Fréttablaðið - 26.07.2007, Síða 16

Fréttablaðið - 26.07.2007, Síða 16
nær og fjær „ORÐRÉTT“ Landmælingar Íslands og ferðaklúbburinn 4x4 vinna saman að því að þræða alla vegslóða landsins og merkja þá inn í GPS-kerfið. Alls er um fjörutíu þúsund kílómetra leið að ræða, sem jafnast á við ummál jarðar við miðbaug. Ekki má keyra hraðar á hálendisvegunum en fjörutíu kílómetra á klukkustund. „Við byrjuðum á þessu í fyrra- haust, núna er verið að aka kerfis- bundið um landið til að merkja inn alla þessa vegi,“ segir Jón Snæ- land, sem situr í stjórn ferða- klúbbsins 4x4, um verkefnið. „Til- gangurinn er að vita hvar allir þessir slóðar liggja svo allir sem þurfa geti nýtt sér upplýsingarn- ar.“ Hann segir kortlagninguna fara þannig fram að félagar úr 4x4 keyra á jeppa eftir slóðum lands- ins á meðan starfsmenn Landmæl- inga sitja aftur í með tölvubúnað og merkja hnitin á sekúndu fresti. Ætlunin er að ljúka kortlagningu veganna eftir rúm tvö ár. „Heildarvegalengdin liggur ekki fyrir nákvæmlega, en ég skal éta hattinn minn ef hún nær ekki fjörutíu þúsund kílómetrum,“ segir Jón. Þar sem jeppinn má aðeins keyra á fjörutíu kílómetra hraða á klukkustund í mesta lagi liggur fyrir að ferðalagið eftir öllum vegslóðunum tekur í það minnsta þúsund klukkustundir. Jón segist hafa nokkrum sinn- um setið undir stýri á mælinga- jeppa og ekið eftir slóðum með starfsmenn Landmælinga aftur í. „Þetta er alveg ágætt, mér leiðist þetta ekkert. 40 kílómetra hraði getur verið mjög mikið á slæmum vegum, og það eru margar leiðir til að fara.“ En í hvað verða allar þessar upplýsingar notaðar? Eydís Líndal Finnbogadóttir, forstöðumaður landupplýsingasviðs hjá Land- mælingum Íslands, segir hlutverk stofnunarinnar að safna upplýs- ingum um slóðana og eiga þær til. Síðan sé það umhverfisráðuneyt- isins, ásamt Umhverfisstofnun og sveitarfélögum landsins, að ákveða hvaða slóðar eigi að birtast á kortum og hvernig eigi að nota gögnin. „Okkar verkefni er að vita hvar allir slóðarnir liggja svo hægt sé að taka meðvitaða ákvörð- un um hverja eigi að sýna á korti og hverja ekki,“ segir hún. Kringum jörðina á 40 kílómetra hraða Með bros á vör alla daga Einu kvikindi fargað Ekkert kvikindi þar Nýtt vald orðið til SMÁRALIND SÍMI 545 1550 GLÆSIBÆ SÍMI 545 1500 KRINGLUNNI SÍMI 545 1580 ÍS L E N S K A S IA .I S I C E 3 76 18 0 5. 20 07 Flugustangasett Redington Tilboð 21.990kr. Verð áður 24.990 kr Líftíðarábyrgð Önnur sett frá 14.990 kr. Vangen öndunarvöðlur Tilboð 15.990kr. Verð áður 18.990 kr. Vangen mittisvöðlur Frábærar dömuvöðlur Tilboð 11.990kr. Verð áður 14.990 kr. Vöðlujakki Tiboð 14.990kr. Verð áður 19.990 kr.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.