Fréttablaðið - 03.08.2007, Page 58

Fréttablaðið - 03.08.2007, Page 58
Hefur bætt sig með vinstri en er réttfættur Glæsileg verðlaun fyrir 3 efstu sætin í punktakeppni með forgjöf 24/28. Einnig verða veitt verðlaun fyrir besta skor án forgjafar. Nándarverðlaun á 4. 9. 11. og 17. holu. Þátttökugjald kr. 3.500. Súpa og brauð innifalið. Opna Carlsberg fer fram á Vífilsstaðavelli, á frídegi verslunarmanna, mánudaginn 6. ágúst. Skráning á www.golf.is. P IP A R • S ÍA Mark átta mínútum fyrir leikslok dugði Häcken til að kom- ast áfram úr fyrstu umferð UEFA- keppninnar. Logi Ólafsson tapaði því sínum fyrsta leik með liðið en hann gerði fimm breytingar á byrjunarliði KR frá síðasta leik í fyrsta Evrópuleiknum á KR-vell- inum í fjórtán ár. KR dugði marka- laust jafntefli til að komast áfram og greinilegt var að dagsskipunin var einföld, að taka engar áhættur og reyna svo að sækja hratt á fáum mönnum. Leikmenn Häcken virkuðu frískir með léttleikandi og skemmtilegt lið sem gerði hvað það gat til að brjóta vörn KR á bak aftur. Það gekk ekki vel, vörnin var sterk og Svíarnir fengu aðeins hálffæri ef frá er talið skot Dioh Williams rétt framhjá snemma leiks. Leikmenn Häcken pressuðu en það leystu KR-ingar vel. KR vildi fá víti í fyrri hálfleik en annars var sóknin fámenn þar sem Björgólfur Takefusa barðist nánast einn. Hann gerði vel og olli nokkrum usla en marktækifærin voru af skornum skammti. Skalli Gunnlaugs Jónssonar á lokamín- útu fyrri hálfleiks var varinn á línu og staðan í hálfleik marka- laus. Häcken var meira með boltann í síðari hálfleik og reyndi að sækja markið sem það þurfti. Á tímum var sóknarþunginn mikill og meðal annars varði Stefán Logi langskot Williams vel auk þess sem KR bjargaði á línu. Þess á milli sóttu leikmenn Häcken lítið og sköpuðu engin vandræði fyrir KR. Sóknarleikur heimamanna var áfram fámennur en liðið lék af mikilli skynsemi og gaf fá færi á sér. Gestirnir voru áhugalausir en neistinn í leikmönnum KR sást vel, þeir ætluðu að sýna sig fyrir nýja þjálfaranum og halda Evr- ópudraumnum lifandi. Hann var þó skotinn niður átta mínútum fyrir leikslok þegar Paulo Oliveira skoraði með skalla algjörlega upp úr þurru eftir að Stefán Logi kom of langt út úr marki sínu. Augnabliks einbeit- ingarleysi hjá vörn og markmanni og KR var refsað grimmilega. Þrátt fyrir að leggja allt í sölurn- ar náði KR ekki að jafna. Sigmund- ur Kristjánsson átti gott skot sem og Björgólfur en heppnin var ekki með heimamönnum. Häcken vann leikinn 1-0 og komst áfram saman- lagt 2-1. Evrópuævintýri KR er þar með lokið í ár og Logi tapaði sínum fyrsta leik með KR. Leikaðferð hans var mjög nálægt því að ganga upp en herslumuninn vantaði. Ari Freyr Skúlason, leikmaður Hacken, komst vel frá sínu í leikn- um í gær og átti nokkra lipra spretti. Hann var eðlilega mjög sáttur með úrslit leiksins. „Ég er himinlifandi með að komast áfram. Þetta hefði getað dottið báðu megin, KR átti mjög fín færi í leiknum og Óskar átti sérstaklega góða spretti. Hvort sem maður sé að spila í Svíþjóð eða annarsstaðar er alltaf erfitt að koma á KR-völl- inn og stuðningsmenn þeirra voru til fyrirmyndar. Við urðum að skora eitt mark og það tókst. Þetta var sætt,” sagði Ari Freyr Skúla- son, leikmaður Häcken, og tók fram að það væri alltaf gaman að spila á Íslandi.“ KR var hársbreidd frá því að komast áfram í Evrópukeppni félagsliða en 1-0 tap gegn Häcken í gær gerði þann draum að engu. KR-ingar gerðu sig seka um slæm mistök á lokakaflanum og sænska liðið refsaði þeim grimmilega. Logi Ólafsson, þjálfari KR, var hreinskilinn í leikslok. „Markið kom eftir mistök af okkar hálfu en við fengum fullt af möguleikum til að klára leik- inn. Ég viðurkenni að þetta var erfitt í byrjun og menn voru stressaðir. Það var greinilegt að leikmenn vantaði trú á sjálfa sig,“ sagði Logi sem horfir björt- um augum fram á veginn. „Eins og ég sagði við strákana þá er þetta ekki það mót sem við einblínum mest á þrátt fyrir að það hefði verið gaman að fara áfram. Nú drögum við bara það jákvæða úr þessum leik fyrir framhaldið og skiljum hitt eftir. Það er liður í því að vinna að bættu sjálfstrausti,“ sagði Logi. Þjálfarinn virðist enn ekki hafa fengið samið um sig lag af stuðn- ingsmönnum KR sem sungu aftur á móti hástöfum fyrir Teit Þórðarson í leiknum. Rúnar Kristinsson játti því að herslumuninn hefði vantað hjá KR. „Við fengum á okkur klaufa- legt mark eins og gerist í boltan- um. Við spiluðum eins og við gerðum í Svíþjóð en náðum upp meira spili. Menn voru frískari núna og vildu láta gott af sér leiða þrátt fyrir að spilið hafi dottið niður inn á milli. Við þurft- um að halda hreinu til að komast áfram og við vorum ekki langt frá þessu en héldum bara ekki út allan leikinn,“ sagði Rúnar. Við héldum bara ekki út

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.