Fréttablaðið - 26.07.2007, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 26.07.2007, Blaðsíða 64
Myndlistarkonan Ásdís Spanó eldar forláta pasta- rétti, enda rennur ítalskt blóð í æðum hennar. „Pabbi er ítalskur og við höfum búið úti, einu sinni þegar ég var mjög ung og svo aftur þegar ég var ellefu ára,“ útskýrði Ásdís, sem segir ítalska matargerð því eðlilega vera í uppáhaldi hjá fjöl- skyldunni. „Pabbi er algjör eðal- kokkur. Hann hefur alltaf verið voða mikið í eldhúsinu og er enn þá. Uppskriftin er einmitt að hluta til frá honum, en svona aðeins í minni útfærslu,“ sagði Ásdís. Ítalir gera greinarmun á fjölmörg- um tegundum pasta. „Það fer eftir því hvaðan pastað kemur, og hvort það er gert með eggjum, til dæmis, hvernig það bragðast. Svo fer það eftir sósunum hvernig pasta maður notar, það eru miklar pæl- ingar á bak við það,“ útskýrði Ásdís. „Spaghetti er helst notað með skelfiskpasta eða bolognese, penne og rigatoni er frekar með túnfiski eða rauðri sósu,“ sagði hún. Ásdís hefur þar að auki þreif- að sig áfram með spelt- og heil- hveitipasta, og segist hrifin af því í dag. Hún segir Íslendinga einnig vera orðna ansi lærða í pasta- menningunni. „Fólk er farið að spá mikið í þetta – og farið að sleppa tómatsósunni, blessunar- lega,“ sagði hún og hló. Ef Ítalía er ríkjandi í eldhúsi Ásdísar er Ísland í forgrunni í myndlist hennar, að minnsta kosti á sýningunni sem hún opnaði nýlega í Gallerí 100° í húsi Orku- veitu Reykjavíkur. „Hún heitir Rof. Þetta eru ákveðnar pælingar um þau útrænu öfl sem eru hérna á Íslandi, og hvernig náttúran veðrar jarðveginn,“ útskýrði Ásdís, sem vann eingöngu með gráa, hvíta og svarta tóna. „Það er mikill kraftur í þessum myndum, þetta er svona jarðfræðipæling,“ sagði hún og hló við. Sýningin stendur yfir til 5. ágúst. Leynivopnið er að elda úr enguSumarið …er yfirleitt annasamur tími. Ef orkan til að elda fer þverr- andi á kvöldin er um að gera að henda saman girnilegri samloku. Fylltu ísskápinn af áleggi og grænmeti á borð við tómata, avókadó og klettasalati og máltíðin er innan seilingar. Hönnuðurinn Guðlaug Halldórs- dóttir er næsti gestur Völu í Mat og lífsstíl. „Eins og allir sem hafa verið í þáttunum er Gulla, eins og hún er oftast kölluð, mjög skap- andi og skemmtileg í eldhúsinu,“ sagði Vala. Einn af þeim réttum sem Gulla býður upp á í þætti kvöldsins er guacamole, sem hún segir að sé gott að borða við ýmis tækifæri, til dæmis sem forrétt. „Það er einmitt þannig sem hún ber það fram í þættinum, sem svona snarl á undan grillmat,“ sagði Vala. Hún var afar hrifin af gua- camole-rétti Gullu, sem er nokk- urs konar útfærsla á venjulegu guacamole. „Þetta var alveg dýr- indis matur. Ég sagði við Gullu að ég hefði alveg verið sátt við að borða þetta eingöngu, þetta var svo gott,“ sagði Vala og hló við. „Maður rífur þetta svolítið í sund- ur með fingrunum, sem var ótrú- lega þægilegt,“ bætti hún við. Gæðaguacamole frá Gullu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.