Fréttablaðið - 03.08.2007, Page 50

Fréttablaðið - 03.08.2007, Page 50
Sænski kvikmyndaleik- stjórinn Ingmar Berg- man lést á dögunum. Hann lét eitt sinn hafa eftir sér að hann von- aðist til þess að verða aldrei svo gamall að hann yrði trúaður. Það er spurning hvort hon- um varð að ósk sinni, en hann hefði orðið níræður á næsta ári, hefði hann lifað. Ég get ekki sagt að trúarbrögð séu mér mjög hugleikin. Eins og flestir aðrir var ég skírður áður en ég lærði að tala og staðfesti það svo með tilheyrandi veisluhöldum þegar ég var rétt skriðin af frum- bernskuskeiði. Þetta hefur því allt verið frekar sjálfgefið hjá mér. Ég fór hins vegar að velta trúnni fyrir mér í kjölfar kirkjuþings í vor. Þar var felld með miklum meirihluta tillaga hóps presta og guðfræðinga um að prestum yrði heimilt að annast hjónavígslu sam- kynhneigðra. Viðhorf samfélagsins til sam- kynhneigðar hafa breyst mikið á undanförnum árum og skilningur aukist. Það er því dálítið skrítið að kirkjan sem boðar skilning og kær- leik skuli vera það afturhaldsafl sem raun ber vitni og reka lestina þegar kemur að réttindabaráttu samkynhneigðra. Raunar rekur kirkjan ekki bara lestina, heldur má segja að hún standi ein eftir. Nú hafa samkynhneigðir fengið í gegn öll sín baráttumál, önnur en þau að fá að giftast frammi fyrir guði sínum, og ekki er að sjá að það náist í gegn í bráð. Nú berast þær fréttir frá Svíþjóð að prestar og prófastar þar í landi ætli að fjölmenna á Gay Pride-há- tíðarhöldin sem fram fara í Stokk- hólmi á morgun. Svíar hafa lengi staðið framarlega þegar kemur að réttindabaráttu samkynhneigðra og eru líkur á að þar verði gifting- ar samkynhneigðra í kirkju leyfð- ar snemma á næsta ári. Ég skora því íslenska presta, prófasta, biskup og aðra þá sem eru í forsvari fyrir þjóðkirkjuna að fylgja fordæmi sænskra starfs- bræðra sinna að fjölmenna í göng- una á Hinsegin dögum 11. ágúst næstkomandi.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.