Fréttablaðið - 26.07.2007, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 26.07.2007, Blaðsíða 6
Ætlar þú að sjá nýju Simpsons- kvikmyndina? Vilt þú jarðgöng til Eyja? HLAUPTU TIL GÓÐS 18. ÁGÚST! 18. ÁGÚST 2007GLITNIS REYKJAVÍK UR MARAÞON Nú getur þú hlau pið fyrir gott mál efni að e igin vali í Reykjavík urmaraþo ni Glitnis . Glitnir greiðir 5 00 kr. ti l góðgerða rmála á hvern kí lómetra sem viðs kiptavinir * bankans hlaupa og 3.000 k r. fyrir sta rfsmenn. Skráðu þ ig á www .glitnir.is og hlaup tu til góð s. Allir sigra 18. ágús t! *Viðskipt avinir í V ild, Náms vild, Gullvild o g Platínu m. H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA „Það voru alls hundrað manns kærðir fyrir vel á annað hundrað færslur á netinu,“ segir Erlendur Þór Gunnarsson, lög- maður Helga Rafns Brynjarsson- ar, sem áður var sakaður um grimmilegt hundsdráp. Að auki var óskað eftir rann- sókn á smáskilaboðum sem send voru í farsíma Helga og fjölskyldu hans. Ekki er enn ljóst hversu margir stóðu á bak við þau. Fólkið var kært meðal annars fyrir meiðyrði og hótanir um ofbeldi, aðdróttanir og móðganir. „Við hefðum getað kært miklu fleiri en það er alltaf spurning hvar á að draga mörkin. Það voru til dæmis ýmsir aðilar sem gáfu óbeint í skyn að Helgi hefði gert eitthvað misjafnt, sem við ákváð- um að sleppa. En það getur vel verið að lögreglan sjái ástæðu til þess að ræða við þá,“ segir hann. Kristjana Margrét Svansdóttir, eigandi Lúkasar, er í Bandaríkjun- um um þessar mundir. Móðir hennar, Jóhanna Jóhannesdóttir, gætir hvutta á meðan. „Hann er í fínu lagi. Það eru smá ör aftan á honum, en það er ekkert sem hann gæti ekki hafa fengið úti í náttúrunni,“ segir hún. „Hann hefur greinilega vandað fæðið vel. Það eru engir ormar eða neitt þannig. Ég get ekki séð að þessum hundi hafi verið mis- þyrmt,“ segir Jóhanna. Hundrað hafa verið kærðir Heræfingarnar sem fram haldnar verða í ágústmánuði verða kallaðar Norðurvíkingur, rétt eins og heræfingar varnarliðsins hétu áður fyrr. Friðþór Eydal, upplýsingafulltrúi Keflavíkurflug- vallar, segir að Norðurvíkingur hafi verið og sé enn nafn á heræfingum við Ísland. Eini munurinn sé sá að áður hafi þær verið á hendi varnarliðsins og utanríkisráðuneytisins, en nú séu þær á hendi ráðuneytisins og Bandaríkjahers í Evrópu. Undirbúningur á Keflavíkurflugvelli fyrir æfingarnar er hafinn og hafa starfsmenn vallarins verið í óða önn að endurbæta þotugildrur vallarins. Þotugildrur eru vírar með hemlabúnaði sem strengdir eru yfir flugbrautirnar og orrustuþotur geta gripið í lendingu, fari þær of hratt. Svipaður búnaður er á flugmóðurskipum. „Gildrurnar eru komnar á tíma og það er komið að gagngerri endurnýjun á þeim. En til að æfingar gætu farið fram voru gerðar lítilsháttar lagfæring- ar, til dæmis skipt um stálvíra og borða. Því má nota þær áfram á æfingunni og til skamms tíma,“ segir Friðþjófur. Fimmtíu fórust og 135 manns særðust í tveimur sprengjuárásum sem gerðar voru í Bagdad í Írak í gær. Sprengjun- um var beint að fólki sem fagnaði úrslitum viðureignar Íraka og S- Kóreumanna í fótbolta. Írakar unnu leikinn og eru komnir í úrslit Asíukeppninnar í fótbolta. Bíll var sprengdur í loft upp í miðjum fagnaðarlátunum og síðan sprakk önnur bílsprengja við eftirlitsstöð innan um bíla með fótboltaáhugamönnum innanborðs. Fréttaskýrendur telja víst að sprengjunum hafi verið beint að fótboltaáhugamönnunum. Sprengjuárásir í fagnaðarlátum „Grænalónsfélagið er félagsskapur sem er yfir þrjátíu ára og hefur veitt í þessu vatni. Þeir, sem töldu sig landeigendur þangað til ríkinu þóknaðist að ákveða annað, hafa nýtt aðstöðuna í smalamennsku og fleira,“ segir Sveinn Pálsson, sveitarstjóri og byggingarfulltrúi Mýrdalshrepps. Sveinn er formaður Grænalóns- félagsins, veiðifélags sem endur- byggir nú veiðikofa í Skaftár- hreppi við Grænalón undir Skeiðarárjökli. Meðal félaga er formaður skipulags- og bygging- arnefndar Mýrdalshrepps, Sveinn Þórðarson. Félagið byggir í samráði við fyrrum landeigendur, en hefur ekki byggingarleyfi frá Skaftár- hreppi né forsætisráðuneyti, sem þarf að samþykkja allar fram- kvæmdir á þjóðlendum. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins var veiðikofinn áður um 15 fermetrar, en 50 til 60 fermetra hús rís nú á grunni hans. Sveinn Pálsson getur ekki svarað nákvæmlega um stærð bygging- arinnar. „Það verður stundum meira úr en lagt var upp með í byrjun,“ segir hann. „Þetta er nú sjálfsagt á við- kvæmu stigi,“ segir Sveinn Páls- son. „En það var mat manna að það væri í lagi að tilkynna þetta eftir á, enda er þetta ekki nýbygg- ing. Svo er langt til nágranna og vandséð hverja þetta truflar.“ Endurbyggingar séu allajafna litnar öðrum augum en nýbygg- ingar, til dæmis í sveitarfélagi Sveins, „þegar um er að ræða breytingar sem ekki skaða hags- muni neins annars“. Sveinn vill ekki svara því beint út hvort hann telji þá að sveitung- ar hans eigi sjálfir að meta það í hvert skipti sem þeir vilja fjór- falda húsnæði á lóð sinni, hvort sækja eigi um leyfi eða ekki. „Það verður að fara eftir eðli máls á hverjum tíma,“ segir hann. Sveitarstjórinn bendir á að fyrr- verandi landeigendur hafi enn afnota- og nýtingarrétt á landinu. „Landeigendurnir eiga þessi mannvirki og við höfum haft afnot af þeim.“ Sveitarstjóri byggir í óleyfi á þjóðlendu Sveitarstjóri og byggingarfulltrúi Mýrdalshrepps í félagi við formann bygging- arnefndar endurbyggir nú og stækkar veiðihús við Grænalón í Skaftárhreppi. Þeir hafa ekki til þess leyfi en landeigendur hafa enn afnota- og nýtingarrétt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.