Fréttablaðið - 26.07.2007, Side 6

Fréttablaðið - 26.07.2007, Side 6
Ætlar þú að sjá nýju Simpsons- kvikmyndina? Vilt þú jarðgöng til Eyja? HLAUPTU TIL GÓÐS 18. ÁGÚST! 18. ÁGÚST 2007GLITNIS REYKJAVÍK UR MARAÞON Nú getur þú hlau pið fyrir gott mál efni að e igin vali í Reykjavík urmaraþo ni Glitnis . Glitnir greiðir 5 00 kr. ti l góðgerða rmála á hvern kí lómetra sem viðs kiptavinir * bankans hlaupa og 3.000 k r. fyrir sta rfsmenn. Skráðu þ ig á www .glitnir.is og hlaup tu til góð s. Allir sigra 18. ágús t! *Viðskipt avinir í V ild, Náms vild, Gullvild o g Platínu m. H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA „Það voru alls hundrað manns kærðir fyrir vel á annað hundrað færslur á netinu,“ segir Erlendur Þór Gunnarsson, lög- maður Helga Rafns Brynjarsson- ar, sem áður var sakaður um grimmilegt hundsdráp. Að auki var óskað eftir rann- sókn á smáskilaboðum sem send voru í farsíma Helga og fjölskyldu hans. Ekki er enn ljóst hversu margir stóðu á bak við þau. Fólkið var kært meðal annars fyrir meiðyrði og hótanir um ofbeldi, aðdróttanir og móðganir. „Við hefðum getað kært miklu fleiri en það er alltaf spurning hvar á að draga mörkin. Það voru til dæmis ýmsir aðilar sem gáfu óbeint í skyn að Helgi hefði gert eitthvað misjafnt, sem við ákváð- um að sleppa. En það getur vel verið að lögreglan sjái ástæðu til þess að ræða við þá,“ segir hann. Kristjana Margrét Svansdóttir, eigandi Lúkasar, er í Bandaríkjun- um um þessar mundir. Móðir hennar, Jóhanna Jóhannesdóttir, gætir hvutta á meðan. „Hann er í fínu lagi. Það eru smá ör aftan á honum, en það er ekkert sem hann gæti ekki hafa fengið úti í náttúrunni,“ segir hún. „Hann hefur greinilega vandað fæðið vel. Það eru engir ormar eða neitt þannig. Ég get ekki séð að þessum hundi hafi verið mis- þyrmt,“ segir Jóhanna. Hundrað hafa verið kærðir Heræfingarnar sem fram haldnar verða í ágústmánuði verða kallaðar Norðurvíkingur, rétt eins og heræfingar varnarliðsins hétu áður fyrr. Friðþór Eydal, upplýsingafulltrúi Keflavíkurflug- vallar, segir að Norðurvíkingur hafi verið og sé enn nafn á heræfingum við Ísland. Eini munurinn sé sá að áður hafi þær verið á hendi varnarliðsins og utanríkisráðuneytisins, en nú séu þær á hendi ráðuneytisins og Bandaríkjahers í Evrópu. Undirbúningur á Keflavíkurflugvelli fyrir æfingarnar er hafinn og hafa starfsmenn vallarins verið í óða önn að endurbæta þotugildrur vallarins. Þotugildrur eru vírar með hemlabúnaði sem strengdir eru yfir flugbrautirnar og orrustuþotur geta gripið í lendingu, fari þær of hratt. Svipaður búnaður er á flugmóðurskipum. „Gildrurnar eru komnar á tíma og það er komið að gagngerri endurnýjun á þeim. En til að æfingar gætu farið fram voru gerðar lítilsháttar lagfæring- ar, til dæmis skipt um stálvíra og borða. Því má nota þær áfram á æfingunni og til skamms tíma,“ segir Friðþjófur. Fimmtíu fórust og 135 manns særðust í tveimur sprengjuárásum sem gerðar voru í Bagdad í Írak í gær. Sprengjun- um var beint að fólki sem fagnaði úrslitum viðureignar Íraka og S- Kóreumanna í fótbolta. Írakar unnu leikinn og eru komnir í úrslit Asíukeppninnar í fótbolta. Bíll var sprengdur í loft upp í miðjum fagnaðarlátunum og síðan sprakk önnur bílsprengja við eftirlitsstöð innan um bíla með fótboltaáhugamönnum innanborðs. Fréttaskýrendur telja víst að sprengjunum hafi verið beint að fótboltaáhugamönnunum. Sprengjuárásir í fagnaðarlátum „Grænalónsfélagið er félagsskapur sem er yfir þrjátíu ára og hefur veitt í þessu vatni. Þeir, sem töldu sig landeigendur þangað til ríkinu þóknaðist að ákveða annað, hafa nýtt aðstöðuna í smalamennsku og fleira,“ segir Sveinn Pálsson, sveitarstjóri og byggingarfulltrúi Mýrdalshrepps. Sveinn er formaður Grænalóns- félagsins, veiðifélags sem endur- byggir nú veiðikofa í Skaftár- hreppi við Grænalón undir Skeiðarárjökli. Meðal félaga er formaður skipulags- og bygging- arnefndar Mýrdalshrepps, Sveinn Þórðarson. Félagið byggir í samráði við fyrrum landeigendur, en hefur ekki byggingarleyfi frá Skaftár- hreppi né forsætisráðuneyti, sem þarf að samþykkja allar fram- kvæmdir á þjóðlendum. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins var veiðikofinn áður um 15 fermetrar, en 50 til 60 fermetra hús rís nú á grunni hans. Sveinn Pálsson getur ekki svarað nákvæmlega um stærð bygging- arinnar. „Það verður stundum meira úr en lagt var upp með í byrjun,“ segir hann. „Þetta er nú sjálfsagt á við- kvæmu stigi,“ segir Sveinn Páls- son. „En það var mat manna að það væri í lagi að tilkynna þetta eftir á, enda er þetta ekki nýbygg- ing. Svo er langt til nágranna og vandséð hverja þetta truflar.“ Endurbyggingar séu allajafna litnar öðrum augum en nýbygg- ingar, til dæmis í sveitarfélagi Sveins, „þegar um er að ræða breytingar sem ekki skaða hags- muni neins annars“. Sveinn vill ekki svara því beint út hvort hann telji þá að sveitung- ar hans eigi sjálfir að meta það í hvert skipti sem þeir vilja fjór- falda húsnæði á lóð sinni, hvort sækja eigi um leyfi eða ekki. „Það verður að fara eftir eðli máls á hverjum tíma,“ segir hann. Sveitarstjórinn bendir á að fyrr- verandi landeigendur hafi enn afnota- og nýtingarrétt á landinu. „Landeigendurnir eiga þessi mannvirki og við höfum haft afnot af þeim.“ Sveitarstjóri byggir í óleyfi á þjóðlendu Sveitarstjóri og byggingarfulltrúi Mýrdalshrepps í félagi við formann bygging- arnefndar endurbyggir nú og stækkar veiðihús við Grænalón í Skaftárhreppi. Þeir hafa ekki til þess leyfi en landeigendur hafa enn afnota- og nýtingarrétt.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.