Fréttablaðið - 26.07.2007, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 26.07.2007, Blaðsíða 34
 26. JÚLÍ 2007 FIMMTUDAGUR2 fréttablaðið ísmót ÍSMÓT 2007, Íslandsmeistara- mót hársnyrta, snyrtifræðinga, gullsmiða, klæðskera og ljós- myndara innan aðildarfélaga SI, fer fram í nýju Íþrótta- og sýningarhöllinni í Laugardal helgina 1. og 2. september. Samhliða mótinu verður haldin glæsileg sýning þar sem fyrirtækjum, félögum og stofnunum er boðið að kynna vöru sína og þjónustu. Á ÍSMÓTI verður fagfólki og al- menningi boðið að fylgjast með spennandi keppni meistara, sveina og nema í þjónustuiðngreinum innan SI og um leið kynnast því nýjasta og besta í hönnun og tísku og því sem máli skiptir fyrir góða heilsu og vellíðan. Íslandsmeistarakeppnir í hár- greiðslu og snyrtingu hafa legið niðri um skeið eða allt frá árinu 1997. Undanfarin ár hafa komið fram óskir aðildarfélaga SI um að efnt verði til landskeppni af þessu tagi og sem jafnframt yrði í tengslum við norrænar, evrópsk- ar og alþjóðlegar keppnir og félög á þessu sviði. Í kjölfar þess hafa SI unnið að undirbúningi nýrr- ar Íslandsmeistarakeppni, sem ráðgert er að halda á tveggja ára fresti, í samvinnu við flestar þjón- ustuiðngreinar innan SI sem eru; Meistarafélag í hárgreiðslu, Félag íslenskra snyrtifræðinga, Klæð- skera- og kjólameistarafélagið, Félag íslenskra gullsmiða og Ljós- myndarafélag Íslands. Á ÍSMÓTI 2007 verður m.a. keppt í hársnyrtingu, litun, klipp- ingu, snyrtingu, skartgripasmíði, klæðskurði, kjólasaumi, auglýs- inga- og iðnaðarljósmyndun og portrett svo að dæmi séu tekin. Upplýsingar um allar keppnis- greinar eru birtar á vefsvæði mótsins; www.si.is/ismot, og þar er jafnframt tekið við skráningum. Dómnefndir skipa innlent og er- lent fagfólk í tiltekinni iðngrein og fulltrúar sveinsprófsnefnda, skóla og atvinnulífs. Leitað er til valin- kunnra sem hafa mikla reynslu og þekkingu á sínu sviði. FYRIRLESTRAR, NÁMSKEIÐ, TÍSKU SÝNINGAR, HÁTÍÐARKVÖLD Tískuteymi-SI verða með glæsi- lega hönnunar- og tískusýningu en auk þess verður boðið upp á spenn- andi dagskrá alla helgina með inn- lendum og erlendum fyrirlesur- um, námskeiðum og sýningum. Meðal fyrirlesara má nefna hina heimsþekktu meistara Michael Cole, Rudy Mostrada og Joakim Roos. Í lok sýningar verða úrslit kynnt og verðlaun afhent sunnu- dagskvöldið 2. september á glæsi- legu gala hátíðarkvöldi ÍSMÓTS í Höllinni undir stjórn Heru Bjark- ar Þórhallsdóttur söngkonu og stuðboltans Páls Óskars Hjálm- týssonar. BÚIST ER VIÐ GÓÐRI AÐSÓKN ALLA HELGINA Samhliða keppninni verður haldin sölu- og þjónustusýning þar sem fyrirtækjum, félögum og stofn- unum gefst kostur á að kynna fag- fólki og almenningi það nýjasta og besta á þessu sviði. ÍSMÓT 2007 verður vel auglýst og ekki er fyr- irhugað að innheimta aðgangs- eyri. Af þeim sökum má búast við töluverðri aðsókn báða dagana – aðsókn sem hlaupið gæti á tugum þúsunda! UPPLÝSINGAR OG SKRÁNING Á NETINU Væntanlegum keppendum, sýn- endum og öðrum áhugasömum er bent á að kynna sér allt um ÍSMÓT á vefsvæðinu www.si.is/ismot og þar er jafnframt tekið við öllum skráningum rafrænt. VERKEFNISSTJÓRN OG UMSJÓN Skipulagning og verkefnisstjórn er í höndum Brynjars Ragnars- sonar, markaðsstjóra Samtaka iðnaðarins (brynjar@si.is). Einn- ig geta aðilar haft beint sam- band við tengiliði í undirbúnings- nefnd ÍSMÓTS (sjá nöfn og númer á vefnum) varðandi nánari upp- lýsingar um mótshaldið, sýning- una og tengda viðburði. Umsjón með vöru- og þjónustusýningu ÍS- MÓTS hafa AP-sýningar, sími 511 1230. Mótshaldarar eru Samtök iðnað- arins, Meistarafélag í hárgreiðslu, Félag íslenskra snyrtifræðinga, Klæðskera- og kjólameistarafé- lagið, Félag íslenskra gullsmiða og Ljósmyndarafélag Íslands. Brynjar Ragnarsson Markaðsstjóri Samtaka iðnaðarins ÍSMÓT 2007 Brynjar Ragnarsson, markaðsstjóri Samtaka iðnaðarins. Sunnudagskvöldið 2. september verður glæsilegt hátíðarkvöld með demantaþema á vegum fag- félaganna og Samtaka iðnaðar- ins. Dagskráin verður stórglæsi- leg þar sem úrslit verða kynnt, verðlaun afhent, sýningar á sviði, skemmtun, tónlist og dans, auk þrírétta matseðils en veislustjóri kvöldsins verður söngkonan Hera Björk Þórhallsdóttir. Tekið verður á móti gestum með fordrykknum Sætur sigur áður en sest er að borðhaldi. Yfir borðhaldinu verða úrslit kynnt og verðlaun afhent fyrir keppn- ir helgarinnar auk þess sem Rudy Mostarda verður með stórkost- lega sviðssýningu þar sem hann sýnir listsköpun í hári. Þá mun Mostarda einnig kynna lit og litun ársins ásamt Joakim Roos. Hátíðarkvöldið endar svo á því að Páll Óskar Hjálmtýsson tekur lagið og þeytir skífum fram eftir nóttu. - sig Demantahátíð DJ Páll Óskar mun enda hátíðarkvöldið á því að þeyta skífum fram á nótt af sinni alkunnu snilld. Ítalski hárgreiðslumaðurinn Rudy Mostarda verður með sýningu á úrslitakvöldi ÍSMÓTS og heldur svo námskeið fyrir fagfólk á mánudeginum. Sigrún Ægisdóttir hársnyrtir hefur fylgst með Rudy í gegnum tíðina og segir hann mjög framar- lega í faginu á Ítalíu. „Hann á stóra keðju af hár- greiðslustofum á Ítalíu undir nafninu Extrema og þær vinna allar eftir hans línum,“ segir Sigrún og bætir því við að keðjan telji 160 stofur um gervalla Ítalíu. „Auk stofanna rekur hann akademíu á Ítalíu þar sem hann er með námskeið fyrir fagfólk. Nú er hann hins vegar að fara að færa út kvíarnar og opna akademíur víðar í Evrópu, til dæmis í Tyrklandi, Frakklandi, Rússlandi og á Íslandi.“ Rudy hefur komið hingað til lands tvisvar sinnum áður og haldið bæði sýningar og námskeið og telur Sigrún að allt hárgreiðslufólk sem séð hafi til hans sé sammála um að línurnar hans séu notaðar dags daglega. „Hann kemur alveg pottþétt með eitthvað sem kemur á óvart og er alltaf með alveg ofboðslega flottar línur,“ segir Sigrún. - sig Kemur pottþétt á óvart Rudy Mostarda er eigandi Extrema-hárgreiðslustofukeðjunn- ar á Ítalíu og stefnir að því að opna akademíu hér á landi á næstunni. Upplýsingar og skráning á www.si.is/ismot Skráning þátttakenda stendur yfir til 1. ágúst á www.si.is/ismot og þar eru birtar allar nánari upplýsingar Samkeppni meðal gullsmiða í Félagi íslenskra gullsmiða um hönnun og smíði skartgrips fyrir dömur og herra * Myndin er aðeins til skreytingar. Hún á alls ekki að gefa neina tilvísun í þema samkeppninnar. Sjá nánar keppnisreglur um Skartgrip ársins á www.si.is/ismot Hver verður kosinn Skartgripur ársins?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.