Fréttablaðið - 26.07.2007, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 26.07.2007, Blaðsíða 44
 26. JÚLÍ 2007 FIMMTUDAGUR12 fréttablaðið ísmót Samhliða keppninni á ÍS- MÓT 2007 verður sölu- og þjónustusýning á vörum og þjónustu sem tengjast á ein- hvern hátt þeim iðngreinum sem keppa á ÍSMÓT. Margit Elva Einarsdóttir hjá AP sýningum er sýningarstjóri og reiknar með yfir fimmtíu sýnendum. „Sölu- og þjónustusýningin verð- ur haldin í nýja salnum í Laug- ardalshöllinni á 3.000 fermetra svæði. Sviðin fyrir keppnirnar eru í miðju salarins og sýningin er í kringum þau,“ segir Marg- it og bætir því við að gert sé ráð fyrir að minnsta kosti fimm- tíu sýnendum. „Svæðið er mjög skemmtilegt og þar munu mótið og sýningin styðja hvort annað. Fyrirtækin sem verða með bása á sýningunni tengjast öll þeim fimm félögum sem taka þátt í ÍSMÓT á einhvern hátt en það eru Meistarafélagið í hárgreiðslu, Félag snyrtifræðinga, Félag ís- lenskra gullsmiða, Klæðskera- og kjólameistarafélagið og Ljós- myndarafélag Íslands. Öll verða félögin síðan sjálf með kynning- arbása á sýningunni.“ Margit segir sýninguna verða fjölbreytta og skemmtilega og að viðbrögð sýnenda hafi verið virki- lega góð. „Nú þegar eru þrjátíu til fjörtíu fyrirtæki búin að skrá sig á sýninguna en enn eru lausir básar svo það er hægt að hafa samband við AP sýningar til að bóka sig eða í gegnum vefinn, si.is/ismot,“ segir Margit. „Heilsueyjan Ísland er á afmörkuðu svæði innan sýn- ingarsalarins þar sem fyrirtæki kynna snyrtivörur og þjónustu sem tengjast heilsunni. Þar má nefna umhverfisvænar vörur og vörur sem unnar eru úr íslensk- um jurtum og fleira í þeim dúr,“ bætir hún við. „Það er stór plús að það kost- ar ekkert inn á sýninguna og auð- vitað er þetta nokkuð sem snert- ir okkur öll því við nýtum öll einhverja eða alla þessa þætti,“ segir Margit og bætir við: „Þetta mót verður kannski heitasti við- burður haustsins því það eru tíu ár síðan svona keppni hefur verið haldin en aldrei eins stór og þessi. Nú kemur líka sýning- in ofan á það svo þetta styður hvort annað. Þema ÍSMÓT 2007 er fagmennska í tísku, handverk, hönnun, gæði og glæsileiki, heilsa, hollusta, dekur og vel- líðan.“ sigridurh@frettabladid.is Heitasti viðburður haustsins Margit Elva Einarsdóttir er sýningarstjóri yfir sölu- og þjónustusýningunni á ÍSMÓT 2007. Hún segir sýninguna og keppnina í nýja hluta Laugardalshallarinnar munu styðja hvor aðra. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Norm-x • Auðbrekku 6 • Kópavogi • Sími 565-8899.Skoðaðu heimasíðuna www.normx.is NORM-X Hita pottar Íslensk framleiðsla www.normx.is Viðarkamínur á ótrúlega góðu verði Mest seldu hita pottar á Íslandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.