Fréttablaðið - 26.07.2007, Blaðsíða 1
...opið alltaf,
allsstaðar.
Náttúran.is ernáttúrumarkaðurmeð lífrænar ogumhverfisvottaðar
vörur...
07
-2
00
7
N
át
tú
ra
n
.is
www.natturan.is
Meirihluti tollkvóta á inn-
flutning 550 tonna af kjötafurðum,
sem boðinn var út í apríl í kjölfar
samnings við Evrópusambandið,
var aldrei sóttur af fyrirtækinu
sem fékk honum úthlutað. Líklegt
er að hann verði boðinn út aftur.
Í samningnum við ESB var
meðal annars kveðið á um að toll-
ur af þessu tiltekna magni af kjöti
myndi lækka um fjörutíu prósent,
og lýstu stjórnvöld því yfir að það
ætti að hafa talsverð áhrif á lækk-
un matvælaverðs í landinu.
Eitt fyrirtæki, Sláturhús Hellu
hf. (SH), fékk meirihluta kvótans
úthlutað, eða um 320 tonnum í allt.
Sækja hefði þurft svokallað leyfis-
bréf í byrjun júní til að greiða fyrir
kvótann, en það gerði SH aldrei.
Leifur Þórsson, framkvæmda-
stjóri Ferskra kjötvara, sem buðu í
gegnum millilið í kvóta en fengu
engan, er ósáttur við að hafa ekki
fengið svör frá ráðuneytinu um það
hvenær eða hvort kvótinn verði boð-
inn út að nýju. Hann segist hafa haft
efasemdir um það frá upphafi
útboðsins að SH myndi nokkurn
tíma flytja kjötið inn og að óneitan-
lega sé undarlegt að beðið hafi verið
út allan frestinn, rúman mánuð, með
að hætta við að sækja kvótann.
Guðmar Jón Tómasson, slátur-
hússtjóri hjá SH, segir fyrirtækið
hafa hætt við að sækja kvótann þar
sem eina nautakjötið sem stóð til að
flytja inn voru lundir, en ekki hakk,
og þær nýttust þeim ekki.
Kvótinn var fyrst boðinn út í
byrjun mars, en þá var útboðið
eyðilagt með svo háu boði að ódýr-
ara hefði verið að flytja inn kjötið
án fjörutíu prósenta lækkunarinn-
ar. „Ég veit ekki hver eyðilagði
útboðið í fyrstu atrennu,“ segir
Leifur. „En það má gera því skóna
að einhver sem er nálægt þessum
landbúnaðargeira hafi boðið allt of
hátt til þess eins að fresta málinu.“
„Ég er þess fullviss að þetta magn
mun koma aftur til úthlutunar,“
segir Guðmundur B. Helgason,
ráðuneytisstjóri í landbúnaðarráðu-
neytinu. Hann segist ekki vita
hversu mikið magn kvóta er ósótt.
„En ég veit að það var eitthvað um
það.“ Ráðgjafarnefnd mun fara yfir
málið þegar hún kemur saman í
ágúst og býst Guðmundur við því að
nefndin muni fara yfir reglur sem
gilda um útboð sem þessi. „Við
kysum að sjá ábyrgari hegðun í
þessu fyrir okkar leyti.“
Ódýr tollkvóti sem lækka átti
matvælaverð mikið til ónýttur
Meirihluti tollkvóta á innflutning kjöts frá Evrópu er ónýttur þar sem fyrirtækið sem fékk honum úthlutað
sótti hann aldrei. Tollurinn var liður í samningi við ESB og átti að stuðla að lækkun matvælaverðs.
Pulp
Fiction
og Jackie
Brown
2 DVD saman
999
KR.
Losar sig ekki við
neinar flíkur
Íslandsmeistaramót hársnyrta, snyrtifræðinga, gullsmiða,
klæðskera og ljósmyndara í Samtökum iðnaðarins
ÍSMÓT 2007FIMMTUDAGUR 26. JÚLÍ 2007
Íslandsmeistaramót
hinna ýmsu stétta
Guðni Ragnar Eyjólfsson
leigubílstjóri lenti í því óhappi að
bíllinn hans varð alelda á
Hafnarfjarðarveginum til móts
við Fífuna í Kópavogi um
þrjúleytið í gær. Slökkviliðið var
fljótt að koma á staðinn og
slökkti eldinn um tíu mínútum
eftir að útkall barst. Guðni náði
að koma sér út ásamt farþega í
bílnum áður en hætta skapaðist.
„Ég tók eftir að það fór að leka
úr honum olía þegar ég var rétt
við Kópavogslækinn, og síðan
steig hvítur reykur upp úr
vélinni,“ segir Guðni. „Ég
stoppaði og kom mér út. Svo bara
brann hann, bíllinn minn. Þessi
fíni Benz.“
Hann segir bílinn hafa verið
sendan í skoðun en skemmdirnar
séu töluverðar eftir brunann.
„Þar sem þetta var vinnutækið
mitt verð ég nú að drífa mig í að
útvega mér nýtt. Það er það eina
sem ég get gert.“
Benzinn brann
í miðjum akstri
Kvikmyndagerðarmaður-
inn Valdimar Leifsson fær ábend-
ingar og leiðsögn að handan frá
Jónasi Hallgrímssyni, en hann er
við það að ljúka tökum á sjón-
varpsmynd í fullri lengd um skáld-
ið. Myndin er samansett af leikn-
um atriðum og viðtölum og er að
sögn leikstjórans eins konar ljóð
til Jónasar í kabarettstíl.
„Ég vil meina að Jónas sé að tala
í gegnum mig,“ segir hann. „Það
hafa margir undarlegir hlutir
gerst í tökunum og þetta er búið
að vera mikið ævintýri.“
Meðal annars hefur Valdimar
ítrekað fengið köllun frá Jónasi í
miðjum tökum um að breyta atrið-
um og breytingarnar hafa alltaf
verið til hins betra. Veðrið hefur
einnig leikið við tökufólkið, sem
skýrir kannski veðurblíðuna sem
hefur verið hér í sumar.