjögur prósent töldu að útrýma ætti barrtrjám
á Þingvöllum, en mikill meirihluti taldi að þeim
ætti að þyrma.
Fella öll barrtré innan þinghelgi
„Fjöldi sjálfboðaliðanna
svaraði til um fjörutíu prósenta
af íbúum hreppsins,“ segir Jenný
Jensdóttir, oddviti Kaldrananes-
hrepps, um nýlegan starfsdag
vegna Bryggjuhátíðar á Drangs-
nesi.
Bryggjuhátíðin verður laugar-
daginn 21. júlí að þessu sinni.
Meðal fjölmargra dagskrárliða
eru dorgveiðikeppni, grill,
söngvarakeppni og varðeldur. Að
sögn Jennýjar hafa áðurnefndir
sjálfboðaliðar unnið ötullega við
margvíslegan undirbúning á borð
við hreinsun bæjarins og öflun
aðfanga. „Það eru allir velkomn-
ir,“ segir oddvitinn.
Hreppsfólk í
sjálfboðastarfi
Umdeildum sýknudómi
yfir ungum pólskum manni sem
ákærður var fyrir að nauðga
stúlku á Hótel Sögu í mars hefur
verið áfrýjað til Hæstaréttar.
Þetta staðfestir Margrét
Gunnlaugsdóttir, lögmaður og
réttargæslumaður stúlkunnar.
Meint nauðgun átti sér stað á
salerni í kjallara hótelsins.
Maðurinn ýtti konunni inn á
salernisbás og niður á gólf og
hafði við hana samræði án hennar
samþykkis. Hann var sýknaður
þar sem athæfið þótti ekki ofbeldi
í skilningi laga og honum mátti
ekki vera ljóst að stúlkan væri
honum andhverf.
Dómnum um-
deilda áfrýjað
Örn, voru þetta langir tónleik-
ar?
Félagarnir Hilmar Egill
Sveinbjörnsson og Gunnar Júlíus
Helgason hófu á föstudag í
síðustu viku göngu þvert yfir
Ísland frá Fonti á Langanesi út á
Reykjanestá. Að því er segir á
heimasíðu sveitarfélagsins Voga
á Vatnsleysuströnd ganga
félagarnir til styrktar Ungmenna-
félaginu Þrótti í Vogum. Áheitum
er safnað meðal einstaklinga og
fyrirtækja. Gangan er 550
kílómetrar og er áætlað að hún
taki þrjár vikur.
Hreppurinn greiðir göngugörp-
unum „69,5 krónu á hvern
genginn kílómeter, auk 45 prósent
torfæruálags, í samræmi við
akstursgjald ríkisstarfsmanna,“
eins og segir í bókun bæjarráðs .
Fá áheit með
torfæruálagi