Fréttablaðið - 03.08.2007, Síða 54

Fréttablaðið - 03.08.2007, Síða 54
Vörur hönnunarhópsins Vík Prjónsdóttir eru nú til sölu í New York. Fimmmenningarnir eru með kynningarfulltrúa til að koma sér á framfæri vestra. Teppasería og húfur með yfirvarar- skegg frá íslenskum hönnuðum eru nú til sölu í búðinni Scandinavian Grace í New York en frá þessu er greint á heimasíðu bandaríska Vogue, Style.com. Það er hönnunarhópurinn Vík Prjónsdóttir sem hannar vörurn- ar sem fást einnig í Kronkron á Vita- stíg, í Þjóðminjasafninu og Epal. „Þetta hefur verið í farvegi lengi. Það hafa birst greinar um okkur í banda- rískum blöðum og eftir það fór að myndast eftirspurn eftir vörunum. Við ákváðum svo að kynna verkefnið á blaðamannafundi og blaðamaður frá Style.com kom þangað. Einnig erum við komin með PR-manneskju sem sér um að koma okkur inn á bandarískan markað. Viðtökur gesta á blaðamannafundinum voru mjög góðar og fólk sýndi teppunum mikinn áhuga þrátt fyrir steikjandi hita úti fyrir,“ segir Brynhildur Pálsdóttir, ein fimmmenninganna í Vík Prjóns- dóttur. „Við erum bæði með seríu af tepp- um og svona skegghúfur í sölu en við hönnum allar vörurnar saman sem hópur. Þetta er framleitt í Vík í Mýr- dal af Víkurprjóni og við sækjum mikið innblástur í umhverfið og sög- urnar sem koma þaðan. Varan er þannig tengd uppruna sínum en það skiptir máli í dag þar sem hlutir eru oft fjöldaframleiddir við aðstæður sem maður veit ekki nema séu mjög slæmar.“ Aðspurð hvað sé fram undan hjá hinum spennandi hönnunarhópi segir hún: „Við munum fylgja þessu eftir og vinna í því að koma vörunum í sölu í fleiri búðum. Þetta tekur allt sinn tíma. Í október höldum við svo til Oslóar þar sem við sýnum vörurnar okkar á sérstöku hönnunar- og arki- tektasetri.“ Útgáfufyrirtæki rapparans Eminem, Eight Mile Style, hefur höfðað mál gegn tölvufyrirtækinu Apple fyrir að selja tónlist hans á iTunes án leyfis. Í málshöfðun- inni kemur fram að um sé að ræða á milli 70 til 80 lög, þar á meðal lög af plötunni The Eminem Show. Eminem hefur áður lent í útistöðum við Apple því árið 2004 höfðaði hann mál gegn fyrirtækinu. Þá hélt hann því fram að það hefði notað lag hans Lose Yourself í sjónvarps- auglýsingu án hans leyfis. Höfðar mál gegn Apple Idol-dómarinn og sjónvarpsþátta- framleiðandinn Simon Cowell ætlar að búa til kvikmynd um tíu einstaklinga sem reyna að komast áfram í hæfileikakeppni í líkingu við Idol. Hefur myndin fengið nafnið Star Struck. Innblásturinn að myndinni fékk Cowell úr dans- og söngvamynd- inni Fame eftir Alan Parker sem kom út árið 1980. „Sagan er sögð út frá sjónarhóli þessara tíu kepp- enda,“ sagði Cowell, sem mun framleiða myndina. „Við viljum að þetta verði söngleikjaútgáfa af Rocky. Saga um lítilmagnann sem fær mann til að líða vel.“ Að sögn Cowells er kjörið að nota raunveruleikaþátt eins og Idol sem sögusvið myndarinnar. „Fame fjallaði um ungt fólk sem vildi slá í gegn og til að gera það skráði það sig í söng- og leiklistar- skóla. Núna, 25 árum síðar, skrá allir sem vilja verða frægir sig í American Idol.“ Býr til Star Struck Söngkonan Lísa Einarsdóttir hefur sent frá sér lögin Ferð ekki fet og Ég er að leita að þér. Eru þau að finna á safnplötunni Gleði- legt sumar sem kom út á dögunum. Bæði lögin hafa fengið töluverða spilun í útvarpinu og er lagið Ég er að leita að þér áberandi um þessar mundir. „Ég er mjög ánægð með þessar viðtökur,“ segir Lísa, sem var áður í hljómsveitinni Ísafold. „Ég er að byrja með sólóferil og stefni á að gefa út plötu fyrir jólin 2008.“ Áður en Lísa gekk til liðs við Ísafold fyrir tveimur árum gaf hún út lagið Litir, sem er eftir Einar Bárðarson, sem hefur verið henni til halds og trausts varðandi sólóferilinn. Meðfram sólóferlinum er Lísa að læra djasssöng í FÍH hjá Kristjönu Stefánsdóttur. Nánari upplýsingar um þessa efnilegu söngkonu má finna á síðu hennar, myspace. com/lisaeinars. Söngkonan Lísa hefur sólóferil sinn Sýningar haustsins komnar í sölu á netinu! Miðasala á netinu! www.leikhusid.is Hannes Pétursson, hagfræðinemi og geimfari, treystir á reiknivélar og geimskip frá HP. HP Compaq 6710b Verð: 149.900 kr.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.