Fréttablaðið - 26.07.2007, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 26.07.2007, Blaðsíða 4
Sjö ára stúlka á reiðhjóli slapp með minni háttar meiðsli þegar hún hjólaði á bíl á Ísafirði í gær. Stúlkan kom ásamt vinkonu sinni hjólandi niður Hjallabrekku á talsvert mikilli ferð. Stúlkurnar gættu sín ekki á bíl sem ók Túngötuna sem liggur þvert á Hjallabrekku. Bílstjórinn hemlaði en náði ekki að stöðva bílinn í tæka tíð svo önnur stúlkan hjólaði í hlið bílsins. Stúlkan var flutt til skoðunar á Heilbrigðisstofnun Ísafjarðar. Hún var með hjálm sem líklega hefur bjargað miklu. Lítil stúlka hjól- aði á bifreið Nicholas Sarkozy Frakklandsforseti fór í opinbera heimsókn til Líbíu í gær. Með heimsókninni er talið að Sarkozy sé að verðlauna Muammar Gaddafi Líbíufor- seta eftir að hann sleppti fimm búlgörskum hjúkrunarfræð- ingum og einum palestínskum lækni úr haldi á þriðjudag. Fólkið hafði verið í haldi í landinu í átta ár eftir að hafa verið dæmt tvívegis fyrir að hafa smitað um 400 líbísk börn með HIV-veirunni. Stjórnvöld í Líbíu slepptu fólkinu úr haldi í skiptum fyrir efnahags- aðstoð frá Evrópusambandinu og aukin viðskiptatengsl. - Vill efla tengsl- in við Líbíu Vladimír Pútín Rússlandsforseti sagðist í gær ætla að styrkja her landsins og auka njósnir í öðrum löndum. Aðgerðir Pútíns eru svar við hugmyndum Bandaríkjamanna um að koma upp eldflaugavarna- kerfi í Póllandi og Tékklandi og senda bandarískt herlið til Austur- Evrópu. Rússlandsforseti sagði að hugmyndir Bandaríkjamanna væru ógn við öryggi Rússlands. Pútín tók ekki fram gegn hvaða þjóðum aðgerðir hans beindust. Stjórnvöld í Bandaríkjunum og Bretlandi hafa hins vegar sagt að Rússar hafi aukið njósnir í löndunum. Eflir herinn og eykur njósnir Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra hefur skipað Jónínu S. Lárusdóttur í embætti ráðuneytisstjóra í viðskiptaráðu- neytinu. Jónína tekur við starfinu hinn 1. ágúst. Jónína útskrifað- ist sem lögfræð- ingur frá Háskóla Íslands 1996 og lauk mastersgráðu frá London School of Economics and Political Science árið 2000. Hún hóf störf í viðskiptaráðuneytinu haustið 2000 og var skipuð skrifstofustjóri þar árið 2004. Hún er gift Birgi Guðmunds- syni, viðskiptastjóra hjá Lands- bankanum í London, og eiga þau eitt barn. Nýr ráðuneytis- stjóri skipaður Ungur maður var fluttur með sjúkrabíl á Fjórðungssjúkrahúsið í Neskaupstað eftir vinnuslys í Eskifjarðarhöfn í gærmorgun. Maðurinn var að vinna við löndun og var staddur í skipalest þegar hann missti meðvitund og féll ofan í lestina. Maðurinn slasaðist ekki alvarlega við fallið og að sögn læknis á Fjórðungssjúkrahúsinu er hann á batavegi. Líklega olli súrefnisskortur í lestinni því að maðurinn missti meðvitund. Missti meðvit- und í skipalest „Satt að segja er þetta bara býsna skemmtilegt. Fólk er miklu vingjarnlegra en venju- lega,“ segir Martin Oliver, tæp- lega fimmtugur starfsmaður í píanóverslun í Oxford. Hann er að tala um flóðin í Englandi, sem í gær komu hvað harðast niður í háskólabænum fornfræga. Aðrir litu ekki jafn björtum augum á ástandið og framtíðina: „Hverju getur fólk búist við sem kaupir hús rétt hjá einhverri ánni?“ spyr Anthony O‘Rourke, þar sem hann stóð ráðþrota fyrir utan húsið sitt í Oxford. Flætt hafði inn hjá honum og ljóst að skemmdir yrðu miklar. „Við reyndum að þrífa til í smá- stund, en það var bara fáránlegt og þá sögðum við „fjárinn hafi það“ og fengum okkur nokkra bjóra,“ segir Camilo Zapata, en vatn byrjaði að flæða inn í húsið hans á þriðjudaginn. „Strákarnir í næsta húsi komu líka með svolítið viskí.“ Áin Thames flæddi yfir bakka sína í gær og gera þurfti sérstak- ar varúðarráðstafanir vegna þess. Meðal annars yfirgáfu tugir manna í Oxford heimili sín vegna flóðahættunnar. Flóðin höfðu þó lítil áhrif á námsmannasamfélag- ið í Oxford og háskólabygging- arnar virtust ætla að sleppa flest- ar. Engin hætta var á ferðum í London þrátt fyrir flóðið í Tham- es, því flóðavarnir umhverfis borgina eru rammgerðar. Enn eru nærri 350 þúsund manns án neysluvatns á svæðinu í og í kringum bæina Gloucester og Tewkesbury, sem urðu verst úti í flóðunum. Stjórnvöld segja hálfan mánuð geta liðið þangað til allir hafa fengið hreint drykkjar- vatn í kranana á ný. Ástæðan fyrir vatnsskortinum er að loka þurfti vatnshreinsistöð, sem fór á kaf í vatnselginn um síðustu helgi. Tryggingafélög segja heildar- tjónið af völdum flóðanna í júní og júní geta numið meira en þremur milljörðum punda, en sú upphæð samsvarar nærri 370 milljörðum króna. Vitað er um einn mann sem drukknaði eftir að hafa stokkið út í vatnselginn. Annars manns er saknað síðan á laugardag. Til hans hefur ekkert spurst síðan hann fór burt af krá snemma morguns í Tewkesbury. Þá missti kona ein í Tewkes- bury nýfædda tvíbura sína, sem fæddust fyrir tímann. Vegna flóð- anna komst læknishjálp ekki til hennar í tæka tíð með þeim afleið- ingum að tvíburarnir létust. Ráðþrota íbúar flýja Áin Thames flæddi yfir bakka sína. London er þó ekki í hættu vegna ramm- gerðra flóðavarna. Um 350 þúsund manns verða líklega án neysluvatns næstu daga. Tryggingafélög segja tjónið geta numið um 370 milljörðum króna. Álagning olíufélag- anna á dísilolíu í júní var yfir 38 prósentum hærri en á sama tíma í fyrra. Þetta kemur fram í blaði Félags íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB) sem kom út á dögunum. „Álagningin var fimm krónum hærri á bensínlítrann en lítra af dísilolíu árið 2006. Núna er álagn- ingin þremur krónum hærri á dís- ilolíunni,“ segir Runólfur Ólafs- son, framkvæmdastjóri FÍB. Hann segir að álagning á bensín sé svip- uð nú og hún var að meðaltali árið 2006. Ríkisstjórnin lækkaði tíma- bundið olíugjaldið um fjórar krón- ur vegna óhagstæðrar þróunar á heimsmarkaðsverði. „Olíufélögin hafa tekið alla þessa lækkun til sín og ríflega það,“ segir Runólfur. „Álagning á dísilolíu hefur hækkað lítillega en ekkert í líkingu við þessar tölur sem FÍB nefnir,“ segir Hermann Guð- mundsson, forstjóri N1. Hann segir að samsetning markaðarins hafi breyst. Álagn- ingin hefur hugsanlega hækkað lítillega en í staðinn koma afslætt- ir til vildarviðskiptavina. Því segi þessir útreikningar ekki alla söguna, segir Hermann. Olíufélögin lækkuðu í vikunni verð á dísilolíu um þrjár til fjórar krónur til samræmis við breyt- ingar á heimsmarkaðsverði og gengi krónunnar. Álagning á dísilolíu hækkar Kristín Gísladóttir sjúkraþjálfari aðstoðar við val á réttri dýnu alla fimmtudaga á milli kl. 16 og 18. Opið virka daga: 10-18 Reykjavík: Mörkin 4, s: 533 3500
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.