Fréttablaðið


Fréttablaðið - 03.08.2007, Qupperneq 23

Fréttablaðið - 03.08.2007, Qupperneq 23
Ingólfur Þórarinsson söngv- ari er ánægður með kaupin á bílnum sínum, en hefði viljað spara sér peninginn sem fór í magavöðvatæki. „Bíllinn er Volvo-skutbíll, frá árinu 1993. Það er alveg sama hverju hann lendir í, alltaf skröltir bíllinn áfram,“ segir Ingólfur Þór- arinsson, betur þekktur sem Ingó úr Idol-inu. Bílinn keypti Ingó af foreldrum sínum, en þeir fengu hann hjá heldri frú, sem hafði farið silkimjúkum höndum um bílinn. Til marks um þolgæði bílsins segir Ingó að hann sé ekki enn orð- inn rafmagnslaus þrátt fyrir að ljósin í mælaborðinu séu búin að loga í heilan mánuð vegna bilunar. „Hinir og þessir hafa sagt mér að fara með hann í skoðun í Brim- borg. Ég hugsa að ég sleppi því bara úr þessu.“ Ingó segist hafa gert önnur og ekki síður góð kaup þegar hann keypti í fyrsta sinn pylsu í pylsu- vagninum á Selfossi. „Þær eru alveg sérstaklega góðar. Skemmti- lega mjúkar og maður endar alltaf með því að kaupa tvær, þótt ætlun- in sé að kaupa bara eina. Ég hef legið í þeim síðan ég smakkaði þá fyrstu.“ Það er síðan eins með verstu kaupin og þau bestu, Ingó segist ekki geta gert upp á milli tveggja hluta: vinnubókar í dönsku úr framhaldsskóla og Slendertone- magavöðvatækis. „Vinnubókin í dönsku 203 í framhaldsskóla er ein mín verstu kaup. Það lá mikið á að redda henni, en svo var hún bara tóm eftir sumarið,“ segir hann hlæjandi og bætir við að danskan sé engu að síður mjög fín og sömuleiðis sænskan. Magavöðvatækið var hins vegar nýtt til hins ýtrasta, eða alveg þrisvar sinnum þar til það þoldi ekki meir. „Rafhlaðan var strax búin,“ segir Ingó. „Svo voru púð- arnir orðnir hálfónýtir og þetta hefur verið ónýtt síðan. Tækið liggur nú uppi í skáp.“ Blaðamaður stenst þá ekki mátið og spyr hvort ekki geti hugs- ast að tækið hafi einfaldlega brennt úr sér. „Það getur bara vel verið,“ segir Ingó og hlær. Skröltir áfram sama hvað gerist Lífsstílsverslunin Maia er með afslátt af útsöluvörum. Útsölurnar eru á lokasprettinum á Laugaveginum. Lífsstílsverslunin Maia er þar engin undantekning og er með sextíu prósenta afslátt af öllum útsöluvörum. Maia er með góða blöndu af fallegum varningi; kvenfatnað, húsbúnað, tónlist, bækur, barna- föt, fylgihluti og undirföt. Versl- unin er á Laugavegi 86-94. Allar nánari upplýsingar um Maiu er að finna á www.maia.is Lífsstíll Maiu á útsölu Girnilegt góðmeti í Fjarðarkaupum Piparsteik úr kjötborði og ferskir ávextir eru meðal þess sem fæst á tilboði í Fjarðarkaupum. Jarðarber í 200 gramma öskjum á 99 krónur í stað 219 áður, gular melónur á 99 krónur kíló- ið í stað 149 og mangó á 199 sem áður var á 243. Svona hljóða tilboð frá Fjarðarkaupum í Hafnarfirði fyrir þessa helgi. Fleira gott er á boðstólum þar á bæ. Nauta-piparsteik kostar nú 2.498 krónur kílóið og lækk- ar um 500 krónur og lamba- ribeye sem áður kostaði 2.798 fæst nú á 2.398 krón- ur kílóið. ÞAR SEM ALLT SNÝST UM FÓTBOLTA! NÝTT Á GR AS.IS NÚ FÆRÐU GRAS.IS FÉTTIR Í SÍMANN!
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.