Fréttablaðið - 26.07.2007, Blaðsíða 44
26. JÚLÍ 2007 FIMMTUDAGUR12 fréttablaðið ísmót
Samhliða keppninni á ÍS-
MÓT 2007 verður sölu- og
þjónustusýning á vörum og
þjónustu sem tengjast á ein-
hvern hátt þeim iðngreinum
sem keppa á ÍSMÓT. Margit
Elva Einarsdóttir hjá AP
sýningum er sýningarstjóri
og reiknar með yfir fimmtíu
sýnendum.
„Sölu- og þjónustusýningin verð-
ur haldin í nýja salnum í Laug-
ardalshöllinni á 3.000 fermetra
svæði. Sviðin fyrir keppnirnar
eru í miðju salarins og sýningin
er í kringum þau,“ segir Marg-
it og bætir því við að gert sé ráð
fyrir að minnsta kosti fimm-
tíu sýnendum. „Svæðið er mjög
skemmtilegt og þar munu mótið
og sýningin styðja hvort annað.
Fyrirtækin sem verða með bása
á sýningunni tengjast öll þeim
fimm félögum sem taka þátt í
ÍSMÓT á einhvern hátt en það eru
Meistarafélagið í hárgreiðslu,
Félag snyrtifræðinga, Félag ís-
lenskra gullsmiða, Klæðskera-
og kjólameistarafélagið og Ljós-
myndarafélag Íslands. Öll verða
félögin síðan sjálf með kynning-
arbása á sýningunni.“
Margit segir sýninguna verða
fjölbreytta og skemmtilega og að
viðbrögð sýnenda hafi verið virki-
lega góð. „Nú þegar eru þrjátíu til
fjörtíu fyrirtæki búin að skrá sig á
sýninguna en enn eru lausir básar
svo það er hægt að hafa samband
við AP sýningar til að bóka sig
eða í gegnum vefinn, si.is/ismot,“
segir Margit. „Heilsueyjan Ísland
er á afmörkuðu svæði innan sýn-
ingarsalarins þar sem fyrirtæki
kynna snyrtivörur og þjónustu
sem tengjast heilsunni. Þar má
nefna umhverfisvænar vörur og
vörur sem unnar eru úr íslensk-
um jurtum og fleira í þeim dúr,“
bætir hún við.
„Það er stór plús að það kost-
ar ekkert inn á sýninguna og auð-
vitað er þetta nokkuð sem snert-
ir okkur öll því við nýtum öll
einhverja eða alla þessa þætti,“
segir Margit og bætir við: „Þetta
mót verður kannski heitasti við-
burður haustsins því það eru
tíu ár síðan svona keppni hefur
verið haldin en aldrei eins stór
og þessi. Nú kemur líka sýning-
in ofan á það svo þetta styður
hvort annað. Þema ÍSMÓT 2007
er fagmennska í tísku, handverk,
hönnun, gæði og glæsileiki,
heilsa, hollusta, dekur og vel-
líðan.“ sigridurh@frettabladid.is
Heitasti viðburður
haustsins
Margit Elva Einarsdóttir er sýningarstjóri yfir sölu- og þjónustusýningunni á ÍSMÓT 2007. Hún segir sýninguna og keppnina í nýja
hluta Laugardalshallarinnar munu styðja hvor aðra. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Norm-x • Auðbrekku 6 • Kópavogi • Sími 565-8899.Skoðaðu heimasíðuna www.normx.is
NORM-X
Hita pottar
Íslensk framleiðsla
www.normx.is
Viðarkamínur á
ótrúlega góðu verði
Mest seldu hita pottar á Íslandi