Fréttablaðið - 03.08.2007, Side 48
Unforgiven frumsýnd
Nýtt blað, Djöflaeyjan, hefur göngu sína
í dag en það er stílað inn á ungmenningu,
með áherslu á menningartengt efni í
bland við pólitíska pistla svo fátt eitt sé
nefnt. Ef marka má ritstjóra blaðsins,
Sigurð Kjartan Kristinsson, geta
lesendur átt von á hárbeittri gagnrýni.
„Þetta er ungmenningarblað
stílað inn á ungt fólk á mennta- og
háskólaaldrinum,“ útskýrir Sigurður.
„Þarna verður mikið fjallað um viðburði
sumarsins, listasýningar, tónleika og
þess háttar. Blaðið byggist á viðtölum
við listamenn í yngri kantinum og
innsendum pistlum frá hinum og
þessum.“
Sigurður segir að í raun geti hver
sem er sent inn greinar undir nafni og
hugsanlega fengið þær birtar. Eða svo
fremi sem innihaldið er innan ákveðinna
velsæmismarka svo leiðindi hljótist
ekki af. „Við reynum að birta flest, en
auðvitað verður ekki hægt að birta allt.
En það má búast við harðri gagnrýni.
Enda finnst okkur miðlum hætta til að
vera of hlédrægir í þessum málum.“
Viðbúið er að fyrsta tölublaðið
eigi eftir að vekja umtal, þó ekki sé
nema vegna forsíðunnar sem er af
Lúðvíki fjórða Frakklandskonungi með
brennandi musterisriddara í baksýn.
„Lúðvík fjórði gerði föstudaginn þrett-
ánda að föstudeginum þrettánda, þar
sem hann dæmdi og lét brenna flesta
musterisriddarana,“ útskýrir Sigurður.
„Myndin er táknræn fyrir væntanlegt
hlutverk blaðsins sem hálfgerðs sam-
félagsvandar. Blaðs sem stendur vörð
um vissa hluti.“
Sigurður vill þó sem minnst segja
til um ritstjórnarmeðlimi blaðsins og
væntanlega samfélagsverði, þar sem
mismunandi aðilar komi til með að halda
utan um hvert tölublað. Hann segir það
gert með það fyrir augum að efnið sé
alltaf nýstárlegt og að sem flestir geti
komið sinni sýn á framfæri.
Þannig er Djöflaeyjan að þessu
sinni óður til þriðja og fjórða áratugar
síðustu aldar, sem Sigurður segir
einfaldlega markast af ríkjandi tísku.
„Við erum einfaldlega að hoppa um
borð í hringekju tískunnar, sem er alltaf
í gangi. Það er náttúrlega alltaf leitað til
baka með nýja hugsjón að leiðarljósi.“
Djöflaeyjan kemur til að byrja með
út í 5.000 eintökum og verður dreift á
helstu almenningsstaði borgarinnar, en
Sigurður segir að til standi að stækka
upplagið þegar fram líða stundir.
Áhugasömum er einnig bent á að hægt
er að senda ritstjórn blaðsins efni á
netfangið jelena@jelena.is
„Fái svartur maður ekki annað
tækifæri í þessu landi, á
meðan menn eins og til dæmis
Robert Downey Jr. og ríkis-
stjóri Kaliforníu fá annað og
jafn vel þriðja tækifærið ... þá
finnst mér það segja mikið um
kynþætti og stöðu mála í land-
inu.“
Eiginmaður minn og faðir,
Örn Guðmundsson
Frá Flatey á Skjálfanda, Flókagötu 64,
Reykjavík,
lést þriðjudaginn 31. júlí. Hann verður jarðsunginn frá
Háteigskirkju þiðjudaginn 7. ágúst kl. 15.00.
Erla Björnsdóttir og Björn Arnarson
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
Ingileif Fjóla Pálsdóttir
Suðurgötu 39, Hafnarfirði,
lést á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði miðvikudaginn
1. ágúst.
Soffía Sigurðardóttir Markús Kristinsson
Eiður Sigurðsson
Hrafnhildur Sigurðardóttir Eðvarð Jónsson
Páll Sigurðsson Benný Þórðardóttir
Ragnar Sigurðsson Unnur Guðnadóttir
barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn.
Við færum innilegar þakkir fyrir auðsýnda
samúð og hluttekningu vegna andláts
okkar hjartkæra
Steingríms Þorsteinssonar
Erluási 68, Hafnarfirði,
og fyrir að heiðra minningu hans á margvíslegan hátt.
Inga Lillý Bjarnadóttir
Jón Bjarni Þorsteinsson Guðrún Björt Yngvadóttir
Sigurður Þorsteinsson Ingibjörg Eiríksdóttir
Anton Pjetur Þorsteinsson Sigríður Hauksdóttir
börn og barnabörn aðstandenda.
70 ára afmæli
Á morgun, laugardaginn 4. ágúst,
verður Hanne Hintze
Æsufelli 2, sjötug.
Af því tilefni tekur hún á móti
ætting jum og vinum í sumarbústað
sínum í Lyngmóum 47 í landi
Þórisstaða í Grímsnesi frá kl. 15.00.
Elsku mamma okkar, tengdamamma og
amma,
Ragnhildur Jónsdóttir
Austurbrún 33, Reykjavík,
er látin. Útförin auglýst síðar.
Stefanía Vilborg Sigurjónsdóttir Axel Eiríksson
Jón Sigurjónsson Inga Sólnes
Sigrún Sigurjónsdóttir Robert A. Spanó
Stefán Sigurjónsson Guðrún Dröfn
Marínósdóttir
og barnabörn.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
Halldóra Svava
Benediktsdóttir Clausen
Arahólum 2, Reykjavík,
lést á líknardeild LSH, Kópavogi, þriðjudaginn 31. júlí.
Jarðarförin fer fram frá Seljakirkju, þriðjudaginn
7. ágúst kl. 13.00.
Axel Axelsson Clausen Kristbjörg Magnúsdóttir
Kristrún Þóra Clausen
Svava Viktoría Clausen Hermann Gunnarsson
Jenni Guðjón Axelsson Clausen Ólöf Eir Halldórsdóttir
Svanfríður Clausen Vilhjálmur Vilhjálmsson
ömmubörn og langömmubörn.
Okkar ástkæri eiginmaður, faðir og
tengdafaðir,
Kári Steinsson
frá Neðra Ási, Hjaltadal, Hólavegi 23
Sauðárkróki,
lést 24. júlí. Útförin fer fram frá Sauðárkrókskirkju
laugardaginn 4. ágúst kl. 14.00. Þeim sem vilja minnast
hans er bent á Hjartaheill, Landssamtök hjarta-
sjúklinga.
Dagmar Kristjánsdóttir
Valgeir Steinn Kárason Guðbjörg S. Pálmadóttir
Kristján Már Kárason
Steinn Kárason Kristín Arnardóttir
Soffía Káradóttir Hafsteinn Guðmundsson
Jóna Guðný Káradóttir Gunnar Á. Bjarnason
barnabörn og langafabörn.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
Bergþóra Sigmarsdóttir
Skipasundi 57, Reykjavík,
lést miðvikudaginn 1. ágúst.
Sveinn Karlsson
Ásdís Karlsdóttir Maríus J. Lund
Sigmar Karlsson Elke Amend
Sigríður Karlsdóttir Pétur H. Ísleifsson
Barnabörn og barnabarnabörn.
AFMÆLISBÖRN