Fréttablaðið - 26.07.2007, Blaðsíða 38
26. JÚLÍ 2007 FIMMTUDAGUR6 fréttablaðið ísmót
Á ÍSMÓT 2007 verður keppt
um ljósmynd ársins, ljósmynd-
ara ársins, ljósmyndastofu
ársins og fleira sem snýr að
ljósmyndurum. Unnur Ólöf
Matthíasdóttir er fulltrúi í
undirbúningsnefnd fyrir
ljósmyndakeppnina og segir
ljósmyndara gegna stóru hlut-
verki í keppnum ÍSMÓTS.
„Ljósmyndarar koma til með að
verða í samstarfi við hinar grein-
arnar á ÍSMÓTI, eins og hár-
greiðslu, snyrtingu og klæðskurð-
inn,“ segir Unnur og vísar þar til
þess að í þeim greinum þurfi ljós-
myndara til að senda inn myndir
í keppnina. „Svo er auðvitað ljós-
myndari í hverju tískuteymi,“
bætir hún við.
„Í keppnina um ljósmynd árs-
ins senda ljósmyndarar inn mynd,
hvort sem það er andlitsmynd,
landslag, auglýsingamynd eða
hvað sem er þannig að sú keppni
er algjörlega opin að því leyti.
Síðan verður sýning á öllum inn-
sendum myndum á ÍSMÓT,“
segir Unnur og bætir við: „Svo
munu ljósmyndarar líka senda
inn myndaseríur með tíu til tólf
myndum úr sömu tökunni og besta
serían verður valin. Það geta verið
barnamyndir, fjölskyldumyndir,
brúðkaupsmyndir eða hvað sem
er. Eina skilyrðið fyrir þátttöku er
að ljósmyndarinn sé í Ljósmynd-
arafélagi Íslands.“
Unnur segir ljósmyndara
einnig verða á keppninni sjálfir
að mynda módelin sem verða í
keppnum á sviði. „Það verður sett
upp stúdíó á staðnum til að taka
módelljósmyndir af hárgreiðslum
og fleira,“ segir Unnur sem vonar
að þátttakan verði góð. „Við erum
að ýta við félagsmönnum okkar og
ég hef fengið alveg ágætis undir-
tektir hjá þeim sem ég hef talað
við.“ sigridurh@frettabladid.is
Ljósmyndarar gegna
stóru hlutverki
Unnur Ólöf Matthíasdóttir, ljósmyndari á Svart hvítt og lit, er í undirbúningsnefnd
fyrir ljósmyndakeppnina á ÍSMÓT 2007. Hún býst við góðri þátttöku í keppni ljós-
myndara á mótinu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Anna María Jónsdóttir heldur
utan um keppni í snyrtingu á
ÍSMÓT 2007 og er spennt að
sjá hvernig keppnin þróast þar
sem tíu ár eru síðan slík keppni
var haldin síðast.
„Það er loksins að verða að veru-
leika að fá svona keppni,“ segir
Anna María og bætir við: „Það
verður keppt í andlitsbaði, hand-
snyrtingu, litun og plokkun meðal
meistara og sveina.“
Anna María segir takmarkað-
an fjölda keppenda komast að
þannig að ef of margir skrái sig
til þátttöku verði að draga um
hverjir fái að vera með. „Það eru
margir alveg rosalega spennt-
ir fyrir þessu enda eru sýningar
sem þessi alltaf rosalega góð aug-
lýsing til að koma sjálfum sér og
stofunni á framfæri,“ segir Anna
María.
Spurð hvort það sé ekki flókið
að dæma keppnina í andlitsmeð-
ferð með yfirborðshreinsun, nuddi
og maska, segir Anna María: „Það
er ekki öfundsvert hlutskipti að
vera dómari í þeirri keppni en þar
er fyrst og fremst horft til vinnu-
bragðanna eins og almennt er í
prófum í snyrtifræði. Þá er fylgst
með því hvernig keppendur bera
sig að og hversu fagmannlega
þeir vinna verkin. Aftur á móti
er auðveldara að dæma í litun og
plokkun enda er mjög augljóst
hvað verið er að gera þar.“
Verðlaunamedalíur verða að
launum fyrir efstu sætin í snyrti-
keppnunum en að auki fær snyrti-
fræðingur ársins vegleg verðlaun
frá fyrirtækjum og heildverslun-
um. „Auk þess fær sigurvegar-
inn titilinn snyrtifræðingur árs-
ins og hann mun án efa verða góð
auglýsing fyrir hann,“ segir Anna
María og bætir því við að auðvitað
verði allir þátttakendur að vera í
Félagi snyrtifræðinga.
Sjálf ætlar Anna María ekki að
keppa í snyrtikeppnunum enda viti
hún alveg hvað hún hafi að geyma
og að hún sé góður fagmaður. „Ég
þarf enga aukaviðurkenningu en
ætla samt að taka þátt í tískuteymi
með Selmu Ragnarsdóttur kjóla-
meistara. Annars hlakka ég bara
rosalega til að fylgjast með sýn-
ingunni og keppninni á ÍSMÓT.“
sigridurh@frettabladid.is
Loksins keppt í snyrtingu
Anna María Jónsdóttir er snyrtifræðingur í Laugum Spa og heldur utan um keppni í
snyrtingu á ÍSMÓT. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
- GLÆSILEG KEPPNI MEISTARA OG SVEINA-
Hvetjum hársnyrtifólk um land allt að skrá sig í keppni ársins
fyrir 1. ágúst næstkomandi á www.si.is/ismot
Taktu þátt og þín stofa gæti hlotið þennan veglega titil
ásamt tilnefningu í alþjóðlegu verðlaunahátíðina
Global Salon Awards, sem fram fer í Hollywood á næsta ári!
Helstu umboðsaðilar hársnyrtigeirans á Íslandi efna til
litakeppna á Ísmóti 2007 - og sigurvegarar keppa svo
til úrslita um titilinn Litun og litur ársins!
Nordic Youth Skills 2007
Einnig á ÍSMÓTI 2007:
Hver vinnur titilinn
Hársnyrtir ársins 2007?
Hvaða stofa verður
Hársnyrtistofa ársins?
Hvaða hárlitur verður
kosinn Litur ársins?
Ungliði ársins / Nordic Youth Skills
Listsköpun í hári
- LJÓSMYNDAKEPPNI MEISTARANNA -
Hvetjum ljósmyndara í Ljósmyndarafélagi Íslands að skrá myndir
í keppni ársins fyrir 1. ágúst næstkomandi á www.si.is/ismot
Taktu þátt og þín stofa gæti hlotið þennan veglega titil!
Sjá nánar keppnisreglur fyrir Stofur ársins í tilteknum
þjónustuiðngreinum á www.si.is/ismot.
LJÓSMYND ÁRSINS?
Hvaða stofa verður
Ljósmyndastofa ársins?
Hvaða mynd verður