Fréttablaðið - 27.07.2007, Qupperneq 18
fréttir og fróðleikur
Fótbolti og
fjör á Reycup
Langvinsælasti samskiptavefur heims
Brimnesið, nýr frystitogari
útgerðarfélagsins Brims
hf., kom til hafnar í gær frá
Noregi. Þormóður rammi-
Sæberg hf. fær afhenta tvo
eins togara og Brimnesið
árin 2008 og 2009. Starfs-
menn útgerðarfélaga segja
að þau muni þurfa að selja
skip út af kvótaskerðing-
unni. „Nauðvörn“ segir
útgerðarstjóri Samherja.
„Það er alltaf gaman að fá nýtt
skip til landsins. Það er ekki bara
helvítis barlómur í sjávarútvegin-
um, þorskniðurskurður og annað
slíkt,“ segir Guðmundur Kristj-
ánsson, forstjóri Brims, um komu
nýja skipsins til landsins.
Guðmundur segir að Brimnesið
sé fyrsta skipið sem Brim kaupi
síðan árið 2003, þegar fyrirtækið
keypti togarann Guðmund í Nesi.
Brimnesið mun halda til veiða á
Íslandsmiðum strax á laugardag-
inn segir Guðmundur.
Guðmundur segir að Brimnesið sé
afar tæknivætt skip, það geti dreg-
ið þrjú troll í einu á rækjuveiðum,
sem auki aflann mikið. Auk þess
segir Guðmundur að skipið sé búið
rafmagnsspili sem noti miklu
minni orku og þegar að trollinu sé
slakað út sé framleitt rafmagn inn
á kerfi skipsins. „Það eru mjög fá
skip sem hafa slíkt spil hér á landi,
ekkert af stóru skipunum. Við
munum því nota miklu færri lítra
af olíu til að veiða hvert kíló af
fiski,“ segir Guðmundur.
Spurður hvort hann telji útgerðar-
félög munu fækka skipum eftir
kvótaskerðingu ríkisstjórnarinn-
ar á þorski á næsta fiskveiðiári
segir hann að tilhneigingin í sjáv-
arútvegi landsins síðastliðin tut-
tugu ár hafi verið sú að skipum
hafi fækkað. „Þessi þróun mun
ekki hætta núna en kvótaskerð-
ingin mun þrengja ennþá meira að
útgerðarfélögum. Þau munu bara
halda áfram að fækka skipum til
að gera reksturinn arðbærari,“
segir Guðmundur.
Brimnesið er eins skip og tveir
nýir togarar sem Þormóður
rammi-Sæberg hf. er með í smíð-
um hjá skipasmíðastöðinni Sol-
strand As í Noregi, en Brimnesið
var byggt þar árið 2003. Togararn-
ir tveir, sem Þormóður rammi fær
í nóvember 2008 og í apríl 2009,
kosta samtals um fjóra milljarða
króna. Ólafur Marteinsson, fram-
kvæmdastjóri Þormóðs, segir að
eini munurinn á skipunum sem
þeir muni fá og Brimnesinu sé að
þeir verði búnir öðrum veiðar-
færum. Hann segir að þeir verði
hannaðir til þess að draga tvö troll
en ekki þrjú.
Ólafur segir að Þormóður rammi
hafi selt einn togara fyrirtækisins
og hyggist selja tvo til viðbótar
því þeir séu orðnir gamlir. „Þessi
nýju skip eru miklu hagkvæmari:
eitt skip á að geta afkastað eins
miklu og tvö af þessum gömlu.“
Ólafur segir að forsvarsmenn
Þormóðs ramma hafi vissulega
haft væntanlega kvótaskerðingu á
þorski í huga þegar þeir keyptu
togarana tvo en að þá hafi ekki
grunað að kvótinn yrði skertur
eins mikið og raunin varð. „Við
töldum að kvótinn myndi hugsan-
lega fara niður fyrir 150 þúsund
tonnin en aldrei niður fyrir 130
þúsund tonn. En við erum samt
sannfærðir um að þetta hafi verið
rétt hjá ríkisstjórnni, öfugt við
það sem margir halda.“ Ólafur
segir að sér þyki afar sennilegt að
útgerðarfélög muni annað hvort
fækka skipum hjá sér í kjölfar
kvótaskerðingarinnar eða stytta
úthöld, stunda veiðar í skemmri
tíma en síðustu ár.
Andrés Guðmundsson, útgerðar-
stjóri hjá Þorbirni fiskanesi hf.,
segir að fyrirtækið hafi hætt við
að kaupa sér skip þegar fréttist af
væntanlegri kvótaskerðingu, og
það hafi selt eitt af skipum sínum
í mars. „Við ætlum ekki að fækka
skipum að svo stöddu. Ætli við
styttum ekki úthaldið hjá okkur
frekar og sjáum svo til; vonum að
menn sjái villu síns vegar og auki
kvótann aftur,“ segir Andrés.
Hann er sannfærður um að
útgerðarfélög muni annaðhvort
fækka skipum hjá sér eða stytta
úthaldið. „Það gefur augaleið,“
segir Andrés.
Kristján Vilhelmsson, útgerðar-
stjóri hjá Samherja, segir að fyrir-
tækið ætli líklega að fækka um
einn togara hjá sér út af kvóta-
skerðingu ríkisstjórnarinnar.
Hann segir að ekki hafi verið tekin
ákvörðun um það hvaða togari það
verði en að það muni skýrast með
haustinu. „Við munum fækka skip-
um eftir svona sex mánuði,“ segir
Kristján.
„Útgerðarfélög um allt land
munu þurfa að fækka skipum hjá
sér, það bara hlýtur að vera. Ég vil
kalla þetta nauðvörn hjá útgerðar-
félögunum,“ segir Kristján. Hann
segir að Samherji muni líklega
verða af um milljarði króna vegna
kvótaskerðingarinnar. Enn frem-
ur muni fyrirtækið þurfa að segja
um þrjátíu starfsmönnum upp og í
heildina muni líklega um tvö-
hundruð manns starfsmenn í sjáv-
arútvegi í Eyjafirði missa vinn-
una.
Þrír eins frystitogarar til landsins