Fréttablaðið - 13.07.2007, Side 21

Fréttablaðið - 13.07.2007, Side 21
Kínverskir veitingamenn eru þekktir fyrir að bera fram mikinn og góðan mat. Tan M.C. Alaam á Kínamúrnum á Vesturgötu 6-8 er þar engin undantekning. „Uppskriftir okkar Kínverjanna þykja frekar flókn- ar hér á Vesturlöndum því við notum það fjölbreyttar tegundir af grænmeti, kryddi og sósum í okkar rétti,“ segir Tan í Kínamúrnum og kímir lítið eitt þegar hann er beðinn að gefa lesendum Fréttablaðsins innsýn í hina kínversku matargerð. Þó verður úr að hann mat- reiðir fyrir okkur tvenns konar rétti, annars vegar lamb í ostrusósu og hins vegar kjúkling með lauk og engifer. Hvort tveggja er ljúffengt og langt frá því að vera flókið í matreiðslu. Hráefnið ætti líka að vera auðvelt að útvega eins og sést í upptalningunni á næstu síðu. Tan hefur innréttað og opnað glæsilegan veitingastað á Vesturgötu 6-8 þar sem Naustið var um áratugi. Komnir eru venjulegir gluggar í stað kýraugnanna og innan dyra er allt opið, bjart og fágað. Nafnið á staðnum er sótt í eitt merkasta mannvirki heims, Kínamúrinn, og matseðillinn hljóðar upp á hátt í 100 mismunandi sérrétti fyrir utan samsetta matseðla og hlaðborð í hádeginu. Hráefnið sem Tan notaði í réttina er talið upp á síðu 2. Kínversk matargerð er margslungin

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.