Fréttablaðið - 26.07.2007, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 26.07.2007, Blaðsíða 29
Þó að hátískan sé sérfranskt fyr- irbæri hafa þó nokkrir útlend- ingar í gegnum tíðina fengið inn- göngu í þennan þrönga og sérstæða klúbb. Einn sá þekkt- asti er ítalski hönnuðurinn Val- entino Caravani. Hann fagnar einmitt 45 ára afmæli hátísku- húss síns, 75 ára og enn langt frá því að vera sestur í helgan stein. Af því tilefni rak hver viðburð- urinn annan í Róm á dögunum en þetta er í fyrsta skiptið í 17 ár sem Valentino sýnir „haute cout- ure“ í Róm. Ævisaga hönnuðar- ins er nýkomin út, nýtt ilmvatn var að koma á markaðinn í tilefni af afmælinu og Rómarborg setti upp sýningu með 305 hátísku- kjólum meistarans á Ara Pacis- safninu, því nýjasta í Róm. Á sérstöku afmæliskvöldi vantaði ekki stjörnurnar sem í gegnum árin hafa klæðst Valentino, eins og Gina Lollobriga, Farah Diba keisaraynja og Karolína af Món- akó, en sömuleiðis þær yngri sem hafa lært að meta hæfileika þessa hátískumeistara eins og Uma Thurman, Claudia Schiffer, Elizabeth Hurley og Sarah Jessi- ca Parker. Einnig mætti rokk- goðið Mick Jagger svo aðeins örfáir séu nefndir. Það var hins vegar óvenjulegt þegar tísku- heimurinn er annars vegar að bæði Karl Lagerfeld og Giorgio Armani komu til að heiðra þenn- an gamla keppinaut sinn, einnig Tom Ford og Donatella Versace. Þessi sendiherra ítalskrar fág- unar fór 17 ára til Parísar til að læra til verka. Hann byrjaði 1958 að hanna þá kominn aftur til Rómar og opnaði fyrstu sauma- stofuna 1959 en það var árið 1962 sem hann sýndi í fyrsta sinn hátísku. Hann sló hins vegar ekki í gegn fyrr en 1968 með „Collezi- one Bianca“ og það ár giftist Jacquline Kennedy eiganda skipafélags, Onassis, í brúðar- kjól frá Valentino. Með árunum hafa svo bæst við aðrar tískulín- ur, bæði fyrir konur og karla. Stíll Valentino hefur alltaf verið einstaklega fágaður en annað sem einkennir sýningar hans er hinn hárauði litur sem Valentino hefur unnið með. Valentino vill fegra konuna en hefur mestu andstyggð á formlausum flíkum áranna í kringum 1980 og minim- alisma. Á afmælissýningunni sýndi Val- entino 60 flíkur á sýningarpalli sem var óvenju langur skammt frá Péturstorginu, aðallega síð- kjóla sem báru tákn hans frá hvítu sýningunni og auðvitað „rauða Valentino-litinn“ svo eitt- hvað sé nefnt. Gylltir kjólar með lafi alþöktu ísaumuðum kristöll- um glitruðu í sviðsljósinu, topp- ar eru skreyttir með strútsfjöðr- um, litli svarti kjóllinn hefur útsaumuð gyllt blóm og dragtirn- ar með gegnsæjum blúndum, allt til að gera konuna sem glæsileg- asta, kynþokkafulla og tælandi að hætti Valentino. Stutt hár er í tísku. Leikkonan Katie Holmes hefur nú fetað í fótspor stallsystra sinna í Hollywood og hefur klippt hárið stutt. Hún fór þó ekki eins langt og Michelle Williams, sem klippti hárið alveg stutt, og heldur sídd- inni við kjálkabeinið. Óneitanlega klæðir þetta hana afar vel en vin- kona hennar, hún Victoria Beck- ham, klippti sitt hár stutt þegar hún flutti til Los Angeles. Langir lokk- ar fjúka Nina Ricci sendir frá sér ilmandi ævintýraepli. Frá tískuhúsinu Nina Ricci kom nýverið á markaðinn ilmur sem fengið hefur nafnið Nina. Þegar hönnuður umbúðanna, Jérome Faillant-Dumas, hóf leit að innblæstri rakst hann á gamalt glas af Fille d‘Eve ilm- inum, sem nú er kominn til ára sinna, og ákvað að endur- nýta eplið, enda eru epli sem tákn hlaðin margvíslegri merkingu. Miklu var kostað til við markaðssetningu Ninu en í flokki ilmvatna er það svokallaður ávaxta og blómailmur sem inniheld- ur meðal annars sítr- ónu og lime, epli, kara- mellu, van- illu og musk. Nína í ævintýrum Nýbýlavegi 12 Sími 554 3533 Opið virka daga 10-18 Laugardaga 10-16 g æ ð i o g g l æ s i l e i k i Stærðir 36 - 48 ÚTSALA Laugavegi 51 • s: 552 2201
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.