Fréttablaðið - 03.08.2007, Page 2

Fréttablaðið - 03.08.2007, Page 2
„Stór hluti af lækn- unum, og sérstaklega þeir sem eru eldri og reyndari, eru búnir að fá sig fullsadda á þessu og munu draga sig í hlé,“ segir Friðrik Sigurbergsson, reyndasti þyrlulæknir landsins. Friðrik vísar til þess að einungis einn læknir er á bakvakt hverju sinni vegna bráðaútkalla björgun- arþyrlna Landhelgisgæslunnar. Þyrlur sem sinna bráðaþjónust- unni eru tvær og áhafnirnar sem fljúga þeim sömuleiðis. Ekki var gert ráð fyrir öðrum lækni þegar úthlutað var til Landspítalans í ár. „Við teljum að það sé ekki ásætt- anlegt að starfa undir þessu aukna álagi. Við erum með reglur um vinnuvernd og lágmarkshvíld og allir skilja að flugmaðurinn þurfi að hvílast. En þetta er ansi slítandi fyrir lækninn, sem þarf kannski líka að mæta í vinnuna daginn eftir,“ segir hann. Friðrik tekur sem dæmi að nýverið hafi þurft að sækja sjúk- ling til Vestfjarða. Á meðan hafi borist annað útkall. Enginn læknir hafi fengist til ferðarinnar sem seinna var afturkölluð. „Það er fullur skilningur á því hjá Landhelgisgæslunni að þörf sé á öðrum lækni. Dómsmálaráðu- neyti metur þetta öðruvísi.“ Frið- rik efast ekki um að þörf sé á lækn- um í þyrlurnar. „Við flytjum um 20 mikið slasaða sjúklinga á ári þar sem þarf mikið inngrip, sem ekki er á færi annarra en lækna.“ Sá Lalli ekki rautt þegar hann fékk annan búning en hinir? Drengur fæddur 1992 slasaðist alvarlega þegar hann varð fyrir bíl í Garðabæ laust fyrir hádegi í gær. Að sögn lögreglunnar lenti drengurinn framan á bílnum þegar hann var að hjóla yfir götu. Við áreksturinn kastaðist hann yfir bílinn og lenti á gangstétt fyrir aftan bílinn. Drengurinn var ekki með hjálm. Drengurinn var fluttur með sjúkrabíl á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi. Að sögn vakthafandi læknis liggur drengurinn alvarlega slasaður á bráðamóttöku en líðan hans stöðug. Drengur á hjóli varð fyrir bíl Hugsanlega var skotið á bíl stúlku sem var að taka barn úr bíl sínum í Keflavík í gær. Málsatvik voru þau að þegar stúlkan var að taka barn úr barnabílstól í bílnum sprakk ein rúða. Lögreglan kom á svæðið og rannsakaði málið. Að sögn varðstjóra hjá lögregl- unni á Suðurnesjum er hugsanlegt að skotið hafi verið á rúðuna. Það sé hins vegar ekki hægt að útiloka að einhverju hafi verið kastað í rúðuna eða jafnvel að eitthvað hafi fokið á hana. Allir sem geta veitt upplýsingar um málið eru beðnir að hafa samband við lögregluna á Suðurnesjum. Hugsanlega skotið á bíl Ungur piltur endaði ökuferð sína úti í Laxá í Aðaldal eftir að hann missti stjórn á jeppabifreið sinni við Helluvað í Mývatnssveit í gær. Pilturinn missti stjórn á bílnum, sem var í gangstýringu (e. cruise control), og neyddist til að stýra honum út af til að koma í veg fyrir að velta honum. Hann sveif um sex metra fram af vegstallinum og keyrði hátt í hundrað metra eftir árbakkanum þar til hann endaði úti í miðri ánni. Engum varð meint af. Vegfarandi varð vitni að slysinu en keyrði fram hjá eins og ekkert hefði í skorist, segir Gunnar Hnefill Örlygsson, sem ók bílnum. Bíllinn endaði í Laxá í Aðaldal Vandi sveitarfélaga landsins er útgjalda- og skulda- vandi, ekki skortur á tekjum, segir Árni M. Mathiesen fjármálaráð- herra. Hann segir bæði tekjur og útgjöld hafa aukist meira hjá sveit- arfélögunum en ríkinu. Talsvert hefur verið rætt um að sveitarfélögin fái hlutdeild í tekj- um ríkisins af fjármagnstekju- skatti, en fjármálaráðherra hefur þvertekið fyrir það. „Vandi sveitarfélaganna almennt held ég að sé útgjalda- og skulda- vandi, ekki tekjuvandi. Á yfirstand- andi hagvaxtarskeiði hefur upp- safnaður tekjuauki sveitarfélaganna verið meiri en tekjuauki ríkissjóðs. Á síðustu fjór- um árum hafa útgjöld sveitarfélag- anna aukist umtalsvert meira en útgjöld ríkisins,“ segir Árni. Hann tekur fram að á því árabili hafi afar fá verkefni færst frá ríki til sveit- arfélaga. Árni segir vanda sveitarfélag- anna afar misjafnan, stóru sveitar- félögin á höfuðborgarsvæðinu hafi fengið miklu meiri tekjuaukningu en til að mynda lítil sveitarfélög á landsbyggðinni, þar sem tekjur hafi jafnvel dregist saman. Það að færa tekjur af fjármagnstekj- uskattinum til sveitarfélaganna muni bara skekkja tekjudreifing- una milli sveitarfélaga enn meira. Árni segir að ríkið hafi samið við Samband íslenskra sveitarfélaga síðastliðið vor um að ríkið aðstoði sveitarfélögin við að grynnka á skuldum, og að sveitarfélögin tækju upp fjármálareglur áþekkar þeim sem ríkissjóður hefur verið með. Árni segir að þessi samningur verði lagaður að viðbrögðum ríkis- valdsins við niðurskurði á þorsk- veiðiheimildum, en gert er ráð fyrir 700 milljóna viðbótarframlagi ríkisins í í jöfnunarsjóð í tvö ár. „Ríkisvaldið er með þessu búið að viðurkenna að það sé vandi hjá sveitarfélögunum, og er tilbúið til að aðstoða við að grynnka á skuld- unum, svo fremi sem staða ríkis- sjóðs leyfi,“ segir Árni. Grímur Atlason, bæjarstjóri í Bolungarvík, segir sveitarfélög á þenslusvæðum – Suðvesturhorninu og Austurlandi – hafa skilað ágætri afkomu, en önnur sveitarfélög skili lakari afkomu. Hann segir margt koma þar til, en einn af stóru þátt- um málsins sé að tekjustofnar hafi ekki aukist í samræmi við verkefni sem sveitarfélögin hafi tekið við af ríkinu. Hann nefnir þar sérstaklega grunnskólana, en kröfur samfé- lagsins séu aðrar í dag en þær hafi verið þegar grunnskólarnir voru á hendi ríkisins. Nú sé krafan ein- setnir skólar, mötuneyti og fleira, auk þess sem viðhald bygginga hafi víða setið á hakanum hjá ríkinu. Ef eitt sveitarfélag stökkvi til og bæti þjónustuna verði þau öll að stökkva. Hann segir það góðra gjalda vert að grynnka á skuldum sveitarfé- laga, en 1,4 milljarðar á tveimur árum komi ekki í staðinn fyrir fasta tekjustofna sveitarfélaga. Vandi sveitarfélaga ekki tekjuskortur Fjárhagsvandi sveitarfélaga landsins tengist fremur útgjöldum og skuldum en tekjuskorti segir Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra. Tekjustofnarnir hafa ekki aukist í samræmi við flutning verkefna til sveitarfélaga segir bæjarstjóri. Skemmtistaðurinn Goldfinger í Kópavogi hefur ekki leyfi til nektarsýninga. Í nýjum lögum segir að nektardans sé bannaður nema hann sé sérstaklega heimilaður af sveitarstjórn og lögreglu. Lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins leggst gegn leyfi Goldfinger til nektarsýninga, og því hefur sýslumaður ekki veitt staðnum leyfið. Ásgeir Davíðsson, eigandi staðarins, segir engan nektardans hafa farið fram á Goldfinger síðan nýju lögin tóku gildi. Stúlkurnar fari ekki úr öllum fötunum og því sé ekki um nektarsýningu að ræða. Hann segist ætla að leggja fram kvörtun til dóms- málaráðuneytisins vegna málsins, og áfram verði dansað á Goldfinger. „Mér finnst þetta vera eins og lögregluríki þar sem einn maður tekur ákvörðun- ina,“ segir hann og á við lögreglustjórann. Vinstrihreyfingin – grænt framboð í Kópavogi sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem ákvörðun lögreglustjóra að heimila ekki nektarsýningar á Goldfinger var fagnað. „Mér sýnist þetta vera stór áfangi, við viljum fá þetta fyrirtæki út úr bænum því það er sannað mál að svona starfsemi tengist ofbeldi og mansali,“ segir Guðbjörg Sveinsdóttir varabæjarfulltrúi. Hún segir að í raun og veru eigi að loka staðnum. „Þessir staðir tengjast starfsemi sem er glæpsamleg að mínu mati og er niðurlægjandi fyrir hvert sveitarfélag að hýsa.“ Finninn Jan-Erik Enestam tók á miðvikudag við starfi framkvæmdastjóra Norðurlandaráðs, sem er samstarfsvettvangur norrænna þingmanna. Enestam er einn af reyndustu ráðherrum Finnlands. Hann hefur setið á þingi frá árinu 1991 og var ráðherra á árunum 1995 til 2006, síðast umhverfis- og samstarfsráðherra. Haft er eftir Enestam í fréttatilkynningu að nýja starfið sé áhugavert og mikil áskorun sé í því fólgin að taka þátt í áfram- haldandi þróun norræna sam- starfsins. Finni tekur við stjórnartaumum Rannsóknarnefnd flugslysa rannsakar tildrög óhapps sem varð þegar nefhjól tveggja hreyfla flugvélar gaf sig í lendingu á flugvellinum í Múlakoti í Fljótshlíð í fyrrakvöld. Þorkell Ágústsson, rannsóknar- stjóri RNF, segir að flugmaður og tveir farþegar hafi verið um borð í vélinni, sem hafi verið að æfa snertilendingar þegar óhappið varð. Fólkið var heilt á húfi. Þorkell segir ekki ljóst hvers vegna nefhjólið gaf sig, en meðal þess sem rannsakað verði sé verklag flugmannsins, sem er einkaflugmaður með töluverða reynslu. Nefhjól flugvél- arinnar gaf sig Læknarnir eru að gefast upp

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.