Fréttablaðið - 26.07.2007, Page 27

Fréttablaðið - 26.07.2007, Page 27
Sara Andrínudóttir flæktist heimshorna á milli með gulu kápuna áður en hún varð að uppáhaldi. „Stóra systir mín keypti þessa kápu einhvers staðar á Íslandi fyrir mörgum árum síðan. Þetta er „second hand“ kápa, framleidd hérlendis og kostaði víst ekki mikið. Kápan er alls ekki í takt við það sem systir mín annars gengur í og þess vegna lenti hún hjá mér. Síðan þvældist hún um, flutti og ferðaðist en vakti ekki athygli mína fyrr en nýlega. Núna er hún hins vegar í miklu uppáhaldi, svolítið haustleg og mjög falleg á litinn,“ segir Sara Andrínudóttir, stíl- isti og verslunarstjóri hjá Companys í Kringlunni, Sara er nýútskrifuð úr tískufræðum frá Toronto og hefur alla tíð haft gríðarlegan áhuga á fötum og tísku. „Þegar ég hugsa til baka lá þetta alltaf í spil- unum. Ég flækist mikið með mömmu, sem vann meðal annars við útstillingar, og man hvað mér fannst það gaman,“ segir Sara og bætir við: „Draum- urinn er að gerast stílisti og geta lifað af því.“ Sara á gríðarlega mikið af fötum og segir ekki inni í myndinni að losa sig við eina einustu flík. „Ég tók mig til fyrir fjórum árum og hélt fata- markað á Prikinu ásamt vinkonum mínum. Ég seldi fullt af fötum en fann síðan að ég hafði ekki verið til- búin að láta þau fara. Sérstaklega þegar ég sá annað fólk í þeim. Þá reyndi ég að kaupa sum fötin aftur og lærði mína lexíu. Héðan í frá losa ég mig aldrei við fötin mín,“ segir Sara hlæjandi. Reyndi að kaupa fötin mín aftur ...opið alltaf, allsstaðar. Náttúran.is er náttúrumarkaður með lífrænar og umhverfisvottaðar vörur... 07 -2 00 7 N át tú ra n .is www.natturan.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.