Fréttablaðið - 26.07.2007, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 26.07.2007, Blaðsíða 16
nær og fjær „ORÐRÉTT“ Landmælingar Íslands og ferðaklúbburinn 4x4 vinna saman að því að þræða alla vegslóða landsins og merkja þá inn í GPS-kerfið. Alls er um fjörutíu þúsund kílómetra leið að ræða, sem jafnast á við ummál jarðar við miðbaug. Ekki má keyra hraðar á hálendisvegunum en fjörutíu kílómetra á klukkustund. „Við byrjuðum á þessu í fyrra- haust, núna er verið að aka kerfis- bundið um landið til að merkja inn alla þessa vegi,“ segir Jón Snæ- land, sem situr í stjórn ferða- klúbbsins 4x4, um verkefnið. „Til- gangurinn er að vita hvar allir þessir slóðar liggja svo allir sem þurfa geti nýtt sér upplýsingarn- ar.“ Hann segir kortlagninguna fara þannig fram að félagar úr 4x4 keyra á jeppa eftir slóðum lands- ins á meðan starfsmenn Landmæl- inga sitja aftur í með tölvubúnað og merkja hnitin á sekúndu fresti. Ætlunin er að ljúka kortlagningu veganna eftir rúm tvö ár. „Heildarvegalengdin liggur ekki fyrir nákvæmlega, en ég skal éta hattinn minn ef hún nær ekki fjörutíu þúsund kílómetrum,“ segir Jón. Þar sem jeppinn má aðeins keyra á fjörutíu kílómetra hraða á klukkustund í mesta lagi liggur fyrir að ferðalagið eftir öllum vegslóðunum tekur í það minnsta þúsund klukkustundir. Jón segist hafa nokkrum sinn- um setið undir stýri á mælinga- jeppa og ekið eftir slóðum með starfsmenn Landmælinga aftur í. „Þetta er alveg ágætt, mér leiðist þetta ekkert. 40 kílómetra hraði getur verið mjög mikið á slæmum vegum, og það eru margar leiðir til að fara.“ En í hvað verða allar þessar upplýsingar notaðar? Eydís Líndal Finnbogadóttir, forstöðumaður landupplýsingasviðs hjá Land- mælingum Íslands, segir hlutverk stofnunarinnar að safna upplýs- ingum um slóðana og eiga þær til. Síðan sé það umhverfisráðuneyt- isins, ásamt Umhverfisstofnun og sveitarfélögum landsins, að ákveða hvaða slóðar eigi að birtast á kortum og hvernig eigi að nota gögnin. „Okkar verkefni er að vita hvar allir slóðarnir liggja svo hægt sé að taka meðvitaða ákvörð- un um hverja eigi að sýna á korti og hverja ekki,“ segir hún. Kringum jörðina á 40 kílómetra hraða Með bros á vör alla daga Einu kvikindi fargað Ekkert kvikindi þar Nýtt vald orðið til SMÁRALIND SÍMI 545 1550 GLÆSIBÆ SÍMI 545 1500 KRINGLUNNI SÍMI 545 1580 ÍS L E N S K A S IA .I S I C E 3 76 18 0 5. 20 07 Flugustangasett Redington Tilboð 21.990kr. Verð áður 24.990 kr Líftíðarábyrgð Önnur sett frá 14.990 kr. Vangen öndunarvöðlur Tilboð 15.990kr. Verð áður 18.990 kr. Vangen mittisvöðlur Frábærar dömuvöðlur Tilboð 11.990kr. Verð áður 14.990 kr. Vöðlujakki Tiboð 14.990kr. Verð áður 19.990 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.