Fréttablaðið - 26.07.2007, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 26.07.2007, Blaðsíða 27
Sara Andrínudóttir flæktist heimshorna á milli með gulu kápuna áður en hún varð að uppáhaldi. „Stóra systir mín keypti þessa kápu einhvers staðar á Íslandi fyrir mörgum árum síðan. Þetta er „second hand“ kápa, framleidd hérlendis og kostaði víst ekki mikið. Kápan er alls ekki í takt við það sem systir mín annars gengur í og þess vegna lenti hún hjá mér. Síðan þvældist hún um, flutti og ferðaðist en vakti ekki athygli mína fyrr en nýlega. Núna er hún hins vegar í miklu uppáhaldi, svolítið haustleg og mjög falleg á litinn,“ segir Sara Andrínudóttir, stíl- isti og verslunarstjóri hjá Companys í Kringlunni, Sara er nýútskrifuð úr tískufræðum frá Toronto og hefur alla tíð haft gríðarlegan áhuga á fötum og tísku. „Þegar ég hugsa til baka lá þetta alltaf í spil- unum. Ég flækist mikið með mömmu, sem vann meðal annars við útstillingar, og man hvað mér fannst það gaman,“ segir Sara og bætir við: „Draum- urinn er að gerast stílisti og geta lifað af því.“ Sara á gríðarlega mikið af fötum og segir ekki inni í myndinni að losa sig við eina einustu flík. „Ég tók mig til fyrir fjórum árum og hélt fata- markað á Prikinu ásamt vinkonum mínum. Ég seldi fullt af fötum en fann síðan að ég hafði ekki verið til- búin að láta þau fara. Sérstaklega þegar ég sá annað fólk í þeim. Þá reyndi ég að kaupa sum fötin aftur og lærði mína lexíu. Héðan í frá losa ég mig aldrei við fötin mín,“ segir Sara hlæjandi. Reyndi að kaupa fötin mín aftur ...opið alltaf, allsstaðar. Náttúran.is er náttúrumarkaður með lífrænar og umhverfisvottaðar vörur... 07 -2 00 7 N át tú ra n .is www.natturan.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.