Fréttablaðið - 03.08.2007, Side 21

Fréttablaðið - 03.08.2007, Side 21
Búið er að setja upp markaðs- tjald þar sem afslátturinn er allt að 70 prósent. Dagana 30. júlí til 12. ágúst er sumarútsala í Intersport. Afslátt- urinn er 20 til 40 prósent af ýmsum íþróttavörum í verslunum í Húsgagnahöllinni og Smáralind. Búið er að setja upp markaðstjald fyrir utan verslunina í Húsgagna- höllinni. Þar er afslátturinn allt að 70 prósent. Opið er 10-19 mánudaga til laugardaga í Húsgagnahöllinni en í Smáralindinni er opnað klukkutíma síðar. Opið er á sunnudögum kl. 12- 18 í Húsgagnahöllinni en 13-18 í Smáralind. Risa útsölumarkað- ur Intersport Eyfirskt góðmeti Matvara af eyfirskum upp- runa verður meðal söluvara á markaðinum í gamla bænum að Laufási í Eyjafirði 6. ágúst milli kl. 13.30 og 16. „Við verðum með alls konar brauð, bæði fjölþjóðleg og séríslensk, svo sem franskbrauð, fjallagrasabrauð, sveitabrauð og rúgbrauð. Öll eru þau heimabökuð,“ er það fyrsta sem Ingibjörg Sigurlaugsdóttir, staðarhaldari í Laufási, nefnir þegar hún er beðin að lýsa matvörunum á Laufásmarkað- inum á mánudaginn. Fleira telur hún upp. „Við erum með rabarbarasultu, rabarbarasaft, berjasultu og rabarbarahlaup. Svo höfum við bakað rabarbarapæ. Þetta flokkast allt undir mat úr héraði. Við erum líka að selja harðfisk utan af Grenivík og nýuppteknar kartöflur úr eyfirskri mold.“ Einnig verða þjóðlegar veitingar seldar á gamla prestssetrinu. Q-bar opnar eldhúsið fyrir hommum, lesbíum og öllum hinum. Við Ingólfsstræti í Reykjavík var fyrir nokkrum mánuðum opnaður skemmtistaðurinn Q-bar. Þar koma samkynhneigðir saman ásamt gagnkyn- hneigðum vinum sínum, en staðurinn er það sem kall- ast „Straight-Friendly“ – öllum opinn án tillits til kyn- hneigðar þó að samkynhneigðir séu þó í meirihluta. Fram til þessa hefur staðurinn verið rekinn sem bar og skemmtistaður á kvöldin og um helgar, en nú hafa Óli Hjörtur Ólafsson og Anna Brá Bjarnadóttir rekstrarstjórar einnig opnað eldhús með fjölbreytt- um og öðruvísi matseðli. „Við opnuðum eldhús einfaldlega af því okkur lang- aði bara til þess,“ útskýrir Óli Hjörtur. „Ákváðum að fara ekki þessa hefðbundnu leið sem flest kaffihúsin og barirnir eru með, sem sagt að bjóða upp á hamborgara og pasta, heldur bjóðum við upp á margs konar létta rétti,“ segir hann en á matseðlinum er meðal annars að finna tapas-rétti, graflax og falafel. „Þetta er hugsað þannig að maturinn eigi að vera góður og fallega framreiddur en samt sem áður fljót- ur að koma á borðið og fólk kann vel að meta það. Fyrsta daginn var mjög gott að gera hjá okkur miðað við það að við auglýstum ekki neitt og allir voru mjög ánægðir,“ segir Óli. Fyrir framan Q-bar er rúmgóður pallur þar sem gestir geta setið úti ef vel viðrar og hægt er að yfir- skyggja pallinn ef tilefni er til. Opnunartími staðar- ins hefur verið lengdur eftir að eldhúsið opnaði, en eldhúsið er opið frá klukkan 11.30 fyrir hádegi til klukkan níu á kvöldin, alla daga vikunnar. „Annar kokkurinn okkar kemur frá Kanada og er öllu vanur þegar það kemur að eldamennsku. Hann hefur unnið í eldhúsum víða um heim og hafði því skemmtilegar hugmyndir. Hinn er Íslendingur sem er líka vel vanur og útkoman af þessu samstarfi er mjög góð,“ segir Óli og spurður að því hvort kokkarnir séu samkynhneigðir segir hann svo ekki vera. „Nei, nei... þeir eru báðir gagnkynhneigðir og Anna Brá sem er rekstrarstjóri á móti mér er líka gagn- kynhneigð. Þetta er því ekki neinn sérstakur homma- matur... hvernig sem hann nú er,“ segir hann og skell- ir upp úr. „Straight friendly“ matseðill Við eigum eftir að eig a góðan vetur saman. 4. ÁGÚST SÝN 2 BYRJAR 512 5100 SYN.IS VERSLANIR VODAFONE ÓDÝRARA Á NETINU Gakktu frá áskrift á Netinu og fáðu 30% afslátt af fyrsta mánuðinum. STÓRLEIKIR Í ÁGÚST 5. ágúst Chelsea – Manchester United 19. ágúst Liverpool – Chelsea 19. ágúst Manchester City – Manchester United

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.