Fréttablaðið - 26.07.2007, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 26.07.2007, Blaðsíða 12
„Þjófnaðarmál voru orðin svo stór hluti af starfi lög- reglunnar að við urðum að bregð- ast við,“ segir Anna Elísabet Ólafs- dóttir, svæðislögreglumaður í Kópavogi. Anna var fulltrúi lög- reglunnar í Kópavogi í samstarfi við Öryggismiðstöðina, öryggis- deild Haga og stjórnendur Smára- lindar um að minnka búðahnupl meðal unglinga í Kópavogi. Starfs- menn Öryggismiðstöðvarinnar sem sér um eftirlit í Smáralind segjast hafa séð mikinn árangur af for- varnastarfinu. Árið 2004 hófst samstarfið þegar hópurinn samrýmdi vinnuferli. Fór í gegnum merkingar í verslunum og bætti það sem betur mátti fara. „Dæmi um það sem við gerðum var að setja myndavél við nammibar- inn í Hagkaupum í Smáralind. Þar er skjár sem krakkarnir sjá sjálfa sig í. Það dró talsvert úr hnupli í nammibarnum,“ segir Anna. Hóp- urinn kortlagði einnig þjófnaði í verslunum. Hverju væri stolið og af hverjum. Þá kom í ljós að við ell- efu ára aldur byrjuðu börnin gjarn- an að stela. Mestu var stolið af nammi eða um sextíu prósent. Næst komu snyrtivörur sem voru um þrjátíu prósent. Þar voru stúlkur að verki í flestum tilfellum. Hópurinn útbjó því næst bæk- linga, annars vegar fyrir ung- mennin og hins vegar fyrir for- eldra barna sem eru gómuð við þjófnað. Anna hefur farið á hverju ári frá 2004 í alla grunnskóla Kópa- vogs og heimsótt sjöttubekkinga og farið yfir málin með þeim. „Flest ungmenni sem eru gómuð við þjófnað stela ekki aftur því þau átta sig á alvarleika málsins. Því er mikilvægt að ná til þeirra áður en fyrsta skiptið verður,“ segir Anna. „Bæklingurinn til foreldranna er ekki síður mikilvægur. Þar fá foreldrarnir rökstuðning fyrir því af hverju lögreglan er að gera mál úr því að ellefu ára gamalt barn steli nammi,“ segir hún. „Við höfum orðið varir við mjög góðan árangur af forvarnastarf- inu,“ segir Ómar Örn Jónsson, markaðsstjóri Öryggismiðstöðv- arinnar. Að sögn Ómars á Öryggis- miðstöðin í góðu samstarfi við lög- regluna í Kópavogi. „Þeir eru duglegir að fara í Smáralind og vera sýnilegir. Eins eru þeir fljótir að svara kallinu þegar það kemur,“ segir Ómar. Minna um búða- hnupl í Smáralind Lögreglan í Kópavogi hefur frá árinu 2004 staðið að forvarnastarfi gegn þjófn- aði ungmenna. Fulltrúi lögreglunnar heimsækir sjöttubekkinga og fræðir krakkana um afleiðingar þess að stela úr búðum. Herskáir talibanar sem rændu 23 Suður-Kóreumönn- um fyrir viku myrtu einn gíslanna í gær áður en átta gíslanna var sleppt. Lögregla fann líkið sem var af karlmanni sem hafði verið skotinn tíu sinnum í höfuð, bringu og maga. Fyrr um daginn sagði meintur talsmaður hópsins að gíslinn hefði verið skotinn vegna þess að stjórn- völd í Afganistan hefðu ekki fall- ist á kröfur þeirra um að sleppa félögum þeirra úr fangelsi. Lög- reglumaður sem vildi ekki láta nafns síns getið sagði hins vegar að vígamennirnir hefðu sagt sér að gíslinn hafi verið veikur og ógöngufær og því hafi hann verið skotinn. Gíslarnir, sem var sleppt, tveir karlar og sex konur, voru fluttir til bandarískrar herstöðvar í Ghazni- héraði. Afgani sem tók þátt í að semja um lausn gíslanna sagði að háar upphæðir hefðu verið greidd- ar fyrir. Suður-Kóreumönnunum var rænt á fimmtudaginn fyrir viku þar sem þeir voru á ferð í rútu í Ghazni-héraði. Af 23 gíslum voru átján konur. Undanfarna viku hefur 26 erlendum ríkisborgurum verið rænt í Afganistan. Í kjölfarið hafa afgönsk stjórnvöld bannað útlend- ingum sem búa í höfuðborginni Kabúl að yfirgefa borgina án þess að fá sérstakt leyfi frá lögreglu. Talibanar myrtu einn gíslinn N1 BÍLAÞJÓNUSTA SÆKTU UM VIÐSKIPTA- OGSAFNKORT Á WWW.N1.IS ER BÍLLINN KLÁR Í FRÍIÐ? ALLT A Ð 10% A FSLÁTT UR! Safnko rtshafa r fá 3% afslátt í form i punk ta. Viðskip takorts hafar f á 7% a fslátt, auk 3% í form i Safnk orts- punkta – sam tals 10% af slátt. Láttu smyrja bílinn og athuga hjólbarðana hjá Hjól- barðaþjónustu N1 og farðu áhyggjulaus í sumarfríið. Réttarhálsi 2, Rvík, hjólbarða- og smurþjónusta 587 5588 Fellsmúla 24, Rvík, hjólbarðaþjónusta 530 5700 Fellsmúla 24, Rvík, smurþjónusta 530 5710 Ægisíðu 102, Rvík, hjólbarða- og smurþjónusta 552 3470 Langatanga 1a, Mosfellsbæ, hjólbarða- og smurþj. 566 8188 Reykjavíkurvegi 56, Hafnarfirði, hjólbarðaþjónusta 555 1538 Dalbraut 14, Akranesi, hjólbarðaþjónusta 431 1777 Tryggvabraut, Akureyri, smurþjónusta 462 1080 R V 62 37 Rekstrarvörur 1982–200725ára Bjarni Ómar Ragnarsson - verslunarstjóri hjá RV Umhverfisvottaðar hreinlætisvörur – fyrir sumarbústaðinn og veiðihúsið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.