Fréttablaðið - 26.07.2007, Blaðsíða 4
Sjö ára stúlka á reiðhjóli
slapp með minni háttar meiðsli
þegar hún hjólaði á bíl á Ísafirði í
gær.
Stúlkan kom ásamt vinkonu
sinni hjólandi niður Hjallabrekku
á talsvert mikilli ferð. Stúlkurnar
gættu sín ekki á bíl sem ók
Túngötuna sem liggur þvert á
Hjallabrekku.
Bílstjórinn hemlaði en náði
ekki að stöðva bílinn í tæka tíð
svo önnur stúlkan hjólaði í hlið
bílsins.
Stúlkan var flutt til skoðunar á
Heilbrigðisstofnun Ísafjarðar.
Hún var með hjálm sem líklega
hefur bjargað miklu.
Lítil stúlka hjól-
aði á bifreið
Nicholas Sarkozy
Frakklandsforseti fór í opinbera
heimsókn til Líbíu í gær. Með
heimsókninni er talið að Sarkozy
sé að verðlauna
Muammar
Gaddafi Líbíufor-
seta eftir að hann
sleppti fimm
búlgörskum
hjúkrunarfræð-
ingum og einum
palestínskum
lækni úr haldi á
þriðjudag. Fólkið
hafði verið í haldi í landinu í átta
ár eftir að hafa verið dæmt
tvívegis fyrir að hafa smitað um
400 líbísk börn með HIV-veirunni.
Stjórnvöld í Líbíu slepptu fólkinu
úr haldi í skiptum fyrir efnahags-
aðstoð frá Evrópusambandinu og
aukin viðskiptatengsl. -
Vill efla tengsl-
in við Líbíu
Vladimír Pútín
Rússlandsforseti sagðist í gær
ætla að styrkja her landsins og
auka njósnir í öðrum löndum.
Aðgerðir Pútíns
eru svar við
hugmyndum
Bandaríkjamanna
um að koma upp
eldflaugavarna-
kerfi í Póllandi og
Tékklandi og
senda bandarískt
herlið til Austur-
Evrópu.
Rússlandsforseti sagði að
hugmyndir Bandaríkjamanna
væru ógn við öryggi Rússlands.
Pútín tók ekki fram gegn hvaða
þjóðum aðgerðir hans beindust.
Stjórnvöld í Bandaríkjunum og
Bretlandi hafa hins vegar sagt að
Rússar hafi aukið njósnir í
löndunum.
Eflir herinn og
eykur njósnir
Björgvin G. Sigurðsson
viðskiptaráðherra hefur skipað
Jónínu S. Lárusdóttur í embætti
ráðuneytisstjóra í viðskiptaráðu-
neytinu. Jónína
tekur við starfinu
hinn 1. ágúst.
Jónína útskrifað-
ist sem lögfræð-
ingur frá Háskóla
Íslands 1996 og
lauk mastersgráðu
frá London School
of Economics and
Political Science
árið 2000. Hún hóf
störf í viðskiptaráðuneytinu
haustið 2000 og var skipuð
skrifstofustjóri þar árið 2004.
Hún er gift Birgi Guðmunds-
syni, viðskiptastjóra hjá Lands-
bankanum í London, og eiga þau
eitt barn.
Nýr ráðuneytis-
stjóri skipaður
Ungur maður var fluttur með
sjúkrabíl á Fjórðungssjúkrahúsið í
Neskaupstað eftir vinnuslys í
Eskifjarðarhöfn í gærmorgun.
Maðurinn var að vinna við löndun
og var staddur í skipalest þegar
hann missti meðvitund og féll ofan
í lestina.
Maðurinn slasaðist ekki
alvarlega við fallið og að sögn
læknis á Fjórðungssjúkrahúsinu
er hann á batavegi. Líklega olli
súrefnisskortur í lestinni því að
maðurinn missti meðvitund.
Missti meðvit-
und í skipalest
„Satt að segja er þetta
bara býsna skemmtilegt. Fólk er
miklu vingjarnlegra en venju-
lega,“ segir Martin Oliver, tæp-
lega fimmtugur starfsmaður í
píanóverslun í Oxford. Hann er
að tala um flóðin í Englandi, sem í
gær komu hvað harðast niður í
háskólabænum fornfræga.
Aðrir litu ekki jafn björtum
augum á ástandið og framtíðina:
„Hverju getur fólk búist við sem
kaupir hús rétt hjá einhverri
ánni?“ spyr Anthony O‘Rourke,
þar sem hann stóð ráðþrota fyrir
utan húsið sitt í Oxford. Flætt
hafði inn hjá honum og ljóst að
skemmdir yrðu miklar.
„Við reyndum að þrífa til í smá-
stund, en það var bara fáránlegt
og þá sögðum við „fjárinn hafi
það“ og fengum okkur nokkra
bjóra,“ segir Camilo Zapata, en
vatn byrjaði að flæða inn í húsið
hans á þriðjudaginn. „Strákarnir í
næsta húsi komu líka með svolítið
viskí.“
Áin Thames flæddi yfir bakka
sína í gær og gera þurfti sérstak-
ar varúðarráðstafanir vegna þess.
Meðal annars yfirgáfu tugir
manna í Oxford heimili sín vegna
flóðahættunnar. Flóðin höfðu þó
lítil áhrif á námsmannasamfélag-
ið í Oxford og háskólabygging-
arnar virtust ætla að sleppa flest-
ar.
Engin hætta var á ferðum í
London þrátt fyrir flóðið í Tham-
es, því flóðavarnir umhverfis
borgina eru rammgerðar.
Enn eru nærri 350 þúsund
manns án neysluvatns á svæðinu
í og í kringum bæina Gloucester
og Tewkesbury, sem urðu verst
úti í flóðunum. Stjórnvöld segja
hálfan mánuð geta liðið þangað til
allir hafa fengið hreint drykkjar-
vatn í kranana á ný. Ástæðan fyrir
vatnsskortinum er að loka þurfti
vatnshreinsistöð, sem fór á kaf í
vatnselginn um síðustu helgi.
Tryggingafélög segja heildar-
tjónið af völdum flóðanna í júní
og júní geta numið meira en
þremur milljörðum punda, en sú
upphæð samsvarar nærri 370
milljörðum króna.
Vitað er um einn mann sem
drukknaði eftir að hafa stokkið út
í vatnselginn. Annars manns er
saknað síðan á laugardag. Til hans
hefur ekkert spurst síðan hann
fór burt af krá snemma morguns
í Tewkesbury.
Þá missti kona ein í Tewkes-
bury nýfædda tvíbura sína, sem
fæddust fyrir tímann. Vegna flóð-
anna komst læknishjálp ekki til
hennar í tæka tíð með þeim afleið-
ingum að tvíburarnir létust.
Ráðþrota íbúar flýja
Áin Thames flæddi yfir bakka sína. London er þó ekki í hættu vegna ramm-
gerðra flóðavarna. Um 350 þúsund manns verða líklega án neysluvatns næstu
daga. Tryggingafélög segja tjónið geta numið um 370 milljörðum króna.
Álagning olíufélag-
anna á dísilolíu í júní var yfir 38
prósentum hærri en á sama tíma í
fyrra. Þetta kemur fram í blaði
Félags íslenskra bifreiðaeigenda
(FÍB) sem kom út á dögunum.
„Álagningin var fimm krónum
hærri á bensínlítrann en lítra af
dísilolíu árið 2006. Núna er álagn-
ingin þremur krónum hærri á dís-
ilolíunni,“ segir Runólfur Ólafs-
son, framkvæmdastjóri FÍB. Hann
segir að álagning á bensín sé svip-
uð nú og hún var að meðaltali árið
2006.
Ríkisstjórnin lækkaði tíma-
bundið olíugjaldið um fjórar krón-
ur vegna óhagstæðrar þróunar á
heimsmarkaðsverði. „Olíufélögin
hafa tekið alla þessa lækkun til sín
og ríflega það,“ segir Runólfur.
„Álagning á dísilolíu hefur
hækkað lítillega en ekkert í
líkingu við þessar tölur sem FÍB
nefnir,“ segir Hermann Guð-
mundsson, forstjóri N1.
Hann segir að samsetning
markaðarins hafi breyst. Álagn-
ingin hefur hugsanlega hækkað
lítillega en í staðinn koma afslætt-
ir til vildarviðskiptavina. Því segi
þessir útreikningar ekki alla
söguna, segir Hermann.
Olíufélögin lækkuðu í vikunni
verð á dísilolíu um þrjár til fjórar
krónur til samræmis við breyt-
ingar á heimsmarkaðsverði og
gengi krónunnar.
Álagning á dísilolíu hækkar
Kristín Gísladóttir sjúkraþjálfari aðstoðar við val
á réttri dýnu alla fimmtudaga á milli kl. 16 og 18.
Opið virka daga: 10-18
Reykjavík: Mörkin 4, s: 533 3500