Fréttablaðið - 26.07.2007, Blaðsíða 41

Fréttablaðið - 26.07.2007, Blaðsíða 41
FIMMTUDAGUR 26. JÚLÍ 2007 9ísmót fréttablaðið sunnudagskvöldið 2. september í nýju Laugardalshöllinni Glæsileg dagskrá með fordrykk, þrírétta ljúffengum kvöldverði, sviðssýningu, skemmtiatriðum, söng, tónlist, dansi og fleira. Tryggðu þér miða strax! Miðasala er hafin á www.si.is/ismot DAGSKRÁ Veislustjóri: Hera Björk Þórhallsdóttir, söngkona Húsið opnar kl. 19:00 Fordrykkur - Sætur sigur Borðhald, sviðssýningar, úrslit og verðlaun Forréttur - Sköpun í verki Listsköpun í hári - Stórkostleg sviðssýning Rudy Mostarda Aðalréttur - Demantar að eilífu Úrslit og afhending verðlauna Michael Cole og Gunilla Anderson Gustafsson kynna: Hársnyrti ársins - Hairdresser of the Year Norræna ungliða ársins - Nordic Youth Skills 2007 Listsköpun í hári - Avant Garde of the Year Fulltrúi Cidesco og Hildur Erna Ingadóttir kynna: Litun og plokkun ársins Andlitsmeðferð ársins Handsnyrting ársins Snyrtifræðing ársins Fulltrúi gullsmiða kynnir: Skartgrip ársins - fyrir dömur Skartgrip ársins - fyrir her ra Fulltrúi klæðskera kynnir: TÍMAVÉLINA - Hönnunarkeppni nemenda Fulltrúi eins stærsta fjölmiðils landsins kynnir: Ljósmynd ársins Ljósmyndara ársins Eftirréttur - Fagmennska í tísku Ráðherra kynnir: Tískuteymi ársins Joakim Roos og Rudy Mostarda kynna: Lit og litun ársins Sveinn Hannesson, framkvæmdastjóri SI, kynnir: Hársnyrtistofu ársins Snyrtistofu ársins Skartgripaverslun ársins Saumastofu ársins Ljósmyndastofu ársins Stuðboltinn Páll Óskar Hjálmtýsson tekur lagið og þeytir skífum fram á rauða nótt Hátíðarlok eru áætluð um kl. 01:00 Miðaverð kr. 6.900 - Borðvín og aðrir drykkir ekki innifalið Miðasala fer fram á www.si.is/ismot Hægt er að greiða með VISA/EURO eða leggja inn í banka Sjá nánar við skráningu á vefnum Þema kvöldsins verður DEMANTUR Miðasala: Misstu ekki af galakvöldi ársins Tryggðu þér miða strax! Selma Ragnarsdóttir er for-maður Klæðskera- og kjóla- meistarafélags Íslands og tekur nú þátt í tískuteymi í annað sinn. „Það sem er öðruvísi núna er að við fáum að velja módelin okkar sjálf og þema, þrátt fyrir að unnið sé út frá fínni fatnaði,“ segir Selma og bætir við: „Hing- að til hefur verið fengið þekkt fólk í þetta þannig að ég ákvað að fara algjörlega á hinn endann og fá manneskju í þetta sem er mjög glæsileg en ekkert fyrir að trana sér fram. Þegar ég sá þessa mann- eskju sá ég möguleikana á því að gera allsherjar yfirhalningu á amerískan máta.“ Teymi Selmu er að verða tilbúið en ásamt henni verða Anna María, snyrtifræð- ingur í Laugum-Spa, hárgreiðslu- stofan í Laugum og Kjartan gull- smiður í Or. „Það er mjög skemmtilegt að taka þátt í þessu enda er þetta bæði þannig að við verðum að vinna saman og það gerir okkur öllum gott að kynnast iðngrein- um hvers annars. Það er algeng- ur misskilningur að þetta sé rosalega lítið mál, en það er fag- mennska, tími og nám á bak við þetta allt saman.“ - sig Allsherjar yfirhalning Selma Ragnarsdóttir, formaður Klæð- skera- og kjólameistarafélags Íslands, er að ljúka við að setja saman teymið sitt fyrir ÍSMÓT. Hún ætlar að gera yfirhaln- ingu á módeli sínu á amerískan máta. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA Auður Þórisdóttir, klæð-skeri og eigandi Saum- sprettunnar, er í teymi 3 og ætlar að sauma kjól á mód- elið sitt. „Svo ætla ég að gera ermar eða lítinn bóleró- jakka úr kanínuskinni yfir,“ segir Auður og bætir við: „Svo ætlar Helga Rún, hatta- gerðarkona, að gera fyrir mig hárskraut í stíl.“ Auður segir kjólinn verða úr silki en hún sé þó lítið búin að ákveða annað. „Ég er að taka þátt í tísku- teymi í fyrsta skipti og líst alveg rosalega vel á þetta. Ég á alveg örugglega eftir að græða á því á einhvern hátt að vera með, ekki síst hvað varðar kynningu á mér og fyrirtækinu mínu,“ segir Auður og bætir því við að það sé gaman að læra að vinna í svona ferli með öðru fagfólki. - sig Silkikjóll og kanínu- skinn Auður Þórisdóttir í Saumsprett- unni ætlar að gera silkikjól fyrir teymi 3 og er spennt að fá að taka þátt í því að vinna hönnunarferlið ásamt öðru fagfólki. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.